Lögberg-Heimskringla - 01.08.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 01.08.1963, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1963 Þjóðháfíðin í Milwaukee 1874 Framhald frá bls. 1. heimili Haraldar Þorláksson- ar og þaðan út í skóginn. Haraldur setti upp ræðustól- inn, Björn bróðir hans bar að mér greinar og ég batt sveiga. Þegar við komum aftur var loksins komið íslenzka flagg- ið frá málaranum, svo fallegt að öllum líkaði, þar var líka Ameríkanski fáninn og var það mitt síðasta,-áður en farið var í kirkjuna, að sauma hann utan um stöngina. Við vinur minn, komum fyrst allra í kirkjuna og ég skautaði mig í flýti. Bráðum fór Norskt fólk að flykkjast að. Áður en tekið var til, var orðið nærri fullt hús og allir Islendingar, um 80 mann, komu í tæka tíð. Guðþjónustan byrjaði kl. 2. Páll Þorláksson flutti bæn og Jón Bjarnason prédikaði ræðu þá, sem síðar er orðin kunn. Söngurinn, sem ég hafði æft, gekk betur en ég hafði búist við, ekki mér að þakka samt, heldur því hvað íslend- ingar eru af náttúrinni vel sönggefnir. Þessi hátíðarstund var kyrrlát og fór vel fram, og alvörusvipur var yfir bæði íslendingum og Norðmönn- um. Strax eftir guðþjónustuna var mynduð „processia“ fyrir utan kirkjuna, Páll Björnsson og Jón Ólafsson, í broddi fylkingar með fánana, síðar aðrir karlmenn, þá kvenfólk og vorum við Sigurjóna Lax- dal í skautbúningi fremstar, þarnæst Ólöf frá Espihóli, systir hennar og Jóhanna Skaptadóttir í húu-búning og síðar hitt kvenfólkið. Þegar komið var út í lund- inn, fengu menn sér svala- drykk og hvíldu sig í skugga trjánna. Bráðum sté Jón ólafsson í ræðustólinn og hélt langa og upp á síðkastið snjalla ræðu fyrir minni íslands. Var svo gengið að borðum, fengið California vín og skál íslands drukkin með níföldu húrra. Næst mælti Ólafur Ólafsson, fallega fyrir minni íslenzku innflytjenda og eindrægninn ar. Söngmenn þarna voru Árnabjarni Sveinbjörnsson, Hans Thorgrimsen, Páll Þor- láksson, Rannveig Þorláks- dóttir, Haraldur Þorláksson María kona hans frá Ljósa- vatni og ég. Við byrjuðum með Eld- gamla Isafold og voru Norð menn ánægðari með sönginn en við sjálf. Þá kom Páll Þorláksson fram og talaði nokkur orð Norsku fyrir minni Ameríku og Norðmanna í Ameríku. Voru þrjú húrra gefin fyrir þeirri ræðu eins og Ólafs. Þá sungum við „Lóan flokknum flýgur“ enn með hrósi Norðmanna. Geel muydeu prestur þakkaði fyrir minni Norðmanna og óskaði íslendingum heilla í Ame- ríku. Dálítið meira var sungið þar á meðal „Vort land, vort land“ og söng Geelmuydeu með og einn annar norskur. Þá hélt Jón Bjarnason ræðu um íslenzka tungu, sem var góður rómur gefin. Enn minntist Jón ölafsson á þá, próf. Willard Fiske og aðra sem höfðu sent bókagjaf- ir til íslands. Nú var orðið dimmt og kvennfólk að búa sig heim en karlmenn voru fæstir á því, því sumir voru þeir orðn' ir hreyfir en „enginn þessháttar, sem hefði eins sómasamlegt (nfl. drukkið). Kl. 10 gengu i heim í logni og blíðu og skildu með vináttu. Næsta dag var fundui voru nærri allir landar cent á mann. Ráðstafað að íslenzka flaggið og k manna búningarnir sk geymdir þangað til nýler væru stofnaðar og sen hinni fjölmennustu.- F1 gjörðist á þessum fu (máske 'jafn skynsamt þetta). Frósögn séra Póls Þorlókssonar ina til skemmtigarðs e „Þann 2. ágúst héldum við landar hér, milli 60 og 70, upp þúsund ára afmæli vorrar kæru fósturjarðar; við söfn- uðumst saman í Milwaukee nokkrum dögum á undan og kusum 3 manna nefnd, til þess að undirbúa hátíðarhaldið, og standa fyrir því; og skoruðum vér á séra Jón Bjarnason (sem ásamt konu hans hafðist við í Milwaukee þá 2 mánuði, júlí og ágúst, sem latínuskól- inn í Decorah í Iowa, þar sem séra Jón er skipaður kennari í latínu og grísku, átti sumar- leyfi) að prédika yfir okkur út af hinum 90. Davíðs sálmi, þeim texta, sem viðhafður var um allt ísland. 