Kvennablaðið - 07.05.1915, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 07.05.1915, Blaðsíða 4
20 K V E N N A B L A Ð I Ð milli ber. Alþjóðafélagsskapur kvenna virðist vera það eina band, er eigi brestur á þessum skelfingartímum. Konurfinna þörfina á friðnum, þær hafa nú stofnað til alþjóðlegs fundar í Haag til þess að ræða um frið. Af hug og hjarta munu allar konar nær og fjær árna friðarvið- leitni þeirra sigurs. Konur í öðrum löndum hafa ritað margt um strfðið og hefi eg leyft mér að þýða grein eftir cinn hinn merkasta kvenréttinda rithöfund vorra ttma, Ellen Key. Grein þessi kom út nokkru eftir nýárið og kallast: Uppreistin helga. »Vér konur, f öllum löndum, höfum nú að baki oss jól, ólík öllum öðrum jólum, er vér nokkru sinni höfum haldið hátíðleg. — Vér, sem eldri erum, höfum venjulega oftar en einu sinni, heyrt jólakveðjuna, er boðar frið á jörðu, hljóma út yfir heim, þar sem einhvern- staðar hefur verið háð styrjöld. En enginn hefir nokkru sinni verið sjónarvottur að jafn blóðugti storkun 4 móti jólaboðsskapnum, og þessari yfir- standandi heimsstyrjöld. Hefur þá nokkur ó- blandin jólagleði getað fylt hjörtu annara en smábarnanna. Fyrir oss hefur jólagleðin í ár öðru fremur verið falin í þakklátssemi yfir því að jólafriður hefur fengið að hvíla yfir landi voru, að jóla- snjórinn varð eigi blóði roðinn, og að ófriðar- bálið hefur eigi stigið upp móti jólahimninum; — að á óteljandi heimilum hafa fjölskyldurnar í sameiningu getað notið gamalla jólasiða og rifjað upp kærar jólaendurminningar. En þær konur, sem í ár hafa undirbúið jóla- hitfðina á heimilum lands vors, hafa eigi getað fundið til hinnar sönnu og barnslegu gleði, er áður gagntók hjörtun. Þegar þær hafa verið að fylla skápana af jólagóðgætinu, fága og hreinsa erfðagripina, eða hengja grænt lauf um myndir kærra ættingja, hafa þær með hryggum huga hugsað til allra þeirra, hverra erfðagripir eru eyðilagðir, og sem nú ekki eiga nokkurt skýli, þar sem þeir geti safnað saman vandamönnum sfnnm til hátíðahaldsins. Og húsmæðurnar á sveitabæjunum, sem láta umhyggjusemi sína einnig ná til skepnanna, hafa eigi getað gefið þeirn jólaglaðninginn sinn, án þess um leið að hugsa til allra þeir fjölskyldna, sem orðið hafa að sjá af skepnum sínum í eldinum, séð þær skotnar niður eða tortfmt á annan hátt. Og þegar kon- urnar hafa horft á glöðu andlitin barnanna sinna og séð mjúkar barnahendurnar teygja sig eftir jólatrénu eða jólakertinu, hafa þær hugsað um öll þau börn, er slitin hafa verið frá foreldrum sínum, og augu þeirra hafa fylst tárum, við um- hugsunina um kjör þessara barna og örvæntingu foreldranna er árangurslaust leita og leita. Og þegar konur lands vors, hafa séð menn sfna, er horfið höfðu heim frá herstöðvunum sitja við jólaborðið, hafa þær eigi getað horfst í augu við þá, án þess að fá sting í hjaitað. — Því þær hafa séð frammi fyrir ser, óteljandi konur, er á þeirri stundu hafa setið og starað á auðu sætin, sætin, sem aldrei framar munu verða skipuð, eða þá skipuð örvasa aumingjum og sjúklingum. Og hafi konan lotið niður að höfði einhvers ástkær* gamalmennis og strokið það rojúklega, þá hafa tár fallið á hærurnar, við hugsiunna um öll þau gamalmenni, sem á næturþeli hafa flúið skelfingar ófriðarins, staulast burt frá heimilunum, er áttu að veita þeim hvíld eftir vel unnið dagsverk, og nú ganga hin þungu spor landflótta beininga- mannsins. Þar, sem að börn eru á heimilum — börn, sem þarfnast gleðinnar — þar hafa konurnar ef til vill haft þrek til þess að vera glaðar. En hver hefur annars getað það? Hver sá, er eigi er 1 flokki þeirra sem enga tilfinningu hafa fyrir öðrum en sjálfum sér og sínum allra nánustu. Nú eru jólin liðin og nýtt ár byrjað. Um gamla árið, er kvaddi, má með sanni segja, að það var: »eins og fley er fyrir vindi flýtur að ókunnri ströndc. Hver gat við byrjun ársins 1914 gert sér 1 hugarlund hvernig heimurinn myndi ltta út við lok þess. Tæplega hafa jafnvel þeir, er undir- bjuggu heimsstyrjöldina, getað séð fyrir skelfingu hennar? Hvernig hefðu þeir þá haft hug til þess að koma henni af stað? Og ennþá sjáum vér engar líkur þets að harmaleikur þessi muni brátt taka enda. Þeir, sem vona að friður sá, er saminn verður, reynist tryggur, þá vantar að minni hyggju, þvt miður þann grundvöll, er þeir geti bygt von sína á. Því, eigi fyr en eftir að friður er saminn, og sú æsing er nú fyllir hugi þjóðanna, sem er bein afleiðing styrjafdarinnar, hefur náð að sefast, getur hið hægfara starf í friðarins þágu farið að bera ávöxt. Aðalatriðið í þessu starfi verður að byggjast á reynslunni um það, hvaða áhrif stríðið hafi haft á þjóðirnar 1 heild. Og þessi reynsla

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.