Kirkjublaðið - 02.03.1896, Síða 11

Kirkjublaðið - 02.03.1896, Síða 11
60 Þetta er eigi nema byrjun, enda hafa þessir menn ekki úr svo miklu að spila. Það var svo átakanlegt þetta, að fátæku hjónin vildu varla þiggja hjálp af þess- um fátæklingum. Ferðakostnaður þeirra er goldinn af hernum erlendis, sömuleiðis eitthvað af húsverði og í- gangsklæði þeirra. Islendingar hafa þá fætt þá undan- farið, skulum vjer segja. Dálítið vinna þeir sjer inn, líklega eins mikið og þeir þykjast mega missa af tfma frá eiginlegum störfum sínum, svo gengur töluverður tfmi til guðræknisiðkana þeirra, útgáfu blaðsins, skýrsluskripta um »hernaðinn« o. s. frv. Látum það nú figgja á milli hluta, jeg gjöri hvorki að lasta það nje lofa, en þykist skilja að þetta háttalag þeirra sje eptir þeirra sögu og uppeldi undirstaðan og skilyrðið fyrir lfknarstarflnu. Til líknarstarfs- ins verður samt sem áður töluverður tírni afgangs, til húsvitjana og heimavinnu við gjafirnar. Verðskulda þeir nú fæði sitt fyrir það, tæpar 2 krónur á mann um vikuna? Um það er spurningin. — Jeg geng út frá hinu sem gefnu, að enginn amist við því, að fje sjelagt þeim til að gefast aptur fátækum. — Vill höfuðstað- ur landsins leggja af mörkum 8-1200 kr. á ári, auð- vitað allt af frjálsum gjöfum, til að fæða og klæða 4 — 6 manns, sem verja hálfum tíma sínum — segjum ekki meira — til að ganga um meðal fátækra og sjúkra og vinna þeim til liknar á likan hátt og hjer er lýst að framan? Um kaup eða laun er alls eigi að ræða. Það þarf almenningur að skilja, jafnt æðri sem lægri, að góðar eru aura- og matargjafir til bágstaddra, hvaðan sem þær koma, en allra beztar eru þó gjafir hvers og eins af sjálfum sjer, samkenningargjöf hjartans, hluttakan, viðmótið og orðið, lyptingin til hressingar og hagsbótar. Þar dugar ekkert nema persónulegu af- skiptin. Hver getur sagt — svo að þetta sje tekið alveg reikningslega — hverju það kann að nema í aurum, ein- mitt í peningum, sem allt af er verið að klifa á, sem þessir menn, fóstraðir af þeim öðlingi aldarinnar, sem kærleikur Krists hefir heitast brennt, kunna að gefa voru fjelagi með hressing og glaðning og glæðing sjálfsvirðing- ar og vonar. Og þá er eigi að gleyma hreinlætinu. Það

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.