Alþýðublaðið - 27.09.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.09.1960, Blaðsíða 3
New York, 26, september. (NTB). DAG Hammarskjöld, fi’am kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna tók óvænt til máls, er fundur var settur á Allsherjar- þinginu í moi’gun. Svaraði hann þar skelegglega ásökunum Krústjovs og aðdróttunum kommúnista um að hann hafi heitt hlutdrægni í starfi, einkum varðandi Kongómálið. Sömuleiðis varði hann aðgerð- ir Sameinuðu þjóðanna í Kongó og kvaðst heldur segia af sér starfi en fallast á nokkra mála- miðlun. Hammarskjöld tók strax til máls eftir að fundur var sett- ur, kom það öllum fulltrúum mjög á óvart. Hann byrjaði á j því, að lýsa yfir, að árásunum á sig væri ekki beint gegn sér einum heldur raunverulega gegn samtökum Sameinuðu þjóðanna í heild. „Það er verið að ráðast á samtökin og þau lögmál, sem liggja til grundvallar. Stund- um gæti manni dottið í hug, að Kongómálið sé eingöngu í höndum framkvæmdastjór- ans, skilið frá Sameinuðu þjóðunum. Nei, herrar mín- ir“, sagði Hammarskjöld. — „Þetta er ykkar mál. 14. júlí síðastliðinn var framkvæmda- stjóranum veitt umboð til þess að annast málið og síðar hefur þetta umboð verið fram- lengt af Allsherjarþinginu og j;Öryggisráðinu“. Hammarskjöld kvaðst þakk látur fyrir jákvæða aðstoð og ráðleggingar, en hann sagðist verða að fara eftir eigin sann- færingu þegar á það brysti. Þessum orðum Hammar- skjölds var tekið með mikl- um fagnaðarlátum af yfir- gnæfandi meirihluta fulltrú- anna, en Krústiov sat gneyp- ur og Gromyko brosti vand- ræðalega. Hammarskjöld sagði enn- fremur, að ekki væri nema vika liðin síðan Allsherjar- þingið tók afstöðu til Kongó- málsins, eftir að allar stað- staðreyndir málsins hefðu ver- ið lagðar fram. „Þegar málum er þann veg háttað, þá vaknar sú spurning, hversvegna eigi nú að leggja fram hinar sömu staðreyndir og ræða þær á þing- inu. .5 Hammarskjöld svarar Krústjov Hnefa- kveðjan Síðan Krústjov kom vestur um haf, hefur hann efnt til hvers blaðamanna- fundarins á fætur öðrum. Auk þess hefur hann hald- ið óboðaða blaðamanna- fundi, eins og þegar hon- um skaut upp á svölum rússneska sendiráðsins síðastliðinn miðvikudag og þrumaði þar yfir frétta- mönnum og fótgangandi. Myndin er tekin við það tækifæri Fáeinum stund um seinna endurtók Krúst jov syninguna. HHtmmWWIMmHIMHW Það var í fullu samræmi við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, að hafizt var handa í Kongó. Það er einnig í þágu samtak- anna, að gæta grundvallarlaga þeirra nú“. Ef starf fram- kvæmdarstjórans verður til þess að ýmsar ríkisstjórnir verða óánægðar með starf hans þá kvaðst hann heldur vilja að embættið verði lagt niður en fallast á málamiðlunarlausnir á hinum aðkallandi vandamál- um. „Á hverjum degi verður framkvæmdarstjórinn að taka ýmsar mikilvægar ákvarðanir, sem áhrif hafa á framtíðina. — Fyrir viku síðan fól Allsherjar- þingið framkvæmdarstjóran- um að taka ákvarðanir í Kongó upp á eigin spýtur. Ekkert ríki greiddi atkvæði gegn því. Alls- herjarþingið á að ákveða hvað gert er“, sagði Hammarskjöld að lokum. Hammarskjöld nefndi ekki Krústjov á nafn í ræðu sinni, en hún fjallaði ekki um ann- að en hinar ofsalegu árásir sovétleiðtogans á framkvæmd arstjórann. Hann minntist heldur ekki á þá tillögu Krútsjovs, að leggja niður embætti framkvæmdarstjóra en stofna þess í stað þriggja manna framkvæmdaráð, þar sem allir hefðu neitunarvald, en það er einróma álit meiri- hluta fulltrúanna, að slíkt mundi gera samtökin óstarf- f li