Kvennablaðið - 07.05.1915, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 07.05.1915, Blaðsíða 3
K;V|B NNA.BLAÐIÐ 19 er kœrleikur kom til mín með þœr, hann kynti mér sorgina og gleði. Og báðar þær sögur mér sögðu og sannorðar lýsingar gá/u. Til skiftis þœr skröfuðu og þögðu, til skiftis þœr vöktu eða sváfu. Og gleðin er Ijósgjafi lýða, sem Ijómi frá Paradís stregmi, en sorgin, hin bljúga og'bliða er brúðnr hins „mesta í heimi“. Ólöf. Konurnar og striðið. Aldrei frá því er fyrst fara sögur af, hafa aðrar eins hörnaungar geysað yfir heiminn og nú. — Strfðið mikla, sem svo að segja allar stórþjóðir heimsins taka þátt f, er einhver hinna hrikaleg- ustu og hörmulegustu viðburða, sem mannkynið hefur orðið þátttakandi í og sjónarvottur að. Ðrepsóttirnar skæðu, er á miðöldunum geysuðn um löndin og deyddu miljónir manna, eru smá- ræði hjá því. — Því orsakir þeirra voru þá ó- kunnar og enginn þorði að segja að þær væru sjálfskaparvfti raannanna. — Nú er þekkingin fyrir löngu búin að sýna upptök þeirra og finna ráð til þess að hefta framrás þeirra. Enginn óttast þær lengur. — En hálfu verri þeirri óáran eru strfðin og þessi langstærsta styrjöld tekur þó út yfir. Oss finnst, sem ennþá sé löng leið að fullkomnunar takmarkinu og spyrjum sjálfa oss undrandi: »Hvað er orðið af allri þeirri raenning, mannúð og réttlæti, sem vér hingað til höfum trúað á«. Og vér höfum ástæðu til þess að spyrja svo. — Vér höfum orðið fyrir von- brigðum. Þið kannist allar við hina alþjóðlegu verkmannahreyfingu —jafnaðarmannastefnuna. — Sú hreyfing hefur breiðst út um öll lönd — hún hefur myndað bræðralag meðal verkmanna allra þjóða — alþjóðlegir verkmannafundir hafa verið haldnir — alþjóðlegir styrktarsjóðir verkmanna settir á stofn. — Önnur öflug alþjóðahreyfing er kristilegur félagsskapur ungra raanna. í þeim félagsskap hafa ungir menn, frá öllum löndum, mæst sem bræður. — Þessi tvö öflugu og víð- tæku félög virtust vera svo samgróin, að eigi mundi auðgert að fá félaga í einu landinu til þess að heyja orustu við bræður sfnar f næsta landi. Og friðarvinir gerðu sér miklar vonir um að þau mundu eiga öflugan þátt í þvf, að gera hugsun þeirra, alþjóðafriðinn, að veruleik. AUir þeir draumar hafa reynst táldraumar, jafnskjótt og stríðið mikla hófst, gleyma jafnaðarmenn öllu sínu bróðurþeli til stallbræðra sinna í óvina- landinu. Kristilegt félag ungra manna í Þýska- landi hætti allri samvinnu við félagið í Englandi og þúsundir ungra manna úr þessum tveim fé- lögum berast nú á banaspjótum. Það er ávalt talið að af þeim stefnum er mest hafa haft áhrif á andlegt líf manna á 19. öld séu jafnaðarmannastefnan og kvenréttindahreyf- ingin lang fremstar. Og að engar stefnur hafi eins og þær, haft vald til þess að sameina hugi karla — og kvenna um eitt og sama málefni. — En þó oss finnist að jafnaðarmenn hafi gengið á bak hugsjónum sinum nú, síðan ófriðurinn hófst og oss sárni það að þeir skuli ekki hafa beitt öllu afli sínu til þess að koma í veg fyrir ófrið- inn — t. d. með samtökum um að neita að gegna herþjónustu, þá getum vér þó, er vér lítum á málstað þeirra, réttlætt þá með þvf, að æsing sú, er virðist hafa gripið huga allra eða flestallra karlmanna, hafi orðið þeim yfirsterkari. — Við hér á landi, sem eigi höfum neitt af herþjónustu eða heraga að segja, getum eigi til fulls skilið hve djúp ítök margra alda gamall heragi og það réttmæti hnefaréttarins, er honum fylgir, hefir á hugi manna. — Konurnar hljóta samkvæmt öllu eðli sínu og uppeldi að lfta alt öðrum augum á styrjaldir en karlmenn — því á ófriðartímum verður hlut- verk þeirra alt annað en karlmanna — Þær taka engan verklegan þátt í baráttunni, þær fara á mis við þá hrifningu, er f augnablikinu getur gert stríðið dýrðlegt og dauðdagann á vígvellin- um eftirsóknarverðan. — Hlutverk þeirra verður að senda burtu menn sfna og syni og bfða svo úrslitanna heima. Eða þá að fylgja eftir til vfg- vallarins, sem hjúkrunarkonur — og þar sjá þær ekkert af því. er gerir strfðið glæsilegt, heldur aðeins þá hlið þess, er sýnir það f allri þess ógn og skelfingu. Þess vegna hljóta konurnar að verða réttlátustu og óvilhöllustu dómendurnir og uppreist sú, er þær hefja gagnvart ófriðnum, réttmæt. Vér sjáum það og dáumst að þvf að konur ófriðarþjóðanna halda áfram samvinnu sinni, þrátt fyrir alt er á

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.