Kirkjublaðið - 02.03.1896, Page 5

Kirkjublaðið - 02.03.1896, Page 5
68 Ekki veit jeg hvað margar spurningar jeg hefl fengið úr öllum áttum um Hjálpræðisherinn, svipaðar og hjer eru greindar; það er því ekkert vafamál, að marga fýsir að heyra um hann, meira en kviksögurnar brjeflegar og munnlegar, sem eðlilega breiðast út um allt landið, að slepptum blöðunum hjerna í kaupstaðnum, þar sem svo mikið er talað um hann, illt og gott. Sömu gagnstæðu dómarnir eru um herinn í öllum löndum. Jeg hefi ný-lesið tvo slika. Kirkjusögu-höfundurinn sænski, Cornelius biskup, segir i hinni stóru kirkjusögu sinni1: »Álit hersiris fer hnignandi. Ræður þar mestu, að það kemur æ betur og betur á daginn, að í hjálpræðis- starfi hersins eru það aurarnir, sem bardaginn stendur um. Herneskju-bragurinn er hjer á öllu, herkostnaðurinn verður að greiðast af hinu hertekna landi og hann er hafður saman með blaðasölu, inngangseyri og samskotum við samkomurnar, sjálfsafneitunarvikum2, o. sv. frv. . , . Þetta er andlegt »humbug«. . . . Nýr páfadómur í hinum prótestantíska heimi .... Augu hinna tældu hljóta að opnast o. sv. frv.«. Frá gagnstæðri hlið mætti vitna til orða margra á- gætismanna enskra, og skal hjer að eins hermt niðurlagið á einkar fróðlegri grein síðastliðið ár i hinu góðtræga riti Review of the churches, þar sem ritstjórinn rev. dr. Lunn heflr á undan sagt frá samtali sfnu við general Booth á samleið þeirra yfir Atlantshafið: »Tíminn og sagan eru ein um það, hvort Hjálpræðis- herinn missir mátt sinn, er hin styrka hönd generalsins heldur eigi lengur um stjórnartaumana. En víst er um það, að sem stendur eru innan vjebanda hersins heima og erlendis hinar heitustu og hreinustu sálir í kærleiks- þjónustu fyrir mennina. Fórnar-andinn hjá háum og lág- um í hernum minnir á hina sannheilögustu menn krist- 1) Hin minni kirkfusaga höf. er sem stendur að nokkru leyti lögð til grundvallar við kennsluna á prestaskólanum. 2) T. d. að neita sjer um kafíi eina viku og meta til aura sparnaðinn og leggja í guðskistuna.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.