ogumann ansa á víxi New York. NÆST á eftir Hammarskjöld tók til máls Novotny, forseti Tékkóslóvakíu. Hann var sam- mála Krústjov. Þriðji ræðumaður fundarins var John Diefenbaker, forsæt- isráðherra Kanada. Hann and- mælti kröftuglega þeim tillögum Krústjovs um breyt- ingar á skipan Sameinuðu þjóðanna, og sagði, að þær miðuðu að því, að gei’a sam- tökin að tannlausri og veikri stofnun. „Ég mótmæli líka hin- um óréttlátu og hömlulausu á- rásum á Dag Hammarskjöld“, sagði Diefenbaker. Forsætisráðherrann sagði, að ræða Krústjovs hefði verið „geysilegt áróðursdrama, fullt af fölsunum og megintilgang- urinn hefði verið að gera sam- tök Sameinuðu þjóðanna að bitbeini í kalda stríðinu. Ef far- ið verður að tillögum Krústjovs þýðir það, að samtökin eru búin að vera og geta ekki gegnt hlut- verki sínu“. Diefenbaker kvað afvopnun vera mikilvægasta verkefni Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að forðast yrði að gera Afríku að vígvelli í kalda stríðinu, en Krústjóv hefði vís- að öllu slíku á bug. Diefenbaker vísaði öllum fullyrðingum Krústjóvs um að vésturveldin vildu halda við nýlendukerfinu, algerlega á bug. Hann benti á, að Frakkar hefðu á undanförnum -tveimur árum veitt 17 fyrrverandi ný- lendum sjálfstæði en íbúar þeirra væru yfir 4.0 milljónir. Alls hefðu 50Ö milljónir manna hlotið sjálfstæði gftir síðari heimsstyrjöldina. ,,En hvernig er þessi samanburður fyrir Sovétríkin? Hvað með Ung- verjaland, Lettland, Lithauen, Eistland, Úkrainu, og önnur þjóðríki, sem liðið hafa undir lok og verið gleypt af Rússum?“ Diefenbaker skoraði á Krústjov að veita hinum kúguðu þjóðum kommúnista tækifæri til þess að segja vilja sinn. Utanríkisráðherra Argen- tínu, Taboada, hrósaði Ham- marskjöld fyrir aðgerðir hans í Kongó og viðleitni hans til þess að draga úr spennu. Fidel Castro, forsætisráð- herra Kúbu tók einnig til máls í dag og var honum mjög klappað lof í lófa af Krústjov cg öðrum kommúnistaleiðtog- um. Castro fékk orðið á efti'r al- banska forsætisráðherranum, Mehmet Shenu, sem talaði um friðsamlega sambúð og vizku Krútsjovs. Castro kvartaði yfir móttöku Bandaríkjastjórnar og sagði að Kúbusendinefndin væri á svört um lista hjá hótelum í New York. Hann kvað frið vera það, sem mannkynið þráði mest, en friður ríkti ekki á Kúbu. „Þær hættur, sem aðrar þjóðir hafa orðið að bola við og við eru daglegir viðburðir á Kúbu“. Dag Hammarskjöld. liæf í öllum meiriháttar deilumálum. Hammarskjöld kvaðst á- skilja sér rétt til þess að taka til máls síðar og gefa nýiar yfirlýsingar. Ghanaher frá Leo- poldville Leopoldville, 26. sept. (NTB), Herstjórn Sameinuðu Þjóð- anna í Kongó hefur ákveðið að flytja hersveitir Gh’ana í borg inni burt. Ennfremur verða Túnishermenn fluttir frá Kas- ai, en þar hafa þeir gætt reglu í Bakvango og öðrum óró'amið- stöðvum. Það eru Ghanahermenn, sem. vernda Lumumba, og eru þar nánast persónulegur lífvörður hans. enda fást ekki Kongóher menn ti'l þess. Ghanahermenn- irnir hafa undanfarið verið í andstöðu við yfirherstjórn SÞ. Mobutu hefur beðið um á- heyrn hjá Indverjanum Dyal, sem> er fulltrúi Hammarskjölds í Kongó. New York Bandaríkjamenn, sem haula á Krústjov, mega vara sig. Rússneski forsætisráð- herrann kann líka að baula. Hópur heldrikvenna baulaði á hann í anddyri Plaza hótels í New Ýork, þegar hann kom þangað til diplómatískrar kokteil- veizlu fyrir helgina. Um leið og Krústjov steig inn í lyftuna, sneri hann sér við og sagði: Alþýðublaðið — 27. sept. 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.