Alþýðublaðið - 27.09.1960, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.09.1960, Blaðsíða 10
WWIWWMWWMWMWIWWMWWWWWMrtWMWWWWMWmWWMWWWWWW Ánægbur með ÞAÐ var mikil kát- ína í búningsklefa Akur- nesinga, þegar tíðinda- maður íþróttasíðunnar leit inn rétt eftir leikinn á sunnudaginn. Brosandi andlit hvarvetna og ham- ingjuóskum rigndi yfir hina nýbökuðu íslands- meistara. Við spurðum fyrirlið- ann, Helga Daníelsson, markvörð hvort hann væri ekki ánægður með leikinn. „Jú, víst er ég ánægður, sagði Helgi. Við notuðum nú svipaða aðferð og KR- ingarnir fyrir nokkrum árum, þeir skoruðu eitt mark og lögðu svo alla á- herzlu á vörnina, en við vorum þá meiri hluta leiksins í sókn. Nú vorum það við sem skoruðum og eftir það hugsuðum við meir um vörnina og okk- ur tókst að halda mark- inu hreinu“, sagði hinn snjalli markvörður. WMMMMMMWWMWMWWWMWWilMWW WMWWWWWWMWWMMw««»- WMMMMM* 27. sept. 1960 — Alþýðublaðið Sigraði KR 1:0 í tilþrifa iitlum úrsSitaieik ÁHUGINN fyrir úrslitaleik 49. íslandsmótsins í knatt- spyrnu, sem háður var s. 1. sunnudag milli KR. og Akur- nesinga var mjög mikill. Um það vitnar aðsóknin, en nær sex þúsundir manna, að því er talið er, komu í Laugardal inn og voru þar vitni að því að Akurnesingar fóru í þetta sinn, í sjötta skiptið, með sig ur af hólmi í baráttunni um ís landsmeistaratignina. Akranes hefur oft verið nefndur „knatt spyrnubærinn“ er það vissu- lega orð að sönnu og var ræki lega undirstrikað á sunnudag- inn var, af hinum leikfráu Skagamönnum. Fyrir leikinn voru þeir fleiri, sem trúðu á gengi KR-inga og töldu þá nokkurn veginn örugga áfram haldandi handhafa æðstu tign ar íslenzkr-ar knattspyrnu. Hug myndir manna og álykt.anir standast misjafnlega. Skaga- menn hafa orðið að sjá af ýms um sinna beztu manna frá „gullaldartímunum“ og þá fyrst og fremst Ríkharði Jóns- Björgvin Schram, formaður KSÍ afhendir Helga Daníelssyni, fyrirliða Akranesliðsins fslandsbikarinn. syni. En á Akurnesingum hef- ur sannast, að maður kemur í manns stað. Lið þeirra nú, er og hefur verið í sumar skipað ungum mönnum í margar mik- ilsverðar stöður, snjöllum og vaxandi leikmönnum, auk þess sem ýmsir hinna gömlu kappa eru þar einnig til sóknar og varnar, svo sem Helgi Daníels son í markinu og Sveinn Teits son framvörðurinn viður- kenndi, en auk þeirra, í þess- um leik, komu fram á sjónar sviðið, Þórður Þórðarson, snarpur og harðskeyttur að vanda og Helgi Björgvinsson, en þeir hafa ekki verið með seinni hlutann í sumar, fyrr en nú. Gáfu þeir liðinu í heild, en. einkum þó sókninni aukinn „slagkraft". Annars hefur vörn Akranessliðsins verið veikari hluti liðsins, að undanskyld- um Helga í markinu, þar til nú að hún skilaði hlutverki sínu yfirleitt ágætlega og dugði hvað bezt þegar mest á reyndi, eins og í síðari hálfleiknum, er KR-ingar sóttu hvað fastast á, langtímum saman. Þrátt fyrir allspennandi leik og kappsfullan á köflum með ívafi nokkurra tilþrifa annað slagið, verður ekki annað sagt, en leikurinn í heild, af úrslitaleik að vera, hafi valdið vonbrigðum. Og þegar athugað er, að þarna áttust við tvö meg inlið landsins á knattspyrnu- sviðinu, sem sé blóminn úr knattspyrnunni og það í ver- tíðarlok, eftir allar æfingar og kappleiki sumarins, utanlands og innan, þarna var og allur þorri landsliðsmanna