Kirkjublaðið - 24.12.1894, Síða 5
enginn engill Drottins flytur þeim fagnaðarerindið um
frelsið. En þó er þeim frelsari fæddur engu síður en
oss. Mitt á meðal þeirra stendur sá, sem þeir þekkja
ekki; mitt á meðal þeirra stendur frelsarinn, ósýnilegur,
en þó kröptuglega verkandi og undirbúandi hjörtu þeirra
til þess, að þeir á sínum tíma einnig geti orðið aðnjót-
undi frelsisins, þess frelsis, sem Guð af náð sinni hefir
öllum fyrirhugað.
En hinir vantrúuðu og guðlausu mitt í kristninni?
Hafa þeir eða geta þeir haft gleðileg jól? Ekki í kristi-
legum skilningi; ekki enn sem komið er að minnsta kosti.
Þeir geta uppljómað hús sín engu síður en aðrir, en þeir
sitja samt i svörtu myrkri, þótt ljósin ljómi allt í kring-
um þá. Þeir geta ef til vill búizt um ríkmannlega, en
eru þó sárfátækir mitt í allri sinni dýrð, þar sem þeir
ekki hafa frelsisvonina fyrir Jesúm Krist. Þeir geta hlegið
og leikið og gjört sjer »heiðna gleði«; en dauðans kvíði
nagar þó þeirra hjartarætur. En þeirra tími til frelsis
og frelsisgleði kemur vonandi einnig, því að þeir heyra
og til þess týnda og glataða, sem frelsarinn er kominn
til að leita og frelsa. Sá tími kemur vonandi, þótt seinna
verði, að þeir snúa sjer til Guðs, og verða hluttakandi í
náð Jesú Krists, og ásamt öðrum lofa Guð fyrir gleði-
leg jól.
En hinir ströngu menn, sein hafa þá trú, að þótt
frelsarinn sje fæddur öllum mönnum, þá muni þó að eins
fáir hólpnir verða; allur fjöldinn muni eptir sem áður
verða glataður eilíflega? Hvernig geta þeir haft gleði-
leg jól, sem sliku trúa? Það getur verið erfltt að hugsa
sjer sanna jólagleði samfara slíkri trú; því að hlýtur það
ekki að skerða gleði hvers góðá manns, að vita, öðrum
líða illa, þó honum sjálfum líði vel, hvað þá, ef um óend-
anlegar kvalir er að ræða, ef til vill fjölda mannkyns-
ins ? Menn gætu freistast til að hugsa, að þessir ströngu
trúmenn hefðu engin gleðileg jól, eða að öðrum kosti, að
þeir hefðu engan kærleika. En slíkt megum vjer alls
ekki hugsa, enda er það vitanlegt, að ýmsir mestu og
beztu menn kristninnar á ýmsum tímum hafa meira eða
minna hallazt að slíkri trú, og þó, að því er sjáanlegt