Kirkjublaðið - 01.07.1895, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.07.1895, Blaðsíða 14
126 lifir hún ttlahn sínn; kjördóttir þeirra er Ragnheiður, bróð- urdóttir frú Ástríðar, gipt landritara Hannesi Hafstein. Æfistarf Sigurðar heitins var kennslan við presta- skólann, var hann einkar skyldurækinn við það starf, Ijós og lipur, mildur og mannúðlegur. Hann var íróður maður, einkanlega í sögu, kirkjulegri og veraldlegri, og var það hans mesta jmdi að ræða um þau efni. Hann var hið mesta ijúfmenni í aliri kynningu, hógvær og friðsamur, einlægur og fastur við sína trúarsannfæring, en jafnframt umburðarlyudur við aðra. Lærisveinar hans eldri og yngri minntust þakklátlega starfa hans með legatstofnuuinni, sem áður hefir verið getið í Kbl. Nokk- ur ritstörf ljggja eptir hann og er helzta ritið »Saman- burður á ágreiningslærdömum katólsku og prótestantisku kirkjunnar«, sem kom út 1859. Hann andaðist 20. maf, á 76. aldursári, eptir þunga og langa banalegu. f Sjera Tómás Þorsteinsson. Sjera Tómás heitinn, sem lengst var kenndur við Brúarland, andaðist á Oddeyri 24. apríl, á 81. aldursári, fæddur 7. desember 1814 í Eyvindarholti undir Eyjafjöll- um. Hann fjekk lausn frá prestskap fyrir 8 árum síðan. Sjera Tómás kom í Bessastaðaskóla 1834 og var útskrif- aður þaðan 1841, tveim áruin síðan vigðist hann, sem aðstoðarprestur, og 1848 fjekk hann Hofsþing í Skaga- firði og var þar í full 30 ár og bjó á Brúarlandi, 1880 fjekk hann Reynistaðarkiaustur og sagði því lausu fyrir sakir ellihnignunar 1887. Eitt barna hans er Lárus bóksali á Seyðisfirði. »Sjera Tómás var hóglyndur niaður, háttprúður og vel þokkaður«. „Sannleikur kristindómsins“. Ti úvarnarritgjörðir eru fáar til á voru máli og verð- ur efiaust þessari vei tekið, sem sjera Helgi heitinn Hálf- dánarson hefir látið eptir sig og sonur hans, prestaskóla-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.