Kirkjublaðið - 02.04.1894, Side 6
70
Þegar menn sjá þennan makráða, værukæra, hörundsára,
volaða kærleik frá mönnum til manna, þessa skrípamynd
af mannlegum kærleik, sem ómögulega þolir það, aðrask-
að sje mannfjelagsrónni, þó að hún sje ekki annað en
dauðasvefn, þá má hiklaust hafa það fyrir satt, að menn
trúi þar á þeim stað á einhverja mynd af Guði og hin-
um guðlega kærleika, sem hvergi er til í virkilegleikans
heimi, mynd, sem myndazt heíir í mannanna eigin sálum
og lypt sjer þaðan upp í hinn andlega himin, sem þeim
tilheyrir, fram undan augum þeirra. — »Hvað sjer þú?«
spurði Sál konungur galdrakonuna í Endor, er hún fyrir
áskoranir hans hafði vakið Samúel upp frá dauðum eða
látið svip hanskoma fratn. »Hvað sjer þú?« — »Jeg sje
guð nokkttrnkoma upp úr jörðunni«, segir konan. »Hvern-
ig er hann útlits?« spyr Sál. Konan svarar: »Gamall
maður stigur upp, og er íklæddur skykkju«. -— Það þarf
ekki að spyrja mennina, sem jeg var að tala um nú næst
á undan, hvað þeir sjái, að því er snertir Guð og kær-
leik hans. Þeir sjá Guðs mynd, sem upp stigin er frá
jörðunni, nákvæmlega eins langt að neðan eins og þeir
sjálfir standa neðarlega. Og hvernig lítur sá Guð út?
Eins og gamall maður, íklæddur skykkju. Skykkjan er
hysmið af guðstrú kristindómsins. — Þoka skynsemistrúar-
innar lyptir sjer frá jörðu og verður ský.-----
-------------------
Um söng vorn og sálma.
Jeg hefi nú bráðum í full 30 ár átt að segja yfir
sálmasöng 1 kirkjum og er gamall söngs og sálmavinur.
Vil jeg því leyfa mjer að ónáða hið góða Kirkjubl. vort
með litlu hálfyrði um söng og sálma hjá oss í seinni tið,
eptir mínu viti og eptirtekt.
1. Hvað kirkjusönginn áhrærir, er hann ólíku betri
en hann var í mínu ungdæmi hvað iþróttina snertir; já,
hann er orðinn allur annar víðast hvar, þótt harla mis-
jafn sje, því sumstaðar nær bótin ekki nema til laganna,
sem víðast eru sungin eptir vorum nýju nótnabókum,
eða undir þeim lögum, sem breytt hefir verið úr fornu
ólagi eða innleidd eins og ný lög. Þó er hjer við nokkuð