Kirkjublaðið - 01.07.1895, Síða 6
118
optir. Sjera J. lýsir þetta ósannindi og sannar sitt mál
með því, að kristindómurinn hafi stutt þetta fyrir mörg-
um öldum. Þessu hefi jeg aldrej neitað; hjer villist sjera
J. á nútíð og þátið og hefði slíkt ekki átt að henda jafn-
mikinn málfræðing. En alkunna er það, að kristindóm-
urinn berst núna cngan veginn fyrir málefni þeirra, er
iægri hlut bera í lífsbaráttunni, eins og hann áður gerði.
Hann kennir reyndar enn sem fyr, að þolinmæðin sje
fögur dyggð, cn menn þykjast ekki geta lifað á henni
einni nú á dögum. Það má miklu fremur segja, eptir
því sem málið horfir við víða í útlöndum að minnsta
kosti, að hann berjist móti málefni þeirra, og er mjög
liklegt að þar eigi það rót sína, að lninn missir nú mjög
yfirráð yflr fjöldanum,
Það sem sjera J. segir um ungbarnaskírn og arfgenga
sjúkdóma sýnist mjcr ekki vera annað en hálfklaufaleg-
ur útúrsnúningur og nenni jog ekki að eyða orðura um
það. En það veit hann vel, að haggað er við ýmsum
trúarkenningum barnalærdómsins, ekki að eins eptir ferm-
inguna, heldur þegar í barnaskólunum undir eins og
börnunum er fengið, þó ekki sje neraa ófullkomnustu á-
gripin af iandafræðinni og mannkynssögunni, hvað þá
heldur seinna. Að neita slíku er jafn þýðingarlaust og
það væri, ef annarhvor okkar hjeldi því fram, að hann
hefði aldrei þreifað á tánum á sjálfum sjer. Trúleysis-
kenningar, sje það orð tekið í almennum skilningi, eru
ekki einasta fluttar við Hafnarháskóla, heldur og við
alla skóla þar sem heimspeki er kennd, ef þeir á annað
borð fylgjast með tímanum. Sjcra J. kveðst geta sann-
fært mig urn, að kirkjan standi meðan lieimurinn stendur.
IJvort honum tekst þetta gæti verið efamál, af því að það
er undir okkur báðum komið. Það er ekki nóg að kirkj-
an hafi fyrir markrnið fullkornnun mannlífsins, ef hún t.
d. hjeldi i austur til að ná því r stað þess að balda í
vestur, og það er þetta, scm okkur mun ekki koma sam-
an um. Það er gömul mótbára móti vantrúnni, að sam-
kvæmt henni »endi lífið í döpru tilveruleysi«. Þctta ættu
trúmennirnir fyrst að koma fram með, þegar þeír hafa
gagt heivjti lausu, Meðan sú jörð er jafn vel isetin og