Kirkjublaðið - 02.09.1896, Síða 4

Kirkjublaðið - 02.09.1896, Síða 4
164 sameinast þeirri lofgjörð, sem nú býr í hjörtum vorum til Drottins fyrir að hafa uppfyllt ósk vora með þetta hús, þá er vart hugsandi annað en vjer finnum til, að með þessari velgjörð Guðs er oss öllum vaxinn vandi og að þessari nýju gjöf Guðs fylgir ný ábyrgð. I hjarta voru á sú hugsun að vera djúpt falin, að þó vjer höfum áunn- ið oss mannlegt hrós með því musteri sem vjer höfum reist, þá er það einskisvirði, ef vjer ekki í framtíðinni vinnum oss jafnframt með því velþóknun og hrós fyrir Guði. Það væri fánýt hjegómadýrð af oss fátækum og smáum, ef tilgangurinn með að reisa þetta hús hefði verið nokkur annar en efling guðsríkis meðal vor. Ekki væri heldur þakklæti vort við Guð einlægt og satt við þetta tækifæri, ef það ekki helgaðist af því áformi, að nota nú dyggilega framvegis þetta guðs-hús í þeim til- gangi sem Drottinn ætlast til að það hafi verið reist. Þegar Davíð sagði: »Þú, ó Guð, átt skilið trúnaðartraust og lofgjörð á Síon«, þá bætti hann þessu við: »Þjer skulu heitin greiðast«. Já, þjer Drottinn skulum vjer greiða heit af hreinu hjarta þegar vjer höfum eignazt þetta nýja musteri meðal vor. Við þessa hugsun skulum vjer festa hugann og hugleiða: hver heit vjer eigum að greiða á þessari hátíðlegu vigslustund þessa nýja guðshúss. Hið fyrsta heit sem vjer viljura greiða Guði er að færa oss nú rækilega þetta guðs-hús til sáluhjálparnota. I því liggur fyrst og fremst að sækja það með kost- gæfni; án þess getur það ekki komið oss að nckkrum notum. Til þess höfum vjer nú fremur en áður margar ytri hvatir. Guðshús vort er nú komið og uppbyggt á þeim stað, sem það þykir haganlegast sett; húsið sjálft er aðlaðandi og ánægjulegt. Hjeðan af höfum vjer kirkju vora fyrir augum mitt á meðal vor. Ilún gnæf- ir móti oss þegar vjer fyrst komum út fyrir íbúðarhús vor á morgnana og eins þegar vjer síðast göngum til svefns á kvöldin. Hún minnir oss allan daginn þegar vjer lftum til hennar á vorar kristilegu safnaðarskyldur. I hinu margbreytta daglega lífi, sem á svo margan hátt dregur hug vorn og hjarta til sín, minnir hún oss á hið eina nauðsynlega, og á umhyggjuna fyrir sál vorri mitt

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.