Lögberg-Heimskringla - 01.08.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 01.08.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1963 Guttormur kominn heim Þegar ég virti fyrir mér skáldið frá Víðivöllum, Guttorm J. Guttormsson, í kveðju samsætinu, sem honum var haldið í Winnipeg áður en hann fór til íslands í sumar, fannst mér hann nokkuð þreytulegur, enda hafa síðari ár verið honum þung í skauti vegna missis náinna ástvina, auk þess sem hann á nú hér um bil hálfan níunda áratug að baki. Guttormur hefir ávalt tekið því sem að höndum hefir borið á lífsleiðinni með norrænni karlmensku en stundum reynir meðlætið einnig á þolrifin. Hann var nú á leið til Islands í boði Loftleiða, Þjóðræknisfélagsins og nokkurra vina og þar myndi honum fagnað með kostum og kynjum, því hann er löngu þjóðkunnur fyrir ljóð sín og leikrit austan hafs sem vestan og ættlandið hafði áður sýnt honum mak- lega viðurkenningu fyrir bókmenntastörf hans; árið 1938 fór hann til íslands í boði ríkisstjórnarinnar og 1939 var hann sæmdur stórriddarakrossi Fálkaorðunnar með stjörnu. — Víst myndi hann eftirsóttur gestur á heimilum og í veizlum á Islandi og myndi eiga lítillar hvíldar að vænta í þessari heimsókn. Með þetta í huga, var það mér það ánægjuefni þegar blaðinu barzt fyrsta viðtalið við hann; það bar engin þreytu- merki. Þvert á móti; tilsvörin voru skörp og sprækileg, blönduð gamni og alvöru eins og Guttormi er eiginlegt. Svo var það síðastl. viku, að ég frétti að Guttormur væri í borginni og greyp ég tækifærið að sleppa úr steikjandi hit- anum á skrifstofunni til að ná tali af honum. Hann var á heimili Jóhannesar og Bergljótar Sigurdson dóttur sinnar, en hún fór með honum til íslands. Það var eins og að koma á svalandi gróðurblett í eiðimörk að koma á þetta fallega heimili á Assiniboine árbakkanum og skrafa við þau feðg- inin um íslandsferðina. Kímnisglampurinn var aftur kom- inn í augu skáldbóndans og hann virtist hafa yngst um mörg ár. „Pabbi virtist draga þrótt úr jörðu um leið og hann steig á íslenzka grund“, sagði Bergljót, „það var eins og hann lifnaði við. Einu sinni vorum við í heimboði fram til kl. fjögur eða fimm að morgni og hann reis úr rekkju eftir fárra stunda sveín alveg óþreyttur“. — Hvernig féll þér að fljúga1? spurði ég Guttorm. „Flugið yfir til íslands var mér í alla staði viðfeldið og ánægjulegt, heilsubætandi og hressandi; útaf breyting fyrir mann, sem fæddur er á jarðríki. Á öllum flugvélunum var aðbúðin með ágætum, en sú albezta með Loftleiðum. Þar ofaná allt sælgætið var veitt franskt koníak. Flugfreyjan sem er skyld mér að frændsemi og að sjálfsögðu mjög yndis- leg stúlka hefur ef til vill veitt mér heldur betur en hinum. Hef ég það til marks um það hve flugvélin var vökur, að ekki fór einn einasti dropi til spillis, þó flugfreyjan helti barmafullt staupið. Ekki var að harma það.“ Þið hafið svo skemmt ykkur konunglega? „Já, þeð gerðum við, Loftleiðamenn komu okkur fyrir á hinu nýja glæsilega hóteli, Sögu, fínasta hóteli, sem við höfum séð og hugsa sér, að það voru bændasamtökin, sem reistu það, enda er það stundum nefnt Bændahöllin — út- sýnið þaðan er stórkostlegt. • Loftleiðir lögðu okkur jafnvel til mann til þess að líta eftir því að við skemmtum okkur vel“. Var ekki mikið um véizlur og heimboð ykkur til heiðurs? „Ég fylgdi nú pabba eins og nokkurs konar Lady-in- waiting", sagði Bergljót brosandi, og svo sögðu þau mér frá veizlunum og fólki sem hafði heiðrað Guttorm á ýmissan hátt og um ræður er hann hafði flutt, en þegar kom til að punkta niður þessa skemmtilegu frásögn kom babb í bátinn. „Við vorum nú að segja þér þetta að gamni okkar“, sagði Guttormur; „Ég vil síður að það komi á prenti, það er eins og ,bragging‘ og ég vil síður vera að hreykja mér upp.“ — Mér þótti skáldið óþarf- lega ,modest‘, en það þýddi ekki að deila við dómarann, eins og þar stendur. — Lindal dómari flutti margar ræður á Islandi? „Já, hann gerði sér og okk- ur hér hinn mesta sóma með erindi er hann flutti í Há- skóla íslands um hin fornu lýðveldislög Nýja íslands. Allir, sem ég heyrði minnast á það, dáðust mjög að því að verðugu og var þess minnst í ritstjórnargrein í blaðinu Vísi, ef ég man rétt.