Kirkjublaðið - 24.12.1894, Qupperneq 11
231
ætíð verndað heflr migl
Lof og þökk jeg þjer vil syngja;
þú, sem elskar börnin góð,
kvakið mitt í hæðir heyrðu,
heyr mín auðmjúk bænarljóð.
Veit mjer styrk að stunda dyggðir,
styrk þú mig að lifa þjer
þetta ár og allar stundir,
enn sem náð þín lánar mjer;
náð hjá þjer og þekkni mönnum,
þekking skýra, hkams magn,
veit þú mjer, og veit eg megi
vinna þjóð og landi gagn.
Blessa föður minn og móður,
mínum kærum öllum hjá
ætíð vertu, Guð minn góður,
gættu þeirra, vernda þá;
virztu lýð og land að blessa,
leiða vilta á rjettan stig.
Faðir stunda, ára, alda,
ungt og gamalt lofi þig.
B. B.
-----sss-----
Jólasaga.
»8ælla er að get'a en þiggja«.
Sagan gjörist í smábæ einum erlendis og byrjar á
Þorláksmessu.
Lesandinn verður fyrst að koma með inn í snotra
stofu í húsi efnamanns, og þar sitja börnin hans þrjú,
tvær stúlkur og einn drengur. Eldri stúlkan heitir Elín,
hún er á 14. árinu, yngri stúlkan heitir Rósa, hún er á
12. árinu. Þær eiga mikið annríkt systurnar, eru báðar
eitthvað að gjöra í höndunum og hafa hálfopna skúffu
fyrir framan sig til þess að fela það i, ef einhver skyldi
koma í dyrnar, það eiga víst að vera jólagjafir, sem
enginn má sjá. Við borðendann situr Albert litli, hann