Lögberg-Heimskringla - 01.08.1963, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 01.08.1963, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1963 Úr borg og byggð Ágæt skemmtun í síðasta blaði var birt skemmtiskrá íslendingadags- ins á Gimli og ber hún með sér, að mjög hefir verið vandað til alls í sambandi við daginn og að þar muni verða gaman að vera. Einn snjall- asti ræðumaður íslands séra Kristján Róbertsson, sem nú þjónar íslenzku söfnuðunum í Argyle, mælir fyrir minni íslands, þeir sem hlýddu á erindi hans á Frónsmótinu í vetur, eða lásu það í Lögbergi- Heimskringlu, munu ekki vilja missa af ræðu hans. Ræðu flutningur hans er með ágætum. Hjörtur Pálsson, bókavörð- ur íslenzka safnsins við Mani- toba háskólann flytur frum- ort kvæði og Erlingur Eggert- son lögmaður mælir fyrir minni Kanada en hann er skýr og skorinorður ræðu- maður. Fjallkona dagsins Guðrún — Mrs. Lawrence Stevens dóttir Mr. og Mrs. B. J. John- son, flytur ávarp á íslenzku. Evelyn — Mrs. D. E. M. Allin, dóttir Mr. og Mrs. T. R. Thorvaldson, syngur lög við íslenzka texta. Hún er gædd yndislegri söngrödd. John J. Arnason mun stjórna hátíð- inni skörulega eins og hann gerði í fyrra. Allt er þetta ungt fólk af þriðju kynslóð Islendinga hér á landi. íslendingar á Gimli og byggðunum þar nyðra hafa lengi átt góða og vinsamlega sambúð við Ukraníumenn, það fer því vel á því að þeir hafa boðið þeim að taka þátt í hátíðinni með kórsöng, en Ukraníumenn eru taldir góðir söngmenn. Margt fleira verður til skemmtunar þennan dag. Margir hafa mesta ánægju af því að skrafa við gamla vini, sem þeir hitta e.t.v. aldrei nema þennan eina dag á ár- inu. Sennilega verður þarna statt margt af þvi fólki, sem fór til Islands í sumar, og er þá hægurinn hjá að leita frétta frá því um frændur og vini á ættjörðinni. ☆ Mr. og Mrs. W. S. Sawyer frá St. Vital eru nýkomin heim úr skemmtiferð til Van- couver. Á leiðinni heim komu þau við hjá foreldrum Mrs. Sawyer í Mozart, Sask. — Mr. og Mrs. G. D. Grimson og slóust þau í ferðina með þeim hingað. Þau gera ráð fyrir að dvelja hjá dóttur sinni í fjórar vikur og heim- sækja vini í North Dakota áður en þau fara heim. Leiðrétting í dánarminningu Roy Nel- son er birtist í blaðinu 4. júlí, er sagt að hann eigi 5 bræður á lífi, en þeir eru 6; sá sjötti er Emil Nelson í South Dakota. Fyrsta gjöfin til lýðháskóla í Skálholti Fyrsta gjöfin til lýðháskól- ans, sem kirkjan ætlar að reisa í Skálholti, er frá vestur- íslenzkum hjónum, búsettum í Winnipeg, Guðrúnu Gríms- dóttur og Ágústi Eyjólfssyni. Guðrún er fædd og uppalin í Skálholti, dóttir Gríms Ei- ríkssonar og Guðrúnar Eyj- ólfsdóttur, er þar bjuggu og eignuðust þar 11 börn, en alls voru börn þeirra fjórtán. Gjöfin, sem er 20 þúsund krónur, er gefin til minningar um þessi hjón. „Ég minnist foreldra minna“, skrifar frú Guðrún Grímsdóttir, „sem guðrækinna og góðra for- eldra“. Þau bjuggu góðu búi í Skálholti og komust vel af þrátt fyrir mikla ómegð, „reyndu eftir megni að láta okkur ekki vanta það nauð- synlegasta“. Hið eina, sem frú Guðrún finnst, að hana hafi skort í uppvextinum, voru bækur. „Það hefðu verið góð- ar fréttir á þeim árum að heyra um skólabygginguna, sem nú á að fara að reisa“, skrifar Guðrún. Þessi höfðinglega gjöf aldr- aðra hjóna, sem dvalizt hafa langan aldur vestan hafs, er ánægjuleg og uppörfandi byrjun á stuðningi, sem þessi áformaða stofnun á vafalaust eftir að njóta frá góðum Is- lendingum. Sigurbjörn Einarsson. Mgbl. 21. júlí. „Allgöfqastur bær á öllu íslandi" í dag munu hugir íslend- inga beinast að Skálholti. Sú merka athöfn, sem þar fer fram, rifjar upp hinn mikla þátt, sem Skálholt á í íslenzkri sögu. Ekki er sízt ástæða til í því tilefni að minnast nokkuð fyrstu biskupanna þar. 1 fornum heimildum segir, að Teitur, sonur Ketilbjarnar ins gamla að Mosfelli, hafi um tvennt verið mikill gæfu- maður. „Hann var sá gæfu- maður, að hann byggði þann bæ fyrst, er í Skálaholti heitir og er nú allgöfgastur bær á öllu Islandi. Sú var önnur gæfa hans, að hann átti að syni Gissur inn hvíta, er með kristni kom til Islands og bjó í Skálaholti eftir Teit, föður sinn“. Gissur hvíti var einn helzti brautryðjandi kristninnar á Islandi. Hann var annar að- alleiðtogi kristinna manna, er kristni var lögtekin á Alþingi. Hann vann síðan að eflingu kristninnar á allan hátt. Hann átti margt mannvæn- legra barna, en mest traust batt hann við Isleif son sinn. Honum „fylgdi hann utan og seldi hann til lærlingar abba- dísi einni“, í Herfurðu á Sax- landi. „Isleifur kom svo til Is- lands, að hann var prestur og vel lærður“. Eftir heimkom- una settist hann að hjá föður MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: A ensku: kl. 9.45 f. h 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. sínum. „Gissur hvíti lét gera hina fyrstu kirkju í Skála- holti og var grafinn að þeirri kirkju, en Isleifur bjó í Skála- holti eftir föður sinn.