Kirkjublaðið - 24.12.1894, Qupperneq 13

Kirkjublaðið - 24.12.1894, Qupperneq 13
233 inum, að mamma sín væri svo slæm af giktinni núna í hörkunum. Þegar kennarakonan heyrði það, vildi hún sjálf tala við ekkjuna, og gekk inn og börnin stóðu fyrir utan. »HIakkarðu ekki ósköp til jólanna, Asta?« sagði Rósa litla við heimastúlkuna. Það koin sorgarsvipur á Astu við þessa spurningu. »Það verða hált-daufleg jól hjá okkur núna«, sagði hún, »af því að hann bróðir minn getur ekki komizt lreim til að vera hjá okkur á jólunum, og henni mömmu þykir það svo leiðinlegt«. »En allir drengir fá þó að koma heim í jólafríinu«, sagði Rósa, og var óðamála. »Hann Páll bróðir minn kemur heim. Það er ekki fallegt af honum Friðrik bróður ykkar, að vilja ekki koma heim á jólunum«. »Það er ekki honum að kenna, Rósa, heldur af því, að hún mamma sjer engan veg til að borga 8 krónurnar, sem ferðin kostar. Þar sem hann Friðrik er, vinnur hann að eins fyrir fæði, en fær ekkert kaup«. Rósa fór að hugsa um 10 króna gullpeninginn sinn, og hún leit til systkina sinna. Ef þau vildu leggja öll saman, þá væri hægðarleikur að hjálpa Friðrik heim til mömmu sinnar, og samt væri nóg eptir til að kaupa fjrrir til jólanna. En það leit helzt út fyrir, að systkini hennar hefðu ekkert tekið eptir samtalinu, þau voru bæði að nöldra um, hvað kennarakonan væri lengi inni. Loksins kom hún, kvaddi Ástu og ráðgjörði, að koma við á heimleiðinni. Börnin voru Ijettfætt inn í kaupstaðinn, og allar jóla- búðirnar voru fullar af mestu gersemum fyrir fólk á þeirra reki. Albert eyddi öllum peningunum sínum í fyrstu búð- inni, Elínu entust þeir nokkuð betur, en þeir gengu samt von bráðar upp. Rósa keypti bara eitthvað smávegis fyrir nokkra aura í tveimur eða þremur búðum. »Hvaða ósköp kaupirðu lítið«, sagði kennarakonan víð Rósu. »Kannske þú viljir koma inn til bóksala, og fá þjer einhverja góða bók fyrir þína peninga?« »Nei, þakka yður fyrir«, svaraði Rósa, dálítið vand-

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.