Öldin - 01.01.1894, Side 9

Öldin - 01.01.1894, Side 9
ÖLDLN. ótcljancli tegundum og tegunda-afbrigðum þessara dýra og jurta vita menn, að þær cru komnar af örfVun tegundum, og menn vita líka, hvernig breytingamar liafa hér á koinizt. Danvin hafði fjölda alidýra og ræktaði urmul jui'ta af margvislegum tegundum. Mest atliugaði hann dúfurnar af öllum alidýrum sínum. Menn vif.a nefnilega með vissu, að allar tegundir og tegunda-af- brigði, sein nú eru til, af tömdum dúfum, eru kominafeinni viltri dúfutegund, íjalla- dúfunni.* Og'meðal ræktaðra jurta er al- vcg ámóta ástatt með eplategundirnar cins og með dúfuruar meðal dýranna. Menn vita með vissu, að 1200 epla-tegundir eru komnar af þeirri viltri epia-tegund, sem kölluð er “surapal,” og eru þær allar af henni komnar á þvi tímabili, cr siigur ná yfir. Alveg eins stendr á með hunda, liesta, nauta, sauða og liænsa tegundirnar. llvernig hafa nú þessi dýr og þessar jurtir getað breyzt þannig á svo tiltölulega' stuttum tíma ? Og hvernig hafa af einni tegund getað koinið hundruð tegunda, svo ólíkar hver annari, að ef vér vissum ekki, að þær eru ailar af cinni tegund komnar, þá mundu náttúrufræðingar gera úr þeim mörg kvn og ættir ? Iíver liugsandi bóndi ætti að geta svarað sér þessari spurningu sjálfr. Ef bóndi á tvær kýr, aðra styrtlu lágmjólka, sem stendr lcngi geld fyrir burð, cn hina afbragðs-mjólkrkú, er stutt stendrgeld fyr- ir burð, og ef hann vill ala sér upp kvígu- kálfj til að fá góða mjólkrkú, þá er liann í cngum vafa um það, undan hvorri kúnni hann á hcldr að láta kálf lifa ; liann sláti'ar kálíirtum undan styrtlunni, en clr upp kálf- inn undan góðu mjólkrkúnni. Eða ef reið- maðr vill ala sér upp gott rciðhestsefni, þá vclr hann heldr til þess folald undan á- , gætri reiðmeri, heidr en folald undan latri, staðri og illgengri áburðartruntu. Bóndi, *) A7 tömdum dúfum oi'u nú til yíii' 200 tcgundir, «) sem vill ala sér upp gott fjárkyn, vclr til undaneldis beztu ær, og er sér úti um brundhrúta af bezta kyni, sem hann getr fengið. I stuttu máli, góðr bóndi leggr sig ertir kynbótum á gripum slnum öllum. Og af hverju ? Af þeirri oinfóldu ástæðu, að reynslan liefir fyrir löngu kent mönn- um, að eiginleikar eru arfijen'jir. - - En nú er smekkr manna misjafn og þörfin eins. Einum þykir það fagrt, cr öðrum þykir ijótt; sumum gagnai' þcssi eiginleiki hjá grip sínum, en öðrum gagnar me!r annar eiginleiki. En hver leitast við að efia iijá gripum sinum þann eiginleik, sem lionum er goðfeldastr eða nytsamastr. Af þessu lcið - ir, að ólíkar þjóðir, sem ólik lönd bvggja, hafa og liúsdýr með ólíkum eiginieikum. í Holiandi (og Belgíu) eru licstar lítt hafðir tii reiðar, en mest notaðir tii þungra drátta. Því er hostakyn þ;tð, er Brabants-hestar nefnast, ið kröftugasta og sterkbygðasta hestakyn, en hestar af því kyni eru inir lé- legustu til hlaupa. Urn eyðimcrkr Ara- bíu og Persalands eru hestar liafðirtil reið- ar, og þykir mest undir komið að þeir sé fljótir og úthaldsgóðir til hlaups, endajafn- ast ekkert liestakyn í heimi á við arabiska Iiosta til flýtis og' úthalds að ldaupa. En hvorttveggja þetta hcstakyn á við slétt- lendi, cn er óhæfilcgt í fjall-lendi. í Nor- egi er aftr hcstakyn í fjallasveitunuin, scm or cinkarvel lagað fyrir bratta og vegleys- ur: það er Norðfjarða-hestrinn, scm svo er nefndr, fótviss, lipr, þrautseigr. Þctta er ið sama hestakyn scm á Islandi, enda eru íslenzkir liestar í fyrstu fluttir þangað frá Noregi. Þó cr Norðfjarðarhestrinn norski að jafnaði licldr smávaxnari. Iljaltlands- hestrinn (S/wtlaml pony) er cnn minni, og hcfir án efa lagazt eftir landinu, scin liann er við kendr, óg þörfum manna þar. Allir vita það, að jafnvel smá-tilbreyt- ingar eða afbrigði eru arfgeng hjá liúsdýr- unum; og mcð því að velja með nákvæmni dýr til undaneldis í marga liði hvern fram af öðrum, má breyta tegundinni í fyrirlmg- aða stcfnu eftir vild.

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.