2. ágúst söfnuðumst við saman í kirkju Gelmuydens, norsks prests í Milwaukee, til þess að hlusta á hina fyrstu íslenzku prédikun, sem nokk- urntíma hafði haldin verið, að því er menn munu hafa sögur af, hérmegin Atlantz- hafs. Auk okkar Islending- anna var fjöldi Norðmanna í kirkjunni, þeirra, sem höfðu gaman af að heyra „hvernig hinir gömlu forfeður þeirra hefðu orðað það“. Séra Jón hélt snjalla prédikun um Drottins náðarríku varðveizlu á hinni íslenzku þjóð, um hin liðnu 1000 ár, og söngurinn, sem kona hans, Lára, dóttir hins góðfræga söngmeistara vor íslendinga, Péturs Guð- johnsens, stóð fyrir, gekk af- afbragðs vel, svo að Norð- menn luku lofsorði á okkur fyrir. Að lokinni messugjörð skip- uðumst við til prósessíu á strætinu fyrir utan kirkjuna, þannig, að 2 flaggberar í hin- um íslenzka þjóðbúningi gengu fyrir, annar með hið íslenzka, sem við höfðum gjöra látið til þessarar hátíðar — blátt með ídregnum hvítum fálka — en hinn með hið þrí- lita stjörnuflagg Bandaríkj- anna; þarnæst röðuðu sér karlmenn 2 og 2 og þá konur, sumar í hinum íslenzka þjóð- búningi. Þessari prósessíu hélduni við út í gegnum borg- 5 dollara og undirbúið með mat og vínföngum. indi fyrir skál íslands og Norðmanna hér, sem margir vóru viðstaddir, þeim þakkað fyrir bróður' ar viðtektir á okkur fræ um þeirra, sem hitt höf? þá aftur hér á landi L heppna eftir þúsund ár. Þá var drukkin skál fram í því, að safna bók handa íslandi í sumar, og v einkum teknir fram p Fiske við Cornell háskól; og próf. R. B. Anderson Wisconsin háskólann í M< son. Báðir hinir nefndu h< ursmenn voru boðnir til Allt fór vel og af honum og munu minnast þeirrar hátíðar, nokkrum íslendingum i aðist að halda í Milwaukee ar sinnar, er forðum átti sonu, er að réttu ber heið sá, að hafa fyrst fundið þe auðuga og víðlenda ríki.“ Úr ræðu séra Jóns Bjarnasonar „Hver, sem gleymir ae jörð sinni, eða þykisi yíir þ hafinn, að varðveiia það að hann er sladdur í ír andi landi og leiiar sér lífsviðurværis, næsí því að Guði. Það er fljóisiigið frá þjóðerni sínu það gen hann gle-j stuit stig því að ka 111 þess kasta feðra trú sinni. Compliments of . . . JOHANN'S BEAUTY SALON Specializing in oll types of Beauty Culture 78 - FIRST AVE. GIMLI, MANITOBA Compliments of . . . PHYL'S BEAUTY SALON RIVERTON, MANITOBA PHONE: 79-242 Compliments of . . . ARNOLD'S RADIO & T.V. SERVICE A. NELSON (Prop.) TELEVISION SALES — SERVICE AND INSTALLATIONS Phone Business 762-5689 Phone Res. 762-5380 LUNDAR MANITOBA ALÚÐAR ÁRNAÐARÓSKIR til íslendinga á sjötugasta og fjórða þjóðminningardegi þeirra á Gimli 5. ágúst 1963. DR. G. PAULSON Viðialsstaðir: LUNDAR og ERIKSDALE Manitoba With the Compliments of . . . SWEDISH CANADIAN SALES TOOLS • Highest Quality • Largest Selection • Lowest Prices Rupert Ave. at Princess WINNIPEG 943-0485 SELKIRK LUMBER COMPANY • Sash • Doors • Wallboard • Cement • Shingles and Concrete Blocks, made at Selkirk For Prices Call Winnipeg Beach, Phone 72 Selkirk Phone 482-3141 Selkirk Manitoba Hughei'lar ámaðaróskÍT til allra íslendinga á þjóðminningardaginin. PÁUL HALLSON . 714 ELLICE AVE. WINNIPEG, MAN. JOE'S ESSO SERVICE Atlos Tires, Batteries & Accessories Gasoline — Oil — Lubrication GALE OUTBOARDS & SERVICE UNDER A NEW MANAGEMENT Open from 7.30 a.m. to 1 1.30 p.m. FULL CAR SERVICE PETER AND JOE SULYMA PHONE: 532 BOX 308 GIMLI, MANITOBA CONGRATULATIONS . . . to the lcelandic People on the Occasion of the 74th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, Manitoba, August 5th, 1963. Roberts & Whyte Ltd. DRUGGISTS Sargent at Sherbrook, Winnipeg SPruce 4-3353

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.