Kirkjublaðið - 24.12.1894, Qupperneq 12

Kirkjublaðið - 24.12.1894, Qupperneq 12
m er á 10. árinu, hann hefir ekkert fyrir stafni, annað en að hringla með leikfang fyrir framan sig, en hann er auðsjáanlega búinn að fá nóg af því, þvi að hann kastar því öllu frá sjer og segir við systur sínar: »A morgun koma jólin og þá fáum við ný gull«. Rósa litla leit upp frá vinnu sinni og tók undir við bróður sinn: »Já, við fáum ný gull á jólunum, og fallegustu gullin fáum við frá henni ömmu, það er allt gott sem hún amma gefur«. Börnin töluðu eitthvað meira um þetta og hvað þau hlökkuðu til jólanna. Þá heyrðist gengið um, og inn kom móðir þeirra með brjef í hendinni. »Það er frá henni ömmu ykkar«, sagði hún. »Lítið á hvað hún sendir ykkur«, og sýndi þeim í lófanum á sjer 3 gullpeninga. »Hún treystir sjer ekki að ganga sjálf í búðirnar núna, en sendir ykkur þetta til að kaupa ykkur eitthvað fallegt fyrir til jólanna, og þið megið ráða því sjálf, en annað kvöld kemur hún amma ykkar, og sjer hvað þið hafið keypt, og þið megið ekki kaupa neitt, sem henni geðjast ekki vel að«. Börnin rjeðu sjer ekki fyrir gleði, svona mikla pen- inga höfðu þau aldrei átt á æfi sinni; og mega svo sjálf kaupa fyrir allt þetta. Og þau fóru að bera sig saman um það, hvaða ósköp þau gætu keypt af barnagullum, nýjum brúðum og spilum og öllu mögulegu, sem þau þekktu. Lítilli stundu sfðar voru öll börnin lögð af stað inn í sjálfan kaupstaðinn skammt í frá, til að koma út pen- ingunum sfnum. Kennarakonan af heimilinu var með þeim, en þeim varð heldur en ekki töf að henni. Hún þurfti að koma við í húsi á leiðinni; þar bjó fátæk ekkja, sem hafði ofan af fyrir sjer með saumaskap, hún saumaði fyrir heimilið, og átti einhverju ólokið fyrir jólin. Stúlka fyrir innan fermingu, á aldur við Elínu, kom til dyra. Kennarakonan spurði, hvað kjólnum liði, og stúlkan hafði góð orð um, að koma með hann fyrir að- fangadagskvöldið, en bætti þvi við til atsökunar á drætt-

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.