Kirkjublaðið - 02.04.1894, Side 9
73
Eptir sjera Björn Halldórsson eru og allt of fáir sálmar,
því hann var gott sálmaskáld. Af ljelegum sálmum er
furðu-fátt í svo stórri bók. Þó flnnst mjer að tækifæra-
sálmar bókarinnar sjeu að tiltölu fátækiegri en aðrir
kaflar. Af hátíða-sálma-flokkunum hefir hvítasunnu-flokk-
urinn helzt orðið afskiptur, en jólin eru þar lang-ríkust.
Um skírn- og kvöldmáltíðina heflr og bókin fáa betri
sálma en hin fyrri.
Að endingu skal jeg nefna fáeina sálma, sem annað-
hvort hafa ekki verið teknir upp úr eldri bókinni, ellegar
í svo breyttri mynd að þeir þekkjast ekki, — sálma, sem
menn meir eða minna sakna, og síðar meir mætti máske
(suma) taka aptur með breytingum. Þeir eru: »Dauðans
fyr en nálgast nótt«, »Jeg gleðst af því eg Jesúm á«,
»Mildi Jesú, eg minnist nú«, »Minn Guð, þú sjer og þekkir
nú«, »Min gæfa byggð á Guðs náð er«, »Mitt traust á Guði
glaðvært er«, »Lífsreglur hollar heyri menn«, »Þjer, Guð
jeg þakkir segi«, »Rauð runnin undir«, »Lifandi Guð, jeg
leita þ(n«, »Ó, hvað stór sæla’og yndisleg«, »Guð, sem allri
gæfu ræður minni«, »Vor Guð, heilagi herra, þjer«,
»Þjer einum braut jeg móti mest«, »Þín sjást, ó Guð, um
veröld víða«, »Þú sem hið góða elskar eitt«.
Fleiri mætti telja, t. d. sálminu »Til þín, heilagi
herra Guð«.
Gamall meðlijálpari.
■---------------—
Úr ummælum prests við síðustu húsvitjun.
^ 2. Um bænina.
Hin kristilega bæn er án alls efa hin dýrmætasta
heimilisblessun. Það er engin sannarleg heimilisblessun
án bænarinnar. Hvort, sem heimilið licf'ur nægtir eða skort,
þá blessar bænin hvorttveggja. Hin trúaða kristilega
bæn breytir öllum þeim gæðum, sem heimilið nýtur, í
blessun. Kristilegt heimili einkennir sig sem bænarheimili.
Vjer getum ekki verið heimamenn Guðs á heimilum vor-
um nema bænin sje vor dagleg iðja. Jesús Kristur hefir
með sinni bæn opnað oss heim bænarinnar. Hann, sem