Lögberg-Heimskringla - 01.08.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 01.08.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1063 5 Fjallkonur íslendingadagsins í Winnipeg og á Gimli 1924 Mrs. Sigrún Lindal 1925 Miss Stefanía R. Sigurdson 1926 Miss Ida Dorothy Swainson 1927 Mrs. Salín Guttormson 1928 Mrs. Guðrún Blöndal 1929 Miss Margrét Ólöf Backman 1930 Mrs. Ingiríður Jónsson 1931 Mrs. Sigríður Björnsson 1932 Mrs. Sigríður Olson 1933 Mrs. Jórunn Lindal 1934 Mrs. Jónína Lilja Stephensen 1935 Mrs. Lára B. Sigurdson 1936 Mrs. Björg Violet Isfeld 1937 Mrs. Lillian Murdock (Selkirk) 1938 Mrs. Halldóra Jakobson 1939 Mrs. Lilja Eylands 1940 Miss Lóa Davidson 1941 Mrs. Kristín Jónasson 1942 Mrs. Gerður Steinþórsson (ísland) 1943 Mrs. Guðrún Skaptason 1944 Mrs. Sophia Wathne 1945 Mrs. Ólína Pálsson 1946 Mrs. Pearl Johnson 1947 Mrs. Kristín Hilda Stefánsson 1948 Miss Matthildur Halldórson 1949 Mrs. Hólmfríður Daníelson 1950 Mrs. Steinunn (Stefánson) Sommerville 1951 Mrs. Ingibjörg Jónsson 1952 Mrs. Fríðbjörg Jóhanna Jónasson 1953 Miss Jórun Vigdís Thordarson (Gimli) 1954 Mrs. Lena Goodman 1955 Miss Snjólaug Sigurdson 1956 Mrs. Arnheiður Eyjólfson 1957 Mrs. Margrét Helga Scribner (Gimli) 1958 Mrs. Sigrún Stefánson (Gimli) 1959 Mrs. Ólavía Finnbogason 1960 Mrs. Doris Johnson 1961 Mrs. Ellen Magnússon (Gimli) 1962 Mrs. Ingibjörg Goodridge 1963 Mrs. Guðrún Stevens (Gimli) Afdrif framúrskarandi fjóraflamanna Búkolla Árið 1923 var haldinn þýð- ingarmikill fundur í Edge- water Beach hótelinu í Chicago. Á fundinum voru tíu mestu fésýslumenn heims- ins. 1. Forseti stærzta einka stálfélagsins. 2. Forseti National City Bank. 3. Forseti stærzta orku- framleiðslufélagsins. 4. Forseti stærzta gas félags- ins. 5. Mesti hveitikorns speku- lantinn. 6. Forseti New York Stock Exchange. 7. Ráðherra í ráðuneyti for- seta Bandaríkjanna. 8. Mesti hlutabréfa speku- lantinn á Wall Street. 9. Yfirmaður stærsta ein- okunnarhringsins. 10. Forseti Alþjóðabankans — Bank of International Settlements. Vissulega er ekki hægt að þera á móti því, að hér voru samankomnir hæfustu og happasælustu fésýslumenn heimsins; þeir höfðu fundið lykilinn að því, hvernig ætti að afla sér fjár. En tuttugu og fimm árum síðar, þegar leitað var upplýsinga um hvar þessir menn væru nið- urkomnir kom þetta í ljós: Charles Schwab, forseti stærsta einka stálfélagsins, dó gjaldþrota og lifði af láns- fé síðustu fimm ár ævi sinn- ar. Samuel Inscull, forseti stærsta orkuframleiðslufé- lagsins, dó á flótta undan dómsvöldunum á erlendri grund og var þar allslaus. Howard Hopson, forseti stærsta gasfélagsins, var orð- inn geðveikur. Aríhur Collon. mesti hveiti- korns spekulantinn, dó er- lendis og var þá orðinn gjald- þrota. Richard Whiiney, forseti New York Stock Exchange, var í þann veginn að losna úr Sing Sing fangelsinu. Alberi Fall, ráðherra for- setans, hafði verið sleppt úr fangelsi svo að hann gæti dáið heima. Jesse Livermore, mesii hlutabréfaspekulantinn á Wall Street, framdi sjálfs- morð. Ivor Krueger, yfirmaður stærsta einokunarhringsins, framdi sjálfsmorð. Allir þessir menn voru leiknir í þeirri kúnst að safna fé, en þeir höfðu ekki lært að lifa. Einu sinni var karl og kerling í koti sínu. Þau áttu einn son, en þótti ekkert vænt um hann. Ekki voru fleiri menn en þau þrjú í kotinu. Eina kú áttu þau karl og kerling; það voru allar skepnurnar. Kýrin hét Bú- kolla. Einu sinni bar kýrin, og sat kerlingin sjálf yfir henni. Þegar kýrin var borin og heil orðin, hljóp kerling inn í bæinn. Skömmu seinna kom hún út aftur til að vitja um kúna. En þá var hún horfin. Fara þau nú bæði, karlinn og kerlingin, að leita kýrinn- ar, og leituðu víða og lengi, en komu jafnnær aftur. Voru þau þá stygg í skapi og skip- uðu stráknum að fara, og koma ekki fyrir sín augu aft- ur fyrr en hann kæmi með kúna. Bjuggu þau strák út með nesti og nýja skó, og nú lagði hann af stað, eitthvað út í bláinn. Hann gekk lengi lengi, þangað til hann settist niður og fór að jeta. Þá segir hann: ,,Baulaðu nú, Búkolla mín, ef þú ert nokkurstaðar á lífi.