Kvennablaðið - 07.05.1915, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 07.05.1915, Blaðsíða 7
ÆVENNABLAÐIÐ »3 heimska mannanna drotnar enn þá í hásætinu, þrátt fyrir alla menningu og alt frelsis og réttlætisglamrið. Enn þá má, og það í alvöru syngja með fjálgleik »Lofkvæði heimskunnar«, þessarar »A1- heims drotnandi, aldrei þrotnandi, þétt- gjörvu, þrekbygðu, þrautgóðu, eldtrygðu, margreyndu, háttvirtu heimskm, sem allstaðar »yfirgnæfir feit og rík« og ekki sízt í landanna »lofsverðu pólitík«. En þótt Danir knésetji nú þetta is- lenzka óskabarn, þá lítur þó út sem þeim ætli að farast viturlegar og drengi- legar en vorum íslenzku stjórnmálamönn- um að þeir muni þó ekki ganga frá öllu saman á síðasta augnabliki, heldur gera þetta að samningsatriði, vegna þeirra, sem óttuðust svo mjög kjósendafjölgunina, og sætta sigsvo við að halda gerða samn- inga. — En — hver veit nema vorir islenzku fiokksforingjar fari þá að dæmi þeirra í því efni, og hindi nú loks heppilegan endahnút á þetta mál, sem orðið hefir þeirra stóri ásteytingarsteinn. Vér viljum vona að svo verði, svo menn fari nú loks að geta unnið nokkurnveginn frið- samlega að öðrum nauðsynjamálum þjóðarinnar — bæði karlar og konur í sameiningu. ★ ¥ * Síðan þetta var ritað hefir fréttst að Dönsku Grundvallarlögin voru samþykt í Ríkisþinginu 24. apríl s. 1. Fara þvi fram nýjar kosningar í vor. Frá Ungverjalandi. Dauði og fœðing. »Um sama leyti og því var lýst yfir, að mann- dráp væri mesti greiðinn, sem nokkur gæti unnið landi sínu og þjóð, voru miklu víðtækari tilraunir gerðar til þess að vernda mæður og börn hér, en nokkuru sinni áður. Hjónabönd gátu áður ekki átt sér stað, hve mikið sem á lá, ef lítilfjörlega pappírsörk, fæðingarvottorðið, vantaði, börn fædd utan hjónabands, áttu sér engrar uppreisnar von. En nú má sleppa öllum lýsingum, án sérstakrar undanþágu, leyfi foreldranna er ekki framar nauð- synlegt, slélnaðarfresturinn þarf ekki að vera út- runninn. Hermenn í skotgryfjunum geta gift sig ef þeir einungis láta þá ósk 1 Ijósi bréflega og geta útvegað sér svaramann! Lögin um framfærslu ríkisins á hermanna fjöl- skyldum, gera á engan hátt upp á milli skilget- inna og óskilgetinna barna, svo framarlega, sem faðirinn gefur með barninu. Það eitt nægir, að faðirinn hafi gengist við barninu — fæddu eða ófæddu — áður en hann lagði á stað í ófriðinn. Bæjarstjórnin í Budapest ætlar að senda bænarskrá til landsstjórnarinnar, þess efnis, að fara fram á að uppeldisstyrkur rfk- isins til barna þeirra manna, er fallið hafa í ófrið- inum eða dáið hafa af veikindum og þreytu í þjónustu hersins — verði veittur eftir sömu reglum. í vetur sem leið — þegar þingið hafði til með- ferðar frumvarp til borgaralegra laga, reyndum vér árangurslaast að fá þingmennina til þess að fallast á þessi sömu grundvallaratriði. Sú deild félags vors, sem vinnur að vernd mæðra og barna — hefir því aðallega snúið sér að því að hjálpa einstæðum konum hermannanna hjálpa mæðrum áður en fæðingar bera að hönd- um, sjá um að þær hafi sómasamleg húsakynni og góða fæðu — útvega þeim hjúkrun og læknis- hjálp, og sjá þeim fyrir léttri vinnu — þegar þær eru orðnar hraustar aftur. Þessar „herbrúðir" sem þær eru kallaðar í mörg- um ófriðarlöndunum, njóta nú almennrar hluttekn- ingar, bæði einstakra manna og yfirvaldauna — hversu lengi sem það varir. — « Noregur. Ný barnalöggjöf. Norska stórþingið hefir nýlega samþykt nokkura kafla úr harnalöggjöfinni, sem í mörg ár hefir vertð þar á döfinni, og mikið hefir verið rifist um. Fyrverandi ráðherra Castberg, hefir verið aðalmaðurinn í þessari agitation, og nú komið því fram í stórþinginu. Kvbl. hefir fengið þessi frumvörp í hendur, og setjum vér hér helstu at- riðin úr þeim. I framsögu sinni fyrir þessum lögum, komst Castberg meðal annars svo að orði: „Þessi framvörp hafa í aðalatriðunum þann til- gang að styrkja réttlætið, sannleikann, ábyrgðina og siðferðið. Þau miða fyrst og fremst sérstaklega að því að gefa óskilgetna barninu sömu réttindi og skilgetnum börnum, og veita ógiftum mæðr- um óháða og trygga stöðu. Lögin vilja vernda

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.