Kirkjublaðið - 24.12.1894, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 24.12.1894, Blaðsíða 10
230 sem ber alls heimsins synd, og þá einnig hans synd, játi hann hana í iðrun og trú. Hryggð iðrunarinnar getur orðið hin sannasta gleði jólahátíðarinnar. Og eins og vjer ennfremur á jólunum seðjum líkama vorn með líkamlegu sælgæti eptir efnum, eins eigum vjer að halda jólahátíðina með því að fræða anda vorn og metta sálu vora. En fæðan til svölunar andanum og saðn- ingar sálunni er Guðs heilaga orð. Frásagan um fæðingu sveinsins í Betlehem, sem er á jólunum prjedikuð, sýnir oss hann sem Guðs son og frels- ara vorn. Hvernig skyldum vjer þá betur verja jólatím- anum á heimilum vorum, heldur en að fræðast í Guðs orði, lesa það og heyra sem optast í heimahúsum vorum, og í hinni sameiginlegu guðsþjónustu í kirkjunum, og þá sjerstaklega festa í hjörtum vorum allt, sem skráð er um hans blessuðu komu til vorrar syndugu jarðar. Muuum eptir, að saðning líkamans er til lítils nýt, ef sálin er hungruð, og kappkostum að jólahaldið verði oss einnig til andlegrar mettunar. A þennan hátt eigum vjer að halda jólin andlega í líkingu við það, hvernig vjer höldum þau líkamlega. Hreinsum heimilislif vort, kveikjum þar ljós kærleikans og eindrægninnar, rannsökum vora breytni og leitum sál- unum svölunar í Guðs orði. Þetta sje vort jólastarf, sem eflist og þróist á vorum eptirkomandi ólifuðu dögum. Að eins sem siðgóðir menn, upplýstir og fræddir af Guðs orði, getum vjer þakkað Guði fyrir fæðingu Jesú Krists, öðlast trúna á hann og verið rjett undirbúnir til að taka móti honum á hans fæðingardegi. Og að eins þá erum vjer einnig svo undirbúnir, að hann geti ásiðan tekið móti oss og gjört oss hluttakandi i hinni eilifu jóla- gleði. JÓN SVEINSSON. Barnasálmur um áramót. Faðir stunda, ára, alda, ungt og gamalt loíi þig, sem á liðnum æfiárum

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.