Kirkjublaðið - 24.12.1894, Qupperneq 2

Kirkjublaðið - 24.12.1894, Qupperneq 2
2Ö2 Hjer er burt fugla fjöld, fögrum lokið óm. Ofan ber þó unaðslegan englanna hljóm. Náttúran er nú svo glöð, nóg er lif og fjör, hinum megin á hnetti hagsæl þykja kjör. Hjer er allt hart og kalt, hneppt í dauðans bönd. Frelsarinn er fæddur þó, sem frelsar öll lönd. Allt er glatt og yndislegt, engin minnsta sorg hinum megin heljar, hátt í lífsins borg. Hjer er allt veikt og valt, vakurt timans hjól. Guð um síðir gefur eilíf gleðileg jól. V. B. Gleðileg jól. Gleðileg jól! Það er altítt, að menn á jólahátiðinni ávarpa hver annan með þessum orðum. Og það er fag- ur siður, ef hugur fylgir máli, og ef menn leggja í orðin þá þýðingu, sem á að leggja, ef menn ekki að eins óska hver öðrum góðrar skemmtunar, heldur sannrar jólagleði, gleði yfir fæðingu frelsarans Jesú Krists. »Jeg fiyt yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öl-lu fólki«, sagði engill- inn við hirðana í Betlehem hina fyrstu jólanótt. En rætast þá þessi orð hans? Geta allir glaðzt við þessi tiðindi ? Geta allir haft gleðileg jól ? Sumum kann að sýnast, að þeir einir, sem heimsins gæðum hafa að fagna, geti haft gleðileg jól, en ekki hin- ir, sem fátækir eru. Það er raunar sjálfsagt, að þeir, sem efnaðir eru, geta haft meiri viðhöfn, og gjört meira til hátíðabrigðis en þeir, sem efnin vantar; þvi ríkari sem menn eru, því betri tök hafa þeir á því, að prýða hús sin og heimili og efna til ýmislegrar jólagleði. Fá- tækir menn búa þar á móti venjulega í litlum og lítil- mótlegum húsakynnum, hafa fátt til að prýða þau með, verða að láta sjer nægja með litla tilbreytingu og verða að neita sjer um margt, sem ríkismenn og efnamenn geta veitt sjer. En geta fátæklingarnir þá ekki haft gleðileg jól ? Jú, eins fyrir því. Frelsarinn var sjálfur

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.