Kirkjublaðið - 01.07.1895, Side 2

Kirkjublaðið - 01.07.1895, Side 2
114 „Kristindómurinn og vísindamennirnir“. Eptir Þorst. Gíslason. Háttvirti ritstj. Kirkjublaðsins! Jeg er yður þakklátur fyrir að þjer hafið boðið mjer rúra í blaði yðar til að svara grein sjera Jóhannesar L. L. Jóhannssonar, sera beint er að mjer í apríleintaki blaðs- ins. Er það alleinkennilegt eins og raargt annað á ís- landi, að málgagn klerkastjettarinnar skuli reynast írjáls- lyndasta blað landsins gagnvart skoðunura, er vikja frá hinni ríkjandi trú. En hvergi mun frjálslyndi klerkastjett- arinnar hafa spillt fyrir málefni ki’istindómsins; þar á móti er hitt víst, að ófrjálslyndi og einstrengirigsskapur klerkanna hefir víða erlendis, svo sem hjer í Danmörku, gjört marga honum fráhverfa. Reyndar er hvergi nærri mjer höggvið í grein sjera J., en henni er þó svo varið, að jeg kýs heldur að fara nokkrum orðum um einstöku atriði hennar. Til að geta verið stuttorður bið jeg góða menn, er þetta lesa, að hafa greinina við höndina tii 1- lits og samanburðar. Jeg hafði sagt að þeir, sem fyigdu heimspekisskoð- unum þeim, sem nú eru ríkjandi, gætu ekki aðhyllzt op- inberunartrú kristindómsins. Þetta tel jeg enn með öllu rjett. Þeir geta fylgt anda og kjarna kristindómsins og talið þetta hinar háleitustu kenningar, hina mestu lífs- speki og beztu mælisnúru fyrir breytni manna, og það gera inargir, en ekki allir. Þeir geta dáðst að framsetn- ingunni á þessum kenningum í ritningunni án þess að trúa að þar sje iýst sönnum viðburðum að því er opin- berunina snertir, Og þessu geta þeir meir að segja ekki játað, ef þeir vilja vera sjálfum sjer samkvæmir. En þetta er nú af þeirri ástæðu, að þeir skýra margt af því,. sem ritningin kallar ráðstatanir Drottins, en á annan hátt en þar er gert, því þar er skýringin grundvölluð á op- inberuninni. Jeg hefi lesið nokkrar þýðíngar af ritum H. Drummonds á íslenzku og dönsku, og víst er að hann trúir á anda og kjarna kristindómsins, en ekki hefi jeg rekið mig á sannanir fyrir því að hann játi þar fyrir op- inberunartrúnni, enda hika ekki frjálslyndustu klerkar á:

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.