“ Tíminn 21. júlí. Frú Guðrún Brynjólfsson ekkja séra Eiríks S. Brynjólfs- sonar, Vancouver, B.C., flutti til íslands fyrir þremur vik- um ásamt börnum sínum, einni dóttur og tveimur son- um. Fjölskyldan mun verða til heimilis í Reykjavík fyrst um sinn. ☆ Alberi G o o d m a n frá Reykjavík kom vestur um haf í maí með hóp leiðtoga verkamannnasamtakanna á íslandi, sem var boðið vestur af stjórnarvöldum Bandaríkj- anna. Þeir ferðuðust víða frá hafi til hafs og komu til helztu stórborga landsins. Albert kom hingað til Winnipeg í heimsókn til systur sinnar og manns hennar, Mr. og Mrs. Steindór Jakobson. Hann lagði af stað heimleiðis á sunnudaginn. ☆ Sieindór Jakobson varð sjötugur á mánudaginn 29. júlí. Hann rak lengi verzlun hér í borg og hefir tekið mik- inn þátt í íslenzkum málum, var meðlimur Karlakórs Is- lendinga meðan hann var við líði og hefir verið í fjölda mörg ár í íslendingadags- nefndinni. Vinir hans árna honum heilla í tilefni þessa merkisafmælis. Gifling Carolyn, dóttir Mr. og Mrs. S. H. Sigurgeirson, Hecla, Man. og Rhéal, sonur Mr. og Mrs. Julien Teffaine, voru gefin saman í hjónaband í St. Louis de France Chapel í St. Boniface á laugardaginn 27. júlí. Sóknarprestur þeirrar kirkju framkvæmdi vígsluna en Mrs. D. E. M. Allen söng tvö giftingarlög, Mrs. M. Toohey var við hljóðfærið. Fjölmenn og vegleg veizla fór fram í Diplomat Motor Hotel. Þar var mælt á þremur tungum. Helgi K. Tomasson fyrir minni brúðarinnar á ensku, íslenzku og fáein orð á frönsku; sóknarpresturinn á frönsku og ensku og séra Skúli Sigurgeirson á ensku og íslenzku og brúðguminn á ensku og frönsku. Brúðhjón- unum bárust fjöldi heilla- skeyta. Brúðguminn stundar lögfræðinám; heimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. Búkolla Framhald frá bls. 5. mín?“ „Taktu hár úr hala mínum og legðu það á jörð- ina,“ segir hún. Síðan segir í gatið en það var of þröngt, svo hún stóð þar föst, og varð loks að steini í gatinu, og þar er hún enn. En karlsson komst heim með Búkollu sína, og urðu karl og kerling því ósköp fegin. Brezki flugherinn auglýsti eitt sinn eftir fallhlífaher- mönnum á eftirfarandi hátt: Það er hættulegra að ganga yfir götu í London en að stökkva með fallhlíf úr flug- vél. Skrifstofunni barst m.a. þetta svar: Þar sem ég bý hinu megin við götuna, þori ég því miður ekki að koma yfir og bjóða mig fram. hún við hárið: „Legg ég á og mæli ég um, að þú verðir að svo stóru fjalli, sem enginn kemst yfir, nema fuglinn fljúgandi." Varð þá hárið að svo háu fjalli, að karlsson sá ekki nema upp í heiðan him- ininn. Þegar skessan kemur að fjallinu, segir hún: „Ekki skal þér þetta duga, strákur.“ „Sæktu stóra borjárnið hans föður míns, stelpa,“ segir hún við minni skessuna. Stelpan fer og kemur með borjárnið. Borar þá skessan gat á fjallið, en varð ofbráð á sér, þegar hún sá í gegn, og tróð sér inn ALÚÐAR ÁRNAÐARÓSKIR til íslendinga á þjóð- minningardegi þeirra JOHNSON'S STORE N. R. Johnson Axel Johnson Oscar Johnson PH. 762-5361 LUNDAR MANITOBA EMIL'S Barber. Shop 80 CENTRE ST. GIMLI MAN. Wishes to thank the lcelandic people of Riverton, Arborg and Gimli for their patronage during the years. Best Wishes Always: EMIL CONGRATULATIONS to our many lcelandic Customers and Friends SENKOW'S GROCERY & SMALL WARE 98 3rd AVE. Ph. 418 Gimli, Mon. COMPLIMENTS OF VETERAN#S GARAGE Masjey-Ferguson Soles & Service PHONE 7-6245 — RES. PHONE 7-6573 ARBORG, MAN. Compliments of . . . SNYDAL ★ ★ ★ ★ PLUMBING & HEATING CONTRACTOR For the utmost comfort . . . SNYDAL-I-Z-E . . . your Plumbing and Heating Phone 482-5528 Jock Snydal P.O. Box 40 446 Main St., Selkirk S. A. SIGURDSON & SON Imperiol Esso Agent — Esso Service Station Internotionol Trucks — Soles & Service ARBORG, MAN. PHONE 7-6247

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.