Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 8
168 Kristniboðið. Eptir sjera Jóhannes L. L. Jóhannsson. (Niðurl.) Þótt undarlegt sje, þá eru sumir menn í liinum gamal- kristnu löndum óvinveittir kristniboðinu meðal heiðinna þjóða. Enskur höfðingi sagði einu sinni í lávarðadeild parlamentsins að kristni- boðið væri »jötunvaxinn óframkvæmanleiki og óheillaríkt heimsku- fyrirtæki«, og aðrir sem eigi eru síður veraldloga sinnaðir hafa kvartað undan því, að það kostaði um 3000 kr. að snúa einum heiðingja til kristni. En þess ber að gæta að kristniboðiö er oss lagt á hjarta sem sjálfsögð skylda eptir síðasta boði Krists sjálfs, áður en hann yfirgaf þessa jörð, úr þeim orðum má ekkert draga; og svo er það sem fer í þennan kostnað að eins er svarar x/g0o parti af þjóðtekjum Englendinga; þessi upphæð er líka margfallt minni, en það fje, sem almennt er eytt í tóbalc og áfenga drykki. 011 þessi skoðun á kristniboöinu er þar að auki fjarska ranglát, mjög óguðleg og alveg hugsunarlaus, sem sýna má á marga vegu. Yerið getur að verk Ouðs í andans, svo sem í náttúrunnar heimi, fari opt hægt. Vatnsflóð, eldgos og aSrar stórbyltingar hafa átt minni þátt í aS mynda jarðlögin, en hinn hægláti leirframburð- ur ánna, vinna litlu marbendildýranna og annara sroákvikinda er vjer tökum ekkert eptir. Þannig er einnig vöxtur kirkjunnar. Vjer höfum feykimikið verk að vinna, þar sem allir kristnir menn eru um 350 miljónir, en heiðingjainir nálægt 1000 miljónir og MúhameSsmenn og OySingar kringum 160 miljónir. Nú hafa mót- mælendur eitthvaö 3 þúsund tiúboða út um löndin og þessir menn eiga aS prjedika fyrir hinum áðurtalda aragrúa á fleiri hundruS tungumálum, 3 menn á hverja 1 miljón manna. Setjum svo að Danaríki með sínum 2 miljónum væri alheiðiS og einir 6 menn út- lendir og tíðum fyrirlitnir ætti að kristna þaS og auðvitaö fyrst læra tungu innbúanna. Myndi það eigi vera heimskulegt aS halda aS þeir gæti gjört þaS á augabragði 1 En einmitt fyrsta yfirlit mun sýna, hversu mikið hefir. verið unnið, þrátt fyrir örðugleikana. Það er opt álitið að framför krist- indómsins nú á dögum sje nálega engin í samanburði við hina fljótu útbreiðslu hans á postulatímanum, en sú skoSun er rammskökk. ÁriS 1890 skírðu trúboðar ensku hákirkjunnar einir 10,490 fullorðna menn. Getur þá nokkur ímyndaS sjer, að postularnir allir til samans hafi skírt svona marga? ÞaS getur víst enginn. Á miðöldunum virðist stundum sem kristniboðiö hafi gengið fljótt fram í einstöku löndum, en það er aðgætandi, að þegar stjórnend- ur landanna þá voru komnir inn í hinn fámenna flokk nýumventra

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.