Kirkjublaðið - 01.07.1895, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.07.1895, Blaðsíða 15
127 kennari sjeka Jón Helgason, hefir fyrir skeíhhistil gef- ið út. Til þess að vekja eptirtekt á þessu riti og sýna raönnum innihald þess fer hjer á eptir niðurlag for- málans. »Kristindómurinn er að grundvellinum til heilög saga, saga um hinn eilífa Guðs son, er gjörðist maður, kenndi raönnunum og gjörði kraptaverk, lifði, var píndur og deyddur og uppreis frá dauðum, syndugum sálum til andlegs og eilífs hjálpræðis. Mótstöðumenn kristindóms- ins á nýjustu tíraura hafa sjeð það rjett, að yrði þessum grundvelli hrundið, þá lilyti hið mikla musteri, kirkja Krists, að falla. Þess vegna hafa þeir einkum reynt að kippa þessum grundvelli burt; það er að skilja, þeir hafa einkum róðizt á söguna um lff Krists á jörðinni og reynt til að hrekja hana og telja öðrum trú um, að hún sje ó- sönn. Þeir, er verja vilja hið helga musteri kristindóms- ins eða rjettara sagt: þeir, er verja vilja trú sína á. hinn holdi klædda, krossfesta og upprisua Guðs son, þurfa því einkum að búa sig út, til að geta varið þennan grund- völl kristindómsins, söguna helgu um Jesúm Krist. Til þess að geta, það, til þess að geta orðið vissir um sann- leik kristindómsins, þurfum vjer ferfalda vissu: !• Vissu fyi'ir því, að Jesús hafi verið til. 2. Vissu fyrir því, að guðspöllin sjeu eignuð rjett- um höfundum. 3. Vissu fyrir sannsögli postula Jesú og 4. Vissu fjmir sannsögli Jesú. Hjer verður reynt að sýna, að full og óræk vissa sje fyrir öllu þessu«. Gjafir til 2 kirkna. !• Kirkjunni hjer á Sauðárkiók hefur ekkjufrú Ernilía Popp í Kaupmannahöfn gefið nijög íagra altaiistöflu, málaða af Anker Lund. Hafa engir hjer sjeð innanlands jafn prýðilega altaristöffu, «nda kostaði hún hjer um bil 600 kr. Myndin sýnir lœrisveinana ... Kmaus, ogámilli þeirra frelsarann, sem slegizt helur í or með þeim. Blíðan skín út úr Jesú myndinni; hann bendir hægii euc í til himins, en lærisveinarnir mæna upp til hans, athugulir

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.