Kirkjublaðið - 02.09.1896, Síða 2

Kirkjublaðið - 02.09.1896, Síða 2
162 Guð, minn lierra, hjálpa, síkna, holdi klæddist þú, að líkna synda þræl í dauðans dal! Heimi bauðstu hjálp svo ríka; hann ei þekktist blessun slíka; Jesú veröld varð svo reið, að í krossins kvöl hann leiddi, krýndan þyrnum hæddan deyddi. Þögull allt sem lamb hann leið. Dauðans mætti’ hans miskunn steypti, mannkyn allt úr fjötrum keypti, mót sem gjald sitt blóð hann bauð. Upp, mitt hjarta, efinn víki! eg á hlutdeild Guðs i ríki! Guð minn lífsins gaf mjer brauð. Hvar er, gröf, þinn heljarsigur? Helvíti, hvar er þín vigur ? Ei jeg lengur óttast þig ! Jesús sigur hefir hlotið, hlið þín lamað, geisla skotið inn á dauðans dimma stig! Páskamorgun klettinn klauf hann, kumblið svarta grafar rauf hann, þótt þar hjeldi vantrú vörð ! Syndaþrælar lostnir lágu, Ijós hans dýrðar að eins sáu vinir hans og hólpin hjörð. Enn i dag þótt aldir rynni ei er förlað miskunn þinni, enn þú lætur oss þig sjá, sem þig elskum, trúum, tignum, treystum, lofum, dýrkum, signum; þú oss, Drottinn, dvelur hjá.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.