Kvennablaðið - 07.05.1915, Blaðsíða 11

Kvennablaðið - 07.05.1915, Blaðsíða 11
KYENNNABLAÐIÐ 27 ánægður með grundvallarskilyrðin fyrir samþykt stj.skr. væri fullnægjandi fyrir flokkinn. En þvi er ver og miður fyrir samlynd- ishorfurnar, að svo virðist ekki vera. Eftir þvi sem lengra líður frá heimkomu þre- menninganna og meira er talað um málið, eftir því verða foringjarnir æstari gegn því, Og nú siðast eftir ráðherraskiftin kastar algerlega tólfunum. Nýja ráðherr- ann, sem þeir nýlega hófu til skýjanna fyrir ríkisréttarlega þekkingu, litur út fyr- ir að þeir vilji nú hvorki sjá né heyra. Ef spá má i eyðurnar, eftir fundinum, sem haldinn var hjá þeim 5. þ. m., þá er ekk- ert líklegra en að þeirra helztu forkólfar mundu hrópa yfir honum krossfestingar- dóm, og heldur kjósa hvaða Barrabasi sem vera skyldi. — Auðvitað inst innan úr sínum eigin flokki. En þetta gerir horfurnar vænlegri fyrir stjórnarskrána. Eftir framkomu leiðtoga flokksins hingað til, þá hafa þeir ekkert gert annað i því máli en leggja allstaðar stein í götu þess, reynt á allan hátt að koma því fyrir kattarnef, og það þeir menn, sem mest hafa hælt sér af fylgi sinu við aðalbreytingaratriðin. Alvaran og hreinskilnin hafa verið svona ríkar. Að þeir nú vilja fyrir hvern mun koma í veg fyrir að ráðherra E. Arnórsson geti náð nauðsynlegu flokksfylgi sprettur auð- sjáanlega af þvi,' að þeir óttast að hann muni greiða úr málinu og fá það staðfest af konungi. Pað. eru þessar liorfur, sem vér vonum að séu góðs viti, og sigurvon fyrir málstað vorn kvennanna. Það er því með glaðri von. sem vér heilsum ráðherraskiftunum. Vér vonum að þar sem sá fráfarandi ráðherra, með tilstyrk flokksforingja sinna gerði allar von- ir vorar að engu, og steypti vorum ís- lenzku stjórnmálum í þær ógöngur sen\ varla var sýnilegt að þær kæinust úr ó- virðingarlaust, þá séu nú likur til að fari að rakna úr þeim, og þau komistaft- ur á réttan kjöl. Og fái nýi ráðherrann okkar með til- styrk góðra manna þessu fram komið, þá áj hann sannarlega skilið fylgi vort við fyrstu kosningarnar, sem við konur tök- um beinan þátt í sem kjósendur. Frá öllam löndum koma nú heitar á- skoranir frá konum til systra þeirra í hinum löndunum, að sluðla að friðar- hug hjá þjóðunum. Þótt flest hernaðar- • löndin, það er að segja karlmennirnir, megi ekki heyra frið nefndan á nafn, þá eru þó konurnar boðnar og búnar til að hjálpa hver annari. Þýzkar konur skora á allar konur að hjálpa rússnesku Pól- verjunum þótt þeir tilheyri óvinaþjóð. Og bæði i Austurriki og Englandi hafa verið settar á fót nefndír kvenna, sem staðið hafa fyrir upplýsinga skrifstofum, til að leita að týndum hermönnum ó- vinaþjóðanna, sem ekki hafa fundist á dánarskrám, eða frétst til. Sama hefir átt sér stað i Belgíu og Sviss, og jafnvel í Þýzkalandi og Rússlandi. Allar þessar konur finna til sömu hjartasorgarinnar út af ástvinamissirnum og skelfmgum þeim, sem dynja yfir þjóðirnar. Þær hafa ekkert atkvæði haft um hvort hefja skyldi þennan ófrið. Þær geta því ekk- ert annað en hrópað mótmæli sín út í heiminn, og svo unnið að þvi að draga eftir mætti, úr hörmungunum héima fyrir. Þannig hrópar hin stórmerka þýzka kona frú Heyman mótmæli sin, svo átakan- lega og kröítuglega, sem að eins hlut- lausir óhorfendur geta gert, sem engan þátt hafa átt í þvi að þessi blóðugi sorg- leikur var hafinn. Hún segir: »Eldingu hins skelfilegasta af öllum striðum sló niður i sumardýrðinni og kveykti i allri Evrópa. Upplitsdjarfar og hugprúðar gáfu konur ófriðarlandanna

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.