Kirkjublaðið - 02.04.1894, Síða 12

Kirkjublaðið - 02.04.1894, Síða 12
76 holdinu«. Þessi vantrú heflr komið allra berast fram í deilunni um hina postullegu trúarjátning. Hennar band á orðsins kennurum við háskólana og orðsins flytjendum í söfnuðwnum vill hin nýja Aríusarstefna ekki þola. Lesendurnir hafl fyrir sjer greinina í Kbl. IV. 1 um uppruna hinnar postullegu trúarjátningar, að því er dr. Harnack skýrir frá, og sjerstaklega samanburðinn á hinni fornrómversku játningu og hinni postullegu trúarjátningu í þeirri mynd, sem kristin kirkja heldur henni nú. Dr. Harnack dregur tvær þýðingarmikiar ályktanir af myndunarsögu játningarinnar og mismun hinnar eldri og yngri. Onnur ályktunin er sú, að þar sem hin forna kirkja þannig lagaði játninguna í hendi sjer, þá sje kristinni kirkju fullheimilt að gjöra slíkt hið sama þann dag í dag. Nú liggur áherzlan fremur á sumu öðru, svo sem lífssögu Jesú Krists og fyrirmyndardæmi hans, og því æskilegt að fá nýja eða nýjar formúlur í kirkjunni til að játa trú sína, altjend samhliða þessari gömlu. Allir sem eigi hneigjast að þeirri ósannanlegu skoð- un, að þessi forna skírnarjátning kristinnar kirkju sje orð, beint af munni frelsarans, verða í sjálfu sjer að kann- ast við heimild kirkjunnar til að laga sitt eigið smíði, virðist henni nauðsyn til þess, komist hún að þeirri nið- urstöðu, að þetta játningarform sje eigi hið rjetta eða heppilega. En við þessa nauðsyn vill eðlilega allur þorri þýzkra gnðfræðinga alls eigi kannast, og því síður trúað kristið safnaðarfólk. Auk fornhelgi játningarinnar stend- ur hún svo óhagganlega grundvölluð á orðum heilagrar ritningar og fer hvorki of skammt nje of langt. Þaðan er lifskraptur hennar i kristnu safnaðaðarlífi, sem helzt og rnun haldast þrátt fyrir aliar árásir. Hin síðari ályktunin er þó miklu þýðingarmeiri og leiðir dr. Harnack hana aðallega af viðaukum þeim, sem játningin fjekk og getið hefir verið í Kbl. Ályktunin er sú, að hin postullega kirkja og fornkirkjan yflr höfuð talsvert fram á 2. öld, hafi eigi haft trú hinnar endanlegu játningar; eða með öðrum orðum, að viðaukarnir sjeu heilaspuni guðfræðinganna á öldunum næstu á eptir.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.