Kirkjublaðið - 24.12.1894, Blaðsíða 16
236
Uppruni jólahátíðarinnar.
Jólahátíðin er yngst kristinna hátíða, ogþó gæti hún heitið móðir
þeirra allra. Það er l'yrst sjáanlegt um miðja 4. öld, að fæðingar-
hátíð frelsarans er haldin helg, og það á þeinfjdegi, sem nú eru
haldinjól, og jólahaldið á fyrst heimaí Kómaborg og breiðist útþaðan.
Menn hata leitað orsaka til þessa, og þá bent á hinar ólíku
lífsskoðanir Gyðinga og heiðingja. Heiðingjarnir leituðu allrar
farsældar þessa heims; i skuggaríkinu eptir dauðann var allt 'fúlt
og ömurlegt. Akkilles, Grikkjakappi, segir við Odýsseif í undir-
heimum, að heldur kjósi hann að vera kaupamaður hjá fátæklingi
uppi í sveit, við þrÖDgan kost, en að ríkja yíir öllum dauðu draug-
unum. Gyðingar festu aptur á móti, æ betur og betur, hugann
við sæluna annars heims, sem allra fyllst kom þó íram í sjáifum
kristindóminum. Sálmaskáldið í israei kemst svo að orði: »Vorir
ælidagar eru 70 ár og með sterki heilsu 80 ár, og það þeirra hið
kostulegasta er sorg og mæða, því þau líða skjótt og vjer erum á
fiugi« (Dav. s. 90, lOp Og Prjedikarinn bindur þessa lífsskoðun
þjóðarinnar í hin alkunnu orð: «Dauðadagurinn er betri en fæðing-
ardagurinn« (7, 1).
Ut frá slíkum lífsskoðunum var fæðingardagurinn minningar-
og gleðidagur hjá heiðingjum, en Gyðingar hirtu eigi um hann.
Vjer getum í þessu sambandi minnztþess, að sáeini af guðspjalla-
mönnunum, sem ekki var Gyðingaættar, guðspjallamaðurinn Lúk-
as, varð til þess að segja frá fæðingu írelsarans með töluverðri
nákvæmni.
Það er ekki ósennilegt, að þessi hugsunarháttur Gyðinga hali
mestu ráðið um það, að fæðingardags frelsarans var svo lítið
minnzt í hinni fyrstu kristni. Lpprisuhátiðin varð aðalhátíð hinn-
ar ofsóttu kristni. /i upprisu Krists byggðist trú og von hins ein-
staka og alls safnaðarins.
Það er fyrst þegar áhrif gyðingdómsins minnka í kristninni,
og í annan stað fer að sjá fram úr ofsóknunum, að farið er að
minnast fæðingardags frelsarans rækilegar. Vera má og að á-
herzla haíi verið lögð á fæðingardaginn gegn villukenningunni,
sem neitaði sannri hoidtekju Krists. Sagnir eru um það, að bisk-
upinn í Jerúsalem haíi leitað úrlausnar Júlíusar »páfa« í Bóm, um
miðbik 4 aldar, um það, hvaða dag f'relsarinn væri fæddur og haíi
Kómabiskup þá frætt hann og austurlenzku kirkjuna um hinn
rjetta dag. Areiðanlegast í þessu efni er kafli úr ræðu eptir
Krysostomus, sem hann hjelt í Antíokkíu á Sýrlandi 386, á jóla-
daginn, 25. desember, þar sem hann segir að ekki sjeu nema 10
ár síðan þessi fæðingardagur Krist varð kunnur þar austur frá, en
hann getur þess jafnframt, að hátíð þessi haíi lengi verið haldin
helg um Vesturlönd.
Jólahaldið hefir sennilega verið miklu eldra vesturfrá (sbr.
Jólabl. 1892, bls. 236), en eystra var fram að 400 Epífanías-há-
tíðin (Þrettándinn) fyrsta hátíð kirkjuársins og aðalhátíðin, í minn-
ingu um opinberun Krists, eða fyrstu f'ramkomu hans við skírn hans.
Sú hátíð var því miklu fremur skírnarhátíð frelsarans, en fæðingar-
hátíð, þótt sumir vildu get'a henni hina síðari merkingu.
Margir ætla að dagsetningin, eða að minnsa kosti valið á þessum
árstíma, standi í sambandi við heiðin hátiðahöld um áramótin. Etm
aðrir setja dagsetninguna í samband við eina hátið Gyðinga. Um það
og ýmsa jóiasiðu, sem sumir hverjir eiga efiaust heiðinn uppruna,
kann að verða rætt næsta ár.
RITSTJÓRI: ÞÓRHALLUR BJARNARSON.
Prentað 1 ísafoldar prentamiðju. Reykjavik. 1891.