Kirkjublaðið - 01.11.1896, Qupperneq 11

Kirkjublaðið - 01.11.1896, Qupperneq 11
203 sama árið (1530), að þeir verði af öllum mætti að vaka yfir því og verjast því, að hin kirkjulega og pólitíska stjórn, sem að eðli sínu sjeu svo að greindar og gagn- stæðar, grautist nu aptur saman. I kjörfurstadæminu saxneska, sem eðlilega verður fyrirmyndarlandið, skipaðist kirkiustjórnin undir lands- drottni með þeim hætti, að árin 1527—28 fór fram kirkju- vísitazía um landið, sem kunn er af siðbótarsögunni, voru þeir Lúter og Melankton í skoðunarnefndinni, eptir þá skoðun skipaði kjörfurstinn súperintendenta yfir hjeruðin til að hafa gætur á kenningu, embættisrekstri og hegðun prestanna, þeir koma í stað biskupanna í kat- ólskum sið, og hefir það nafn haldizt í lúterskum lönd- um Þýzkalands, og er eiginlega embættisnafn biskupanna í Danaveldi,1 aptur munu Svíar aldrei hafa sleppt biskups- nafninu. Þessi vísitazía í kjörfurstadæminu tók sig svo upp aptur í viðlögum, og náði þá einnig til súperinten- dentanna, kirkjuskoðunarmennirnir voru einnig yflr þá skipaðir, og svo fór að úr skoðuninni varð standandi nefnd, sem kirkjnstjórnarráð við hlið landsdrottins og fjekk nafnið konsistóríum. Skipa þá nefnd eða það»ráð« jafnan guðfræðingar (biskupar, háskólakennarar) og lög- fræðingar. Þetta er fyrirkomulagið þann dag í dag í lúterskum löndum Þýzkalands, nema hvað í hinum stærri ríkjum hafa menn bæði undirkonsistóría í hverjum lands- hluta, og svo eitt yfirkonsistóríum fyrir allt ríkið. Með þessu fyrirkomulagi er reynt að halda í hugsjón siðbót- arinnnar að blanda eigi saman andlegu og veraldlegu valdi, sem vitanlega tekst eigi og allra sízt síðan þing- bundin stjórn komst á í lönduuum, þar sem yfirkirkju- ráðið víðast er skipað af kirkju og kennslumálaráðgjaf- anum og lýtur honum, en hann aptur háður þinginu. Þenna sögulega aðdraganda hefi jeg rakið til þess að lesendurnir viti betur eptir en áður, hvað skilst við »yflrkirkjuráðið« (yflrirkonsistóríum), sem hjer ræðir um 1 Á þessari öld hefir á Prússlandi verið tekið upp biskups- nafnið í viðurkenningar og heiðursskyni við einstaka ágæta kenni- rnenn líkt og Grundtvig gamli hlaut biskupsnafn. þótt aldrei hefði hann embættið og Arni Helgason hjer hjá oss.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.