Kirkjublaðið - 24.12.1894, Qupperneq 1
mánaðarrit
handa íslenzkri alþýöu.
IV.
RVÍK, JÓLABLAÐIÐ, 1894. 15.
Jólakvæði.
Nú er sól og sumar blítt suðurbúum hjá
hinum megin á hnetti hjeðan langt í frá.
Hjer er dimmt, hjer er kalt, — hjer við norðurpól
höldum vjer þó hátíðleg og heilög vor jól.
Sólin hátt á himni skín, hrekur myrkrið svart
hinum megin á hnetti, hýrt er þar og bjart.
Hjer er dauft, dimmt og svart, döpur vetrar-jól.
Lýsir oss þó lífsins glaða ljómandi sól.
Blóminn þekur græna grund glaða sumartíð
hinum megin á hnetti, hlíðin brosir fríð.
Hjer er auðn, engin blóm, ísi þakin grund.
Eins þó grær hjer eilíft blóm úr ódáins lund.
Morgundaggir gullnar gljá, glita mörk og lund
hinum megin á hnetti, hýra morgunstiuid.
Hjer er kveld, húm og nótt, hrím og vetrar-snjár.
Glóa hjer þó Guðs á börnum gleðinnar tár.
Spegilfögur liður lind laufgan niður dal
hinum megin á hnetti, himins speglar sal.
Iljer er frost, hjarn og svell hylur vötnin blá,
Frelsisins og friðarlindum frýs þó ei á.
Fagurt syngur fugla hjörð fríð í grænum skóg,
hinum megin á hnetti hljómar gleði nóg.