Kirkjublaðið - 02.03.1896, Síða 13

Kirkjublaðið - 02.03.1896, Síða 13
61 íiú er hafið hjer í bænum. Það er einn vegur að stökkva hernum burtu, og þann veg aðhyllist jeg gjarna, nefnilega, að gjöra herinn óþarfan hjer með því, að vorir eigin menn, konur sem karlar, vilji miðla hinum vesælu og smáu af tíma sínum, þekkingu og iífsreynslu, samfara líknandi hjálpsemi. Hjer í bæ eru mikil brjóstgæði, hjer eru ekki svo fáir, sem hafa nóg að lifa af, en fremur lítið að iifa fyrir, vilja þær og þeir, sem svo stendur á fyrir, taka upp líknarverk hersins, ekki með því ein- göngu að senda mat og aura, heldur með því, að taka á sig þá sjálfsafneitun, að bera að böli fátæktarinnar, nektarinnar, óhollrfustunnar, óþrifanna sina eigin hönd, hvað fin sem húu kann að vera, liknandi og lyptandi? Vilja síðan máttarmenn bæjarins, sem eðlilega hafa sjálf- ir minnstan tíma til sliks, styrkja slíka viðleitni, ef hún fæðist, svo drengilega, að herinn þrífist hjer ekki? Það fer úr þessu að verða tímabært, að tala á voru landi um hið kvennlega liknarstarf hinna evangelisku safnaða í ýmsum löndum. Það væri meinlaust að sjá að minnsta kosti eitthvað um það á prenti, áður en katólsk- ar nunnur fara að sýna oss það i verkinu næsta vetur. Hjer er svo gjörsamlega óruddur akur í þeim efnum, þó að vjer sjeum alltaf að biðja: Tilkomi þitt riki! Ræður sjera Páls heitins. »ÞaS er sorglegt teikn tímanna, ræðurnar hans sjera Páls heitins Sigurðssonar, og æskilegt að það teikn hefði aldrei sjezt á himni vorra fslenzku, kirkjulegu bókmennta«. Þetta segir sjera Fr. Bergmann í »Aldamótum« (V. árg.) og þetta bergmálar sjera Jóu Helgason í »ísafold« (23. nóv. 1895). Og sjera J. H. bætir því við, að það megi fullyrða, að alfur þorri íslenzkra presta sje þessarar skoðunar, en það muni hafa hindrað margan manninn frá að ráðast á prjedikanirnar opinberlega, að hjer sje að ræða um verk látins manns, sem ekki geti borið hönd fyrir höfuð sjer, þegar á hanu sje ráðizt. Jeg get ekki orða bundizt, þegar jeg les þessa gífuryrtu áfellis* dóma yfir hinum ágætu prjedikunum hins framliðna merkismanns. Jeg mótmæli því fastlega, að bókin eigi þá skilið; hún er þvert á

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.