Kirkjublaðið - 24.12.1894, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 24.12.1894, Blaðsíða 8
228 Aðfangadagskvöld. Á hverju heimili út um hinn viðáttumikla kristna heim er þetta kvöld í minningu fæðingar frelsara vors haldið hátíðlegt á ytri hátt. Húsin og heimilin eru hreinsuð og þvegin og húsmunirnir settir i röð og reglu, svo allt líti sem prýðilegast og ánægjulegast út. Til að auka hátíðisbraginn lireinsa menn líkama sinn og bún- ing. Menn kveikja ljós á fleiri stöðum og með fegurri útbúnaði en hversdagslega. Þeir sem eru fjarverandi, taka sig upp og flytja heim til sín, til þess að vera heima hjá sjer þetta hátíðiskvöld og dagana á eptir. Menn búa sig undir og afla sjer þeirrar likamlegu fæðu, sem er frábrugðin hinu vanalega til þess að neyta henn- ar þessa hátiðis’daga. Og þótt menn þetta heilaga kvöld sneiði sig hjá háværum skemmtunum, sjezt þó á útvortis svip flestra eitthvert gleðibragð, og það jafnvel beirra, sem eiga um eitthvað sárt að binda eða lifa við böl fá- tæktarinnar. Yjer prýðum þannig hús vor á þessu kvöldi og berum glaðværðar-útlit, allt i þeim tilgangi, að halda jólin helg. Vjer höldum þó ekki jólin á rjettan hátt, ef vjer að eins látum skína kringum oss og á oss ytri fegurðar og fagnaðarsvip, en höldum þau ekki einnig andlega með innvortis fagnaði ög prýði, sem augljóslega beri þess vott, að vjer metum gjöf Guðs, frelsara vorn, og viljum færa oss hana i nyt. Eins og vjer hreinsum hús vor á jólunum af öllum óhreinleik, eins eigum vjer að hreinsa allan heimilisbrag vorn og heimilissambúð. Getum vjer hugsað oss, að vjer getum haldið jól, og að vor heilagi gestur, Jesús Kristur, sem hefir viðbjóð á öllu kærleiksleysi, geti dvalið hjá oss stundu lengur, ef vjer i heimilissambúðinni sýnum kær- leiksleysi, sem gjörir oss allra óverðugasta til að veita honum viðtöku. HVe óverðuglega eru jólin haldin i þeirri sambúð og á því heimili, þar sem annaðhvort hjónin lifa í úlfúð, eða þar sem hjúin í samvinnunni lifa í aggi og deilum, eða þar sem menn eru svo dutlungafullir að tala eigi innilega saman, heldur eins og með ónotum hvert

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.