“ Þá heyrir hann að kýrin baul- ar langt langt í burtu. Gengur karlsson enn lengi lengi. Sest hann þá enn niður til að jeta, og segir: „Baulaðu nú, Búkolla mín, ef þú ert nokkurstaðar á lífi.“ Heyrir hann þá Búkollu baula nær en í fyrra sinni. Enn gengur karlsson lengi lengi, þangað til hann kemur fram á fjarskalega háa hamra. Þar sest hann niður til að jeta, og segir um leið: „Baulaðu nú, Búkolla mín, ef þú ert nokk- urstaðar á lífi.“ Þá heyrir hann að kýrin baular undir fótum sér. Hann klifrast þá ofan hamrana, og sér í þeim helli mjög stóran. Þar gengur hann inn, og sér Búkollu bundna undir bálki í hellin- um. Hann leysir hana undir eins, og leiðir hana út á eftir sér, og heldur heimleiðis. Þegar hann er kominn nokkuð á veg, sér hann hvar kemur ógnastór tröllskessa á eftir sér, og önnur minni með henni. Hann sér að stóra skessan er svo stórstíg, að hún mundi undir eins ná sér. Þá segir hann: „Hvað eigum við nú að gera, Búkolla mín?“ Hún segir: „Taktu hár úr hala mínum, og legðu það á jörðina.“ Hann gerir það. Þá segir kýrin við hárið: „Legg ég á og mæli ég um, að þú verðir að svo stórri móðu, að ekki komist yfir nema fuglinn fljúgandi." I sama bili varð hárið að ógnarstórri móðu. Þegar skessan kom að móð- unni, segir hún: „Ekki skal þér þetta duga, strákur.“ „Skreptu heim, stelpa," segir hún við minni skessuna, „og sæktu stóra nautið hans föður míns.“ Stelpan fer, og kemur með ógnastórt naut. Nautið drakk undir eins upp alla móðuna. Þá sér karlsson að skessan muni þegar ná sér, því hún var svo stórstíg. Þá segir lann: „Hvað eigum við nú að gera, Búkolla mín?“ „Taktu hár úr hala mínum, og legðu Dað á jörðina," segir hún. Hann gerir það. Þá segir Bú- kolla við hárið: „Legg ég á og mæli ég um, að þú verðir að svo stóru báli, að enginn komist yfir, nema fuglinn fljúgandi.“ Og undir eins varð hárið að báli. Þegar skessan kom að bál- inu, segir hún: „Ekki skal þér þetta duga, strákur.“ „Farðu og sæktu stóra nautið hans föður míns, stelpa,“ segir hún við minni skessuna. Hún fer, og kemur aftur með nautið. En nautið meig þá öllu vatn- inu, sem það drakk úr móð- unni, og slökkti bálið. Nú sér karlsson að‘ skessan muni strax ná sér, því hún var svo stórstíg. Þá segir hann. „Hvað eigum við nú að gera, Búkolla Framhald á bls. 8. COMPLIMENTS OF . . . Goodman & Kojima Electric Ltd. COMPLETE ELECTRICAL SERVICE 384 McDermot Ave., Winnipeg 2, Mon. Telephone WH 2-7759 HUGHEILAR HAMINGJUÓSKIR til íslendinga á þjóðminningardaginn SELKIRK FISHERIES LIMITED LOUIS BLAND HARVEY BLAND Office Phone WHiteholl 2-6176-7-8 Office and Whse. — 371 LOGAN AVENUE CONGRATULATIONS! . To the lcelandic People on the Occasion of their National Celebration at Gimli Sigfusson Transportation Co. Ltd. SPruce 4-2166 PHONES SU 3-1417 787 Toronto St. Nothing comes near the fresh clean taste of Seven-Up. It’s an individual taste. One that belongs exclusively and uniquely to Seven-Up. No wonder it hasn’t been equalled f or f lavour and value. Nothing does it like Seven-Up. Remember, nothing does it like Seven-Up!

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.