Lögberg-Heimskringla - 01.08.1963, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 01.08.1963, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1963 GUÐRÚN FRA LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga „Ja, hvað skal okkur þá leggjast til. Því þó að mamma isé dugleg, og það er hún, getur hún ekki verið ein á heimilinu. Ég er harður á spildunni og Helgi karlinn puðar þó nokkuð ennþá. En Sveinki rakar alltaf með þeim. Hann þyrfti nú að fara að læra að bera ljá í gras, kominn fast að fermingu. Eða finnst þér það ekki?“ „Hvað skyldi mig svo sem varða um það, hvort hann lærir að slá eða ekki“, hnuss- aði í Gunnvöru. „Hvernig ert þú annars til heilsunnar? Varst þú ekki eitthvað hjá lækni í sumar?“ spurði Hrólfur, vinalegur í rómnum. „Jú, það var ég. En ég fékk góðan bata“, sagði Gunnvör ólíkt mýkri í máli. Alltaf varð þó að koma kurteislega fram við fólk, þegar það spurði eft- ir heilsufari manns. „Það má heita, að ég sé eins og önnur manneskja síðan. Það er áreið- anlega góður læknir, sem við höfum fengið“. „Varstu hjá honum allan tímann, sem þú varst út í vík- ,inni?“ „Ónei, Hrólfur minn. Það er nú ekki vanalegt, að sjúkling- arnir séu á heimili læknanna, enda yrði þá líklega nokkuð þröngt hjá þeim stundum. Ég var til húsa hjá henni Hall- /ríði, móður hans Bensa okk- ar. Það er góð kona“. „Svo já“, sagði hann dauf- lega. „Er Sigríður þar hjá honum ógift? Eða kannske þau séu búin að gifta sig, þó að ég hafi ekki heyrt það“. „Hún er heima hjá foreldr- um sínum. Þau gifta sig sjálf- sagt ekki, fyrr en nýja húsið er tilbúið", sagði Gunnvör. „En það bölvað mont og mikilmennska, að vera að ^yggí3 hús. Svo fer hann á hausinn með það allt sam- an“, stamaði Hrólfur. „Það fer hann ekki. Þetta er s v o d d a n dugnaðarpiltur“, sagði Gunnvör storkandi. „Það heldur mamma að hann geri“, fullyrti Hrólfur og þrástarði á tjaldið. „Ætlar hann aldrei að vera búinn að sötra í sig kaffið. Mig klæjar í lófana. Þá lagnar til að skella á kjammana á honum, þrælnum þeim“. „Láttu þér ekki detta slíkt í hug. Það yrði þér bara til skammar. Hann er fílhraust- ur“, sagði Gunnvör. „Varla álítur þú hann hraustari en mig, sem kallað- ur er af öllum hinn sterki“, sagði hann og hló tröllslega. „Um það segi ég ekkert“, flýtti Gunnvör sér að svara. Hún sá að Herdís á Litlu- Grund var á leiðinríi til þeirra, og tók því til fótanna upp á grundirnar, þar sem konurnar sátu og skröfuðu. „Anzi var Hrólfur brosleit- ur framan í þig“, sagði Sigrún á Sléttu. „Er hann kannske farinn að stíga í vænginn við þig?“ „Það dettu hronum nú sjálf- ,sagt ekki í hug, enda ætlar móðir hans honum víst eitt- hvað hærra og meira en vinnukonuvæflu. En nú var hann að segja mér, að Brynka :gan\la sé alveg á förum, og var að tæpa á því við mig, að ég tæki við verkunum henn- ar. En það verður nú varla af því. Það er nú annað að brjótast um í kollinum á mér ,núna en það. Ég er áreiðan- lega búin að fá nóg, og það fyrir löngu síðan, af þræl- dóminum og vinnukonustörf- unum í sveitinni, og ætla nú að reyna að söðla eitthvað um“. „Nú, ert þú kannske að gefa okkur í skyn, að þú sért að stíga upp í hjónasængina“, sagði Sigrún brosandi. Konurnar ráku upp stór augu og færðu sig nær til þess að missa ekki af svarinu. „Já, nei, nei. Það liggur nú sjálfsagt ekki fyrir mér héðan af. Ég er líklega komin aftur fyrir biðröðina. En ég er að hugsa um að flytja í kaupstað og vita, hvernig mér líður þar. Ef það verður ekki að óskum, fáið þið mig sjálfsagt aftur á sveitina“. „Blessuð, komdu heldur til mín“, sagði Sigrún. „Heldur en taka upp á þeirri vitleysu, að fara að flytja í kaupstað. Það eru víst nógir staðir fyrir þig hérna í sveitinni". „Það verður áreiðanlega ekki keppt um hér í sveit- inni þegar heilsan fer að bila og þannig er nú komið. Því miður“, sagði Gunnvör. „Þetta hafa þær talið þér trú um þarna út frá í sumar“, sagði ein konan í hópnum. „Það gerir allt sem það getur, kaupstaðardótið, til þess að narra fólkið frá bændunum“. Nú beindist athygli kvenna- skarans allt í einu að hús- freyjunni á Fjalli. Hún gekk hnarreist á móti stjúpsyni sín- um og heilsaði honum og kærustu hans með handa- bandi og þakkaði honum fyrir síðast. Konurnar litu glottandi hver á aðra. Hamingjuóskir til íslendinga í tilefni af 74. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Manitoba, 5. ágúst 1963. • CANADiAN IMPERIAL BANK OF COMMERCE D. E. SOUTAR, Mgr. GIMLI MANITOBA „Skyldi hún nokkuð hafa tekið það nærri sér, að heilsa upp á framhjátökuson bónda síns, svona í fjölda viður- vist?“ sagði Gunnvör. „Aldrei hefði mér dottið í hug, að ég ætti eftir að verða áhorfandi að þessu“. „Það er víst ekki meira en að samþykkja, að þau mægð- inin flyttu að Fjalli, ef strákurinn hefði viljað taka að sér að verða bústjóri hjá föður sínum“, sagði ein ná- grannakona Vilborgar. „Þetta finnst mér nú ótrú- legt“, sagði önnur kona. „Þetta fréttist svo sem í vor, að Bárður hefði riðið út að Stóru-Grund til þess að tala við son sinn. Var það ekki satt Gunnvör?“ Lof í eyru, en last á bak, frá láni og blessun margan rak. CONGRATULATIONS . . . to the lcelandic People on the 74th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, Man., August 5th, 1963. MANITOBA ROLLING MILL COMPANY LIMITED SELKIRK, MANITOBA Stjórn og Starfsfólk Winnipeg Supply félagsins óskar íslendingum til heilla og hamingju á 74. þjóðminningardegi þeirra á Gimli 5. ágúst 1963. Viðskipti vor við íslendinga frá byrjun hafa verið vingjarnleg og ánægjuleg og oss er ljúft að halda þeim þannig áfram. Call Us For Your COAL - FUEL