Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 3
163 Lát mig þcirra’ í tölu teljast, trausti þínu sem í dveljast, Jesús, bezti Jesús minn! Þá mín vonin styrk mun standa, stormar ei nje dauði granda; jeg er lífs og liðinn þinn! Fr. Friðriksson. Kaflar úr kirkjuvígsluræðu. Eptir sjera Jón prót'ast Sveinsson á Akranesi. Texti'. Þú, ó Guð, átt sTcilið trúnaðartrast og lofsöng á Síon, þjer sTculu heitin greiðast. ... A þessari ánægju og lofgjörðarstund til Drott- ins, snýr hugur vor einnig til hins ókoma tíma. Með hrærðum hjörtum könnumst vjer við, að Guð hafi upp- fyllt vilja vorn hvað þetta hús snertir, hvert er þá ekki heilög skylda, að vjer setjum oss fyrir sjónir, hver sje vilji hans og krafa til vor, sem eignazt höfum þetta hús. Þótt eðlilegt sje, að gleði og löfgjörðartilfinningar búi í brjóstum yðar, kæri söfnuður, á þessari stundu, þá er þess að gæta, að ofmikið má ekki gjöra úr nokkrum ytri hlut, sem kristindómslífi voru heyrir til, ekki skoða guðs-húsin, hve sómasamleg sem þau eru, sem aðalmark kristindómsins. Þau eru að sönnu mikiivægt meðal tii að varðveita og efla kristindóminn og til að framkvæma í liinar helgu athafnir hans. Að því leyti eru kirkjurnar guðleg stofnun í kristninni, er hafa fylgt henni frá fyrstu öldum hennar, og hver söfnuður hefir átt Guði að þakka. Samt eru þær að eins meðal og sjest það bezí þegar til- gangur þeirra er íhugaður. Þær eru samkomustaður safnaðanna, þar sem fyrir orð Guðs og anda á að vekja og glæða hið innra kristilega líf, kristindómslífið í hjart- anu, og koma sálar og trúarlífi mannsins í samfjelag við Drottin, við frelsara og konung kirkjunnar Jesúm Krist. I þessum tilgangi er þetta sem önnur guðshús reist. Þegar vjer íhugum þennan tilgang hins nýja guðshúss meðal vor í ókominni tíð, þegar sú hugsun

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.