Kirkjublaðið - 01.07.1895, Page 12

Kirkjublaðið - 01.07.1895, Page 12
124 lenzka kirkjan, eins og aðrir góðir hlutir, þríflst bozt við frelsið, þar sera aptur ánauðin drepur alla dáð. Fríkirkj- ur erlendis styrkja oss einnig í þessari trú á sigri hins góða. Það er vegur til, án algjörðs skilnaðar, að skipa svo raeð lögura sarabandinu milli ríkis og kirkju, að bæði megi vel við una, að rainnsta kosti i bráðina, og í þá átt gengur frumvarp sjera Þórarins »Um skipulag og stjórn andlegra raála hinnar íslenzku þjóðkirkju«, er var fyrir þinginu í hittiðfyrra. Næði það samþykki, væri kirkj- an raeð því búin að fá umráð sinna eigin innri mála, en ríkið hefði þá fjárráðin og umráð hinna ytri mála, svo að þá væri minni þörf fyrir þau að segja í sundur með sjer. Þannig er skipulag prótestönsku kirkjunnar á Þýzka- landi. En fái kirkjan ekki þetta frelsi, hið allra bráðasta, hlýtur hún að krefjast aðskilnaðarins, því uraráð innri raálanna er lffsskilyrði fyrir kirkjuna. Einnig má setja þau lög, er gefl þeim, sem standa vilja fyrir utan allan kirkjufjelagsskap, meiri rjett, og að því stefnir frumvarp Skúla sýslumanns á siðasta þingi »Ura gjaldfrelsi utan- þjóðkirkjumanna, sem í engu kirkjufjelagi eru«. Hvort- tveggja þetta er eptir minni hyggju æskilegur undanfari hins algjörða skilnaðar, sem er takmarkið, er vjer verð- um að stefna að, en sem bezt er að komist á smásam- an með hægð. Þegar utn stórkostlegar breytingar er að ræða, er áríðandi að flana að engu, heldur hugsa allt og gjöra með gætni, því annars er hætt við að ávextirnir verði eigi svo góðir sem verða mætti. Það má hvorki gleyma sögulegri viðburðarás iiðinnar tfðar nje lítilsvirða hið raunverulega fjelagsástand yfirstandandi tíðar. Kirkjufjelagið hjer á jörðu mun jafnan bera með sjer hin vanalegu einkenni mannlegra verka og stofnana, i því að verða að ýmsu ófullkomið og standa sífellt til bóta. Einnig frikirkjan hefir sína galla, en þeir eru færri en í rikiskirkjunum, einkum nú þegar hin æðsta kirkju- stjórn er hætt að vera kirkjuleg og stendur þannig í mót- sögn við eðli kirkjunnar. Orðugleikarnir við að koma á fríkirkju eru margir, sjerstaklega í þeim löndum, þar sem ein viss kirkja er í reyndinnj eingöngu drottnandj

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.