Alþýðublaðið - 27.09.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.09.1960, Blaðsíða 5
SKÁK- KAPPl Framhald af 16. síðu. hann bá að tefla fyrir al- vöru. Nú er Leifur nýlega fluttur suður í Silfurtún og er 19 ára gamall. Á Hraðskákmóti T. K. í sumar varð Leifur 8. af 42 keppendum. Kveðst hann hafa lagt meira kapp á hraðskák en lengri skák- ir, enda aldrei komizt í tímaþröng. Leifur segist hafa Iesið lítið um skák og eiga lítið af bókum í þeim efnum, enda reiknar hann aðeins með að hafa skákina að tómstunda- iðju í framtíðinni. Aðspurður kveðst Leif- ur ekki hafa búizt við að sigra á mótinu. Ég taldi, að Björn Þorsteinsson mundi vinna, þegar ég vissi að hann værj með, segir Leifur og bætti við, að sjálfur hafi hann reikn- að með 6 vinningum eða svo. Leifur segist alltaf Ieika drottningarpeði í byrjun, sem kölluð sé Stommelsuppbyggingin, — en enga sérstaka vörn. — Uppáhaldsskákmaður Leifs er Petrosjan „af því að hann tapar svo sjaldan, en mest gaman þykir mér að skákum eftir hasar- karía, eins og Geíler, Tal og Kortsnoj“. Yið spyrjum Leif að því, hvort hann álíti, að þessi skáksigur hans verði til þess að hann fær- ist upp í meistaraflókk, en um það kveðst hann ekkert vita, Ingi R. vinn- ur Gilfersmótið, segir hann án þess að hika, þeg- ar talið berst að því, Við biðjum Leif um skák til birtingar og velj- um skákina við Björn Jóhannesson, en þar hef- ur Leifur hvítt. Og svo kemur skákin, án skýr- inga: 1. d4, d5. 2. e3, Rf.6. 3. Bd3, g6. 4. f4, c5. 5. c3, c4. 6. Bc2, Bg7. 7. h3, h5. 8. Rf3, Rc6. 9. 0-0, Bd7. 10. Rd2, Dc7. 11. Re5, Bf5. 12. e4, Rxe4. 13. RxR, Bxe5 (?). 14. fxB, BxR. 15. BxB, dxB. 16. De2, b5. 17. Dxe4, 0-0 (?). 18. Bhö, Hfe8. 19. e6, f5. 20. Hxf5, gxH. 21. Dx£5, Dg3. 22. Df7 skák, Kh8. 23. Dxh5, Dg8. 24. d5, Hh7. 25. Hfl, H£8. 26. Hf7, HxH. 27. exH, Hf8. 28.uxR, Hxf7. 29. c7, Hf8. 30. De5, skák, Kg8. 31. Bxf8, gefið. Þessi fjöruga skák gef- ur nokkra hugmynd um hæfileika hins 19 ára skákkappa. Við óskum Leifi til hamingju með glæsilegan' sigur og von- um, að hann láti enn frek- ar að sér kveða í skák- -heiminum í náinni fram- tíð. — au. NOKKRIR forráðamenn SÍS og Kaupfélags Rangæinga, full trúar úr sýslunefnd Rangæ- ing:a og sýslumaður, formaður Búnaðarfélags íslands og bún- aðarmálastjórj komu saman á Hvolsvelli sl. laugardag. Var þar undirritaður samningur um Framhald a£ 1. síðu. auglýsingu. Má fullyrða að engin útvarpsstöð í siðmennt- uðu landi mundi birta auglýs- ingu, þar sem hótað er ofbeldi eða ofsóknum, nema þar sem stjórnarfar viðkomandi ríkis væri byggt á slíkum aðgerðum. Ríkisútvarpið verður að gera hreint fyrjr sínum dyrum og skýra nánar reglur sínar um auglýsingíar. Þar multu vera mörg bannorð, þó að ofsóknir eigi þar ef til vill heima. Það skal að Iokum tekið fram, að auglýsingin var stað- greidd,. Verður því sennilega erfiðara fyrir Ríkisútvarpið að hafa uppi á þeim, sem gerðu því þennan gráa gyikk. leigu 500 hektara lands á Hvolsvelli. Því næst tók Jean de Fon- tenay, hinn nýráðni forstöðu- maður grasmjölsverksmiðjunn ar, iyrsta plógfarið. í haust er í ráði að plægja rúma 200 ha. og á næsta ári verður sáð gras fræi í 150 ha. og korni í af- ganginn. Bráðlega verður hafist handa um byggingu verksmiðjunnar og á hún að geta hafið fram- leiðslu grasmjöls í júnímánuði næsta sumar. Sú tilraun, sem þarna verður hafin með korn- rækt, verður sú víðtækasta, er gerð hefur verið hér á landi, og ætiunin er að leggja út svo mikið land til kornræktar, að ein kornuppskeruvél fullnýt- ist og finna þannig hinn rétta framleiðslukostnað kornræktar við hagkvæm ræktunar- og vinnsluskilyrði. Það gras og korn, sem þarna verður ræktað, verður malað og notað £ fóðurblöndur inn- j anlands. Jafnframt á og að , gera tiiraun með útflutning ; grasmjöls og ei'u líkur til þess að það geti orðið framtíðarút- flutningsvara. Áætlað er, að 8 manns vinni'við verksmiðjuna j yfir uppskerutímann. Framleiðsla grasmjöls ehfur verið til athugunar undanfar- in ár hjá Búnaðarfélaginu, — Rannsóknarráði ríkisins og síð ast en ekki sízt hefur Klem- ens Kristjánsson á Sámsstöð- um gert tilraunir með fram- leiðslu þessa. Prentmynda- smiðir kusu í gærkvöldi Á FUNDI PrentmyndasmiSa félags fslands, sem haldinn v'ar í gærkvöldi, var Bragi Hinriks son kosinn fulltrúi félagsins á 27. þing Alþýðusambands ís- lands, en Jens Halldórsson til vara. Sýnir í Lista- anum Sveinn Björnsson, list- málari, opnaði s.l. laugar- dag málverkasýningu í Listamannaskálanum. — Sýnir Sveinn þar 77 olíu- málverk, sem hann hefur málað á tveim s.l. árum. Flestar myndirnar eru málaðar l nágrenni Hafn- arfjarðar, og mikið af þeim í Krísuvík. Góð að- sókn hefur verið að sýn- ingunni,-og höfðu 400 séð hana í gær. 11 myndir höfðu selst. Sýningin verður opin daglega tíl 10. okt. WWWWMWWWWWWiWVWWMWHWWWMWWMWWW „Ég fagna því, að ér; gaf gert hlé á fer'ð miinnai tii New York * dag t»l að hitta forsætisráðherrg íi>-' lands, herra Thors. Ég er honum mjög þakk- látur íyrir hina vingjí.rn- legu gestrisni sem hami hefur sýnt mér. Við ihöf- um átt hinar gagnleginii.tu viðræður um samskiipii okkar og vandamál okkarj Island er gamall vinur og ..baíidarnaður Stóra-'BS'éí- lands. Ég vona, að viwraiS- ur þær sem við' höfuna átt í dag geti stúðlað að larmn þeirra vandamála, sein kunna að ríkja á ínraiUi landa okkar. Við óskum hvor ö&ncrri vel, við erum vinir c.c fii! viljum vera vinir og- ög held að það, sein Vi® 'hsif- um tækifæri til að segja í dag, muni siuðla afS þvi, að þessi langa yinátta haldist“. Framhald a£ 1. síðu. víkurflugvelli, Björn Ingv- arsson. Ráðherrarnir og fylgdar- lið þeirra fóru þegar í stað inn í flugvallarhctelið, þar sem matur og drykkir vorti til reiðu. M'acmilian og ÓI- afur Thors borðuðu einir og ræddust við einir. Borðuðu þeir rauðsprettu og Iamba- steik. Macmillan vildi ekki ræða við blaðamenn, en hann gaf stutta yfirlýsingu skömmu áður en hann fór upp í þot una aftur (hún er birt á 3. síðu). Þegar ráðherrarnir höfðu kvaðst, hélt þota Mac- millan til Goose Bay í Ka- nada á leið sinni til New York, Macmillan dvaldist tæplega tvo tím'a hér á Iandi. Óíafur Thors vildi lít- íð segja blaðamönnum um viðræður þeirra MacmiJIan, en sagði 'að þeir hefðu hvor um sig skýrt máístað sinnar þjóðar á landhelgismálinu. Forsætisráðherrann gaf síðan út efíirfiarantli yfirlýs- ingu: „Mér var mikil ánægja að hitta forsætisráðherra Breta Mr. MacmiIIian, þann mikil hæfa mann, sem etos og all ir vita, er einn helsái for- ustumaður, vestræn»a velda og sá, sem margir mæná til sem sáttasemjara nnBJi aust urs og vesturs.Hanm skýíði fyrir mér sjónarnníö «íp| f sumum flóknustu vEBÚ'ai^át um veraldarinnar. A'&k jþtss ræddum við að sjálífsögðtt deilumál þjóða okkar út- lac lantlhelginni. Enginn mun væmta þess, að svo örðug deila ver&Y/éýst í stuttum viðræðuirri, llitt vita allir, að persónuJ*fi við- kynning og vins'amlfcgar eiik lægar viffræður gresða ailt- af götu sáttanna,. Eg íagna því ag háfa fengið tekifæri til þess ag hitta forsætiSráð- herra Breta og steýra ÍS- lenzk sjónarmið fyrii hon- um, en get að sjálfsögðu ;að svo stöddit ekkerr siagt un* sáttahorfur í málina.’f Innbr BROTIST var inn s bília- verzíun um helgina, Þýófurinn. braut upp glugga og kpmst þannig inn í verzluninn. Hasm braut og upp peningakasslanu* n cftil nm Íni’iBlIlH. Alþýðublaðið — 27. sept. 1&G0 E|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.