vorra sam an kominn í báðum hðum, er ekki hægt að tala um mikla reisn íþróttarinnar. Mistök í sendingum voru áberandi, við- vaningslegir tilburðir í knatt- stöðvun komu alltof oft fyrir. Leiknir menn, eins og t. d. Þór ólfur Beck, KR gerði sig oft sekan um þá kórvillu, að treysta meira á leikni sína, plataði mótherjana tvo eða þrjá í röð og missti síðan knöttinn, í stað þess að láta hann ganga þegar til samherja. Það vant- aði meira hraða í leikinn, eink um þó af KR hálfu. KR-ingar hafa sýnt það á fyrri leikjum sínum, að þeir geta leikið hratt og oft furðu nákvæmt, og með því hafa þeir líka snúið ó sigri f sigur, er þar skemmst að minnast leiksins við Akra nes í sumar er Arselanmenn- irnir léku með Skagamönnum. í öllum þessum úrslitaleik má segja að KR-ingar gætu ekki skapað sér eitt einasta opið færi við mark Akurnesinga. í seinni hálfleiknum voru KR- ingar oftast í látlausri sókn, en þrátt fyrir það áttu þeir aldrei neitt skot á mark, sem gagn var að. Helztu hætturnar, sem mynduðust við mark Akur nesinga komu úr hornspyrn- um, en þær fengu KR-ingar margar í síðari hálfleiknum, og þá helzt er Gunnar Guðmanns son tók þær. Aftur á móti tókst Akurnesingum að skapa hættu. við KR-markið hvað eft ir annað, og geta KR-ingar þakkað það markverði sínum, Gísla Þorkelssyni, að ekki fór ver en raun varð á. Hann varði að minnsta kosti tvívegis í síð ari hálfleiknum úr upplögðu skotfæri, fyrir Ingvar Elísson. En með úthlaupi á réttum tíma bjargaði Gísli af mikilli snilli. Þórður Jóns- son skoraði greip knöttinn örugglega á línu. Þá átti Ingvar skot yfir rétt á eftir. Seint í fyrri half leiknum bjargaði Gísli einnig vel, föstu jarðarskoti frá Helga Björgvinssyni, alveg út við stöng niður í horninu, með því að varpa sér flötum. í seinni hálfleik átti Þ. Beck fast skot af alllöngu færi, en í slá og yf ir og Ellert Schram annað skot í hliðamet stuttu síðar. Tvíveg is fengu KR-ingar dæmda auka spyrnu við vítateigslínu, en skutu hátt yfir í bæði skipt- in. Sem sagt leikur KR-inga í heild, var yfirleitt ónákvæm ur ,þver og þröngur, alls ólík ui því sem hefur áður verið í sumar. Leikgleðin og sigurviss an virtist víðs fjarri, hvað sem valdið hefur? Boðað hafð! v^rið að Guð- jón Eínarsson myndi dæma leikinn, en á siðustu stundu breyttist það. og kom Jörund- ur Þorsteinsson í hans stað. Ekki verður annað sagt en að Jörundi hafi farist dómarastörf in vel, var vfinleitt ákveðinn og röggsamiir f <?inu eða tveim tilfellum má hó s^gja, að hann Framhald á 11. síðu. markið Það var Þórður Jónsson, sem skoraði þetta eina mark, sem gert var í leiknum — sigur-, markið, sem færði Akurnesing um íslandsmeistaratignina í sjötta sinn. Það var gert á 10. mínútu leiksins, úr send- ingum frá Ingvari Elíssyni. Var skot Þórðar hörkugott og næsta óverjandi, enda af stuttu færi. Þórður Þ. hafði áður átt góðan skalla að marki, úr fyrstu hornspyrnu leiksins, en Gísli tefli í Randers Á LAUGARDAG lék knattspyrnulið ÍBA við úrvalslið Randers í Dan- mörku, sem er vinabær Akureyrar. Úrslit leiksins urðu þau, að jafntefli varð 1 mark gregn 1. Þetta má teljast góð útkoma fyrir Akureyringa, þar sem knattspyrnumenn Rand- ers eru göðir og bærinn er mun fjölmennari en Akureyri, telur um 40 þúsund íbúa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.