“ Sástu miklar breytingar frá því að |þú heimsóttir ísland 1938? „Já, ísland, það er fram- faranna og framtíðarinnar land, nú á tímum líklega rík- asta land í heimi, miðað við stærð landsins og fólksfjölda. Framfarirnar þar eru gífur- legar á öllum sviðum — svo að því verður ekki með orð- um lýst. „Sjón er sögu ríkari“. Sem lítið dæmi um nýsköp- un eru „fjöllin“ fyrir sunnan Kópavog látin rýma fyrir stórbyggingum. Þetta vinna landsmenn með ógurlegum vélabáknum. Þeir skapa ekki einungis stórhýsin, heldur og lóðirnar undir þær. Reykja- vík, Kópavogur og Hafnar- fjörður eru í þann veginn að verða eitt. Þess verður ekki langt að bíða, að þessar þrjár borgir samanlagðar verði ein reyklaus Reykjavík, eins og „London okkar“ á fyrir sér að verða.“ London okkar? „Já, Englendingar mega ekki við því að missa svo og svo margar prósentur af þjóð- inni vegna hins banvæna and- rúmslofts sem stafar af kola- reyknum. ísland á nóg fossa- afl til að gera London okkar að reyklausri Lundúnaborg. Þetta er meðalið. Sá tími kemur að Dettifoss, Gullfoss, Skógafoss og fleiri fossar verða virkjaðir og rafmagnið vírað til Englands og annara landa. Eftir að þeir Krustjoff og Kennedy hafa sameigin- lega búið sig í stríð móti Kín- verjum — eins fullkomlega og þeir sameiginlega álíta nauð- synlegt til að tryggja friðinn í heiminum verður öllu af- gangsfé varið til góðra hluta eingöngu (og um afvopnun talað í einlægni).“ „Þann lykil skal ísland á öldinni finna fá afl þeirra hluta er skal vinna.“ Hittuðu ekki mörg skáld og rithöfunda? „Jú, ekki virðast þessar verklegu framfarir hafa hnekkt andlegu lífi á íslandi; það hefir aldrei verið í meiri blóma en nú. Ef nokkuð er, þá hefir hin efnalega velmeg- un aukið hið andlega fjör. Ég saknaði margra sem ég hitti 1938 — Valtýs Stefánssonar, Guðm. Finnbogasonar og fl. Ég hélt ég ætti ekki samleið með hinum yngri, en þeir voru okkur frábærilega elskulegir, og eru margir hverjir hinir glæsilegustu menn, en aftur vil ég forðast að nefna nöfn, því þá sleppi ég e.t.v. nafni einhvers sem sízt skyldi gleymast.“ Ferðuðust þið víða? „Við fórum til Akureyrar og dvöldum þar nokkra daga, og vinir okkar flugu með okkur frá Reykjavík að Hólmlátri í Snæfellssýslu, þ a r s e m Jensína konan mín sáluga sleit barnaskónum. Við höfð- um mikla ánægju af að koma á báða þessa staði. Hvar sem við komum á íslandi endur- tók sig sama sagan — framúr- skarandi gestrisni og fólkið svo ástúðlegt að það var eins og að hitta bræður og systur. Við geymum minningarnar um ferðina til íslands í þakk- látum huga til æviloka." „Ég fer bráðum heim“, sagði bóndinn frá Víðivöllum, að lokum, „þar bíða mín ýms störf og það er gott; hirðing skepna er skemmtileg og holl vinna og vinnan er iífsins balsam.“ FJALLKONA á hinu árlega Scandinavian Music Festival í Seaiile sunnudaginn 4. ágúsi kl. 3 e.h. í Seaíile Centre. Miss Margarel Anne Bjornson Þetta verður tólfta tónlistarmót Skandinava í Seattle- borg og í þetta sinn verður þátttaka íslendinga sérstaklega áberandi. Þar kemur fram sem Fjallkona, Margaret Anne, dóttir Tana og Sigrid Björnsson. Forseti dagsins, Harold M. Eastfold lögmaður er af norskum ættum, kvæntur Eriku, dóttur séra N. S. Thorlakson. Þau hjónin og Björnsson hjón- in heimsóttu ísland í sumar með stóra hópnum frá Van- couver. Tónlistarmótið hefst með fána skrúðgöngu; eftir að full- trúi úr borgaráði fagnar gestum, syngur íslenzkur karlakór undir stjórn Tana Björnsson en Mr. Björnsson er víkunnur sem söngmaður og söngstjóri. Þá flytur forseti ávarp og síðan leikur 45 manna hljómsveit. Ræðismaður Islands, Karl Frederick flytur ávarp og Edward Palmason er einsöngvari á mótinu. Fólk ættað frá Danmörku, Noregi, Islandi, Svíþjóð og Finnlandi efnir sameiginlega til þessa norræna tónlist- armóts, sem þúsundir manna sækja árlega. GREETINGS . . . from JENKINSON'S TOM-BOY STORE MEATS & GROCERIES Sastified Customers Our Best Recommendation Phone 482-3150 or 482-3151 Selkirk, Mon.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.