Kirkjublaðið - 24.12.1894, Síða 4

Kirkjublaðið - 24.12.1894, Síða 4
224 semdir lífs og sálar. Hvað getur veitt hinum sjúku meiri gleði? hvað veitt þeim sannari jólagleði? En hinir syrgjandi? Geta þeir einnig tekið þátt í jólagleðinni? Þeir minnast þess þá ef til vill einna sár- ast, að þeir hafi haft og haldið gleðileg jól með ástvin- um sinum, sem nú eru hvergi nærri, eða ekki lengur í tölu hinna lifandi. Þeir vildu gjarnan lifa upp aptur horfnar gleðistundir í endurminningunni, en þeir geta það ekki; endurminningih ýfir ef til vill að eins upp harma þeirra. Hvernig geta þeir þá verið glaðir? Eða getur gleöin samrýmzt sorginni? Nei, að visu getur hún það ekki beinlínis, en hún getur orðið sorginni yfirsterk- ari, ef trúin er nógu sterk. Hvað getur fremur huggað og glatt hina syrgjandi en það að vita, að frelsarinn er fæddur, frelsarinn, sem kominn er til að frelsa frá dauð- anum, frelsarinn, sem hefir leyst hina dánu frá lífsins mæðu og dauðans valdi, og gefið þeim gleðilega hátíð, þar sem engin sorg og dauði er framar til, — frelsarinn, sem einnig á sinum tíma mun leysa þá sjálfa og gefa þeim aptur sæla samfundi á gleðinnar eilífu hátíð á himnum. En stórsyndararnir, glæpamennirnir, sakamennirnir, sem eru í fangelsi eða fjötrum? Geta þeir haft gleðileg jól? Já, einnig þeir, og engir fremur en þeir. Því að hverjum ætti að vera það kærara en þeim, að frelsarinn er fæddur? að sá er kominn, sem vill frelsa þá og getur frelsað þá, og er kominn einmitt til að frelsa þá? Því að hann er kominn til að leita hins týnda og glataða og frelsa það. Einnig í myrkrastofunni og í myrkri mann- legs hjarta ljómar birta Drottins. En heiðingjarnir, sem enn sitja í myrkri og dauðans skugga? Ilvað á um þá að segja? Munu þeir geta haft gleðilegjól? Nú þegar kristnir menn halda sína gleðihá- tíð og fagna yfir komu frelsarans, þá sitja þeir fjarri gleðinni, og hafa ekkert af þessum gleðiboðskap að segja, já, hafa ekki neitt af neinum frelsara að segja. En kem- ur þeim þetta þá ekki við? Eða eiga þeir engan frels- ara? Eru þeir útilokaðir frá öllu frelsi um tíma og ei- lífð? Nú meðan vjer gleðjumst í ljósi, harma þeir í myrkri. Engin- birta Drottins uppljómar þeirra híbýli;

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.