Öldin - 01.01.1894, Síða 14

Öldin - 01.01.1894, Síða 14
14 OLDIN. Klæðnaör yor. Eftir M. Halldórsson, m. d. Það er sagt, að klæðin skapi manninn, og er það meiri sannindi en margr liyggr; það ytra sjá allir, cn mörgum manni kemr liitt síðr til hugar, að klæðin skapa engu síðr ið innra, og að líf og heilsa er að mörgu leyti undir þeini komin. Auðvitað er höiuðtilgangr klæðanna einiægt sá, að varna mönnum kulda; en það er margt fleira, scm þarf að hafa auga á, ef vel er, og nú á seinni tímum liafa menn um heimall- an farið að miða fötin eða klæðin sem mest við alt eðli líkamans bæði að efni og lögun og hafa þau svo iioll og eðlileg sem kostr er á. Hér skal stuttlega drepið á in- ar lielztu umhætr í þessa átt, og reglur þær fyrir heilbrigði og hagkvæmni, sem þar standa í sambandi við. Þó vcrðr það eitt hér talið, sem reynsla cr fyrir að áreiðan- legtséogvísindalegar sannanir eru fyrir* Þegar bæta á úr þörfum líkamans, þá verðr fyrst að athuga, hverjar þessar þarfir eru og livei’n veg þeim er varið. Inn cðlilegi liiti I lieilbrigðum líkama er 37 stig Celsius; loftið í kring um oss er aftr á móti sjaldan heitara en um 10—15 stjg. Ilitlnn streymir því án afláts frá líkamanum og út í loftið. Þegar yfirborð líkamans eða hörundið mætir loftinu, sem er mun kaldara, þá fá mcnn þá tilfinningu, er vér köllum köldu. Líkaminn má eigi missa of mikið af liita sínum, og því þarf að koma í veg fyrir þennan útstraum, að minsta kosti að svo miklu leyti, að líkam- inn geti haft við, og þetta gei’a menn með klæðnaðinum. Fötin stöðva eða hefta hita- strauminn, og þegar hitinn hefir jafnað sig um þau og er kominn gegn um þau, þá fyrst mætir hann útlof'tinu. Hitastraumr- *) Hér er að miklu leyti fylgt “Tidskrift for prakt. Med.” inn lcggr sig á þann liátt utan um líkam- ann og nær eið-i loftinu fyr en í fötunum utan á líkamanum ; vér látum því fötunum í raun réttri verða kalt í staðinn fyrir okkr sjálfa. Þau hemja hitastrauminn fyrir oss eins og hárið óg fiðrið gerir fyrir dýrin. Allir vita, hve misheit fotin eru, þau halda mjög misjafnt hitíi í sér, alt eftir eðli og lit efnisins, ileitust eru klæði tilbúin úr dýrafeldum,þar næst dúnn,þá sauðarull, þá baðmull, og liör og silki kaldast. Þeim mun smágjörvari sem' þættirnir eru og vefn- aðrinn, þeim mun hlýrra er fatið, og því margfaldari sem klæðin eru utan á oss, því betra skjól er að þeim, og það jafn vel þó hvert lag eða fat um sig sé örþunt. Þetta kemr af' því, að hitinn getr jaf'nað sérmilli laganna. Það er því hægast að skamta hit- ann nákvæmlega eftir vild sinni með mörgum klæðum og þunnum. Það kælir svo lítið, þó farið sé úr einu fati, og hitar svo lítið þó einu sé bætt við. Betra er að haf'a fötin víð en þröng, en láta þau falla vel að hálsi og úlfliðum; það rúmast meira af hitalofti milli þeirra og líkamans, heldr en inna þröngu, og það má eigi hleypa því út um stór op ; bezt er og að klæðin séu voðfeld og mjúk. Auk hitastraumsins ganga 2—4 pund af svita eða raka út um húð líkama vors livern dag. ÞÍssa útgufun þurfa fötin nauðsynlega að hemja. Því skiftir miklu að þau geti tekið á móti raka og haldið honum í sér. Að þessu leyti eru ullarföt bezt af öllu. Ullin getr sogið í sig mjög mikinn raka, fer mjög hægt að því og er lengi að fyllast, heldr honum að auk lengi í sér og kælist seint og smámsaman og J'leypir þó nokkru af lofti gegn um sig; nieð þessu varnar ullin beinlínis mörgum veikindum. Hör, silki og baðmull sjúga rakann í sig mjög fijótt, lialda honum mjög skamt og lileypa engu lofti gegn um sig, og kólna svo að segja þegar í stað aftr. Af þessu leiðir hroll þann og ónot, sem fylgir eftir á, er vér höfum svitnað í léreftsfötum;

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.