Kvennablaðið - 07.05.1915, Blaðsíða 12
28
KVENNABLAÐIÐ
menn sína til þess að vernda föðurlandið.
Mæður og meyjar létu syni sína og unn-
usta fara frá sér út í dauða eyðilegging-
arinnar, án þess að láta sér bregða.
Heima unnu þær hvíldarlaust að því, að
koma í veg fyrir þá andlegu, líkamlegu
og fjárhagslegu neyð, sem ófriðurinn
hafði í för með sér.
Sumarið leið, haustið kom, nú er mið-
vetur. Milljónir manna hafa fallið í valinn.
Aldrei sjá þeir heimili sín aftur. Aðrir
koma heim sjúkir á líkama og sál. Mestu
menningarborgir — heimili, þar sem
sönn hamingja bjó — eru eyðilögð. Jarð-
. vegur Evrópu rýkur af blóði. Manna-
blóð mun verða áburður bylgjandi akra
framtíðarinnar í Þýzkalandi, Frakklandi,
Belgíu og Rússlandi. Milljónir kven-
hjartna loga af angist. Engin tunga
heimsins er svo auðug að orðum, að hún
geti lýst þessum þjáningum í allri þeiri’a
dýpt.
Á þetta stríð að halda áfram? Evrópu,
konur — hvar eru raddir yðar?
Eruð þér einungis sterkar í þvi að
þola og líða? Getur ekki jörðin, sem
rýkur af mannablóði, miljónir sjúkra
líkama og sálna manna yðar, sona og
unnusta, hörmungar þær, sem kyn-
systur yðar verða að líða, — getur ekki
alt þetta vakið yður til að hefja upp
brennandi mótmæli.
í Suðuriöndum hafa karlmenn komið
saman til þess að tala um frið.
í Norðurlöndum hafa karlmenn komið
saman til að vinna að friði.
Evrópu konur, hvar er rödd yðar, sem
þér áttuð að hefja til sá friði i kring um
yður. Látið þá ekki hræða yður, sem
segja, að það sé vegna veikleika yðar að
þér óskið friðar, að þér munuð ekki
stöðva hinn blóðuga gang sögunnar með
mótmælum yðar. Reynið að minsta
kosti að grípa i hið blóðuga hjól tímans
með öllum þeim styrkleika, kjarki og
mannúð, sem sæmir móðureðli yðar,
þegar þér sjáið börn yðar í óendanleg-
um hörmungum og lífsháska.
Komið þér saman í suðri, eða norðri, —
mótmælið þér af öllu megni, allri yðar
sál, þessum ófriði, sem myrðir þjóðirnar,
og snúið svo aftur heim til föðurlands og
heimkynna yðar og gegnið skyldum yðar,
sem konur og mæðui', sem verðir sannrar
menningar og mannúðar«. — —
Önnur þýsk kona skrifar:
»Alt af geysar stríðið. Daglega krefst
það nýrra blóðfórna. 7 mánuðir eru
liðnir undir þessu æðistrylta ófriðarmei’ki.
Húsfreyjur og mæður Evrópu! Ætlið
þér lengi að þola að eiginraenn og synir
yðar — feður barna yðai’, limlesti og
myrði hver annan.
Sannlega tökum vér mikla sekt á oss,
bæði nú og í framtíðinni, af því vér höf-
um ekki allar sameinað oss i einu him-
inhrópandi mótmælahrópi til karlmann-
anna: vHœttið þessum trylta hildarleik,
hættið að myrða hver annan. Vér mæð-
ur Evrópu viljum ekki þola það lengur.
Vér sem höfum fætt yður í heiminn með
þjáningum — vér heimtum frið. Vér
höfum rétt og heilaga skyldu mæðra og
eiginkvenna til að krefjast þess að synir
vorir og eiginmenn finni önnur ráð til
þess að jafna deilumál sín, en þessa
skelfilegu stórslátrun.
Húsfreyjur og mœður Evrópu! Þér
hafið enn þá svo rnikið vald, sem þér
hafið ekki einu sinni þekt sjálfar. Notið
það. Nú er ekki lcngur tími til að koma
í veg fyrir þessar hörmungar. Nú er
tími til að græða sárin, til að lina þján-
dngarnar. til að stöðva manndrápin. Nú
hrópar vor stærsta köllun og heilagasta
skylda, á oss til þess að hindra áfram-
hald eyðileggingarinnar.
Tökum allar saman höndum, frá austri
og vestri, norðri og suðri, Þjóðverjai',
Austurrikismenn, Ungverjar, Serbar, Rúss-
ar, Frakkar, Englendingar, Tyrkir, og
hvað sem þjóðirnar heita nú allar.
Mæður og eiginkonur: Látum oss
hrópa til allra stjórna vorra:
»Vér mæður og húsmæður Evrópu, vér
þolum ekki lengur þessi gengdarlausu