Kvennablaðið - 07.05.1915, Blaðsíða 9

Kvennablaðið - 07.05.1915, Blaðsíða 9
KVENNABLAÐIÐ tímum, þær hafi engar varnarskyldur og taki engan þátt í ófriðnum. En konurnar bera fullkomlega sinn hluta af allri ófriðarbyrðinni. í fyrsta lagi verða þær að láta feður, bræður, unnusta og eigin- menn sína í stríðið, með þeirri vissu að lík- legast sé að þeir komi aldrei aftur, eða þá óbætanlega örkumlaðir, ef þeim auðn- ist að halda lífi. Þær verða að útbúa þá eftir föngum, og taka flest öll verk þeirra að sér heima fyrir, ásamt sínum eigin störfum. Þær verða yfir höfuð að sjá um sín eigin bú, og landsbúið í heild sinni. — Landbúnaður, iðnaður og verzlun, hvílir að miklu leyti á herðum þeirra, sömuleiðis kenslan í skólum og ýms embætli, sem þær hafa aldrei haft áður, t. d. í Þýska- landi hefir kona verið gerð að yfirspítala- lækni, með sama vegsauka og heilbrigðis- málaforingjar. Auk þess eru hjúkrunar- og líknarstörfin að mestu eða öllu leyli í þeirra höndum á hernaðarsvæðunum undir tilsjón læknanna. Fjöldi hjúkrunarkvenna, bæði frá Rauðakrossinum, nunnur og aðrar konur, hafa fallið i valinn, orðið fyrir skot- um óvinanna, þegar þær voru að leita særðra manna og reyna að koma þeim úr valnum og flytja þá á spítala. Og undir öllum þeim hörmungum, sem fyrir augu og eyru þeirra hefir borið, hafa þær allar verið gagnteknar af þeirri sam- eiginlegu ósk og viðleitni, að draga úr sársaukanum, græða sárin og viðhalda líf- inu. Það hefir verið konunnar fyrsta við- leitni og lífstarf frá alda öðli. Fjöldi kvenna hafa fengið ýmsa viður- kenningu og tignarmerki fyrir sína sjálfs- fórnandi framgöngu við þessi störf. Menn hafa ekki annað getað en viðurkent nauð- syn þeirra, hraustleika og fórnfýsi. Her- mennirnir hafa bæði í spítulunum og skot- gryfjunum sungið þeim lof, og tjáð þeim þakklæti sitt. Bréf hermannanna eru oft full af þakkiæti til þeirra, og áskorun til kvennanna í heiminum að taka höndum saman gegn þessum blóðugu slátrunum þjóðanna. »Mamma ertu þarna«, kallaði einn hermaðurinn í óráði á spítaia og 25 margir þeirra segja að friðurinn — stöð- ugur alþjóða friður, verði að fá konurnar að forgöngumönnum. Og samhliða þessari starfsemi til að við- halda þjóðarbúskapnum, búa hermennina út að fötum og öðrum nauðsynjum, og likna særðum og deyjandi mönnum, þá eru konurnar hvervetna farnar að vinna að undirbúningi friðarins. í Jus Suffragii, blaði Alþjóðakvenréttindafélagsins, rita konur úr öllum ófriðarlöndunum og víðar að, og allar eru þær á einu máli um að konum beri nú að vinna af öllum kröftum að því að breyta hugsunarhættinum, og fá menn til að semja og koma á varan- legum friði. Hollenskar konur hafa orðið fyrstar til að bjóða öllum konum að taka þátt í Al- þjóðafriðarkvennafundi i Haag, og hafa enskar, franskar, þýskar og austurískar konur heitið að vera með. Auk þess mæta þar fulltrúar frá öllum Norðurlöndum nema íslandi. (Gerðum vér ekki ráð fyrir að neinar konur hér mundu nota sér þetla boð. Kvenréttindafélaginu íslenska var auðvitað boðið að senda fulltrúa, og allar konur, voru velkomnar sem greiddu tillög til fundarins.) Hefst fundurinn 28. apríl og stendur yfir til 1. maí. Verða þar ræddar ýmsar tillögur sem miða að því að skora á stjórnir þjóða að jafna deilu- mál sín með alþjóðagerðardómi. Afnema alla leynilega utanríkisstjórn, en leggja úr- skurð þeirra mála undir þjóðirnar sjálfar eða þing þeirra. Og fyrst af öllu: Að stiórnirnar í ófriðarlöndunum birti sem fyrst friðarskilmála þá, sem þær vilja fá framgengt. — í Englandi hefir verlð stofnað nýtt frið- arfélag sem heitir »Union of democratic Control«. Það boðaði til almenns friðar- fundar 14. april og bauð öllum félögum í Bretlandi að taka þátt i honum og senda 2 fulltrúa. Sömuleiðis bauð það útlend- um kvenréttindafélögum að senda fulltrúa og skýrslur, um hvort þau væru þessu fylgj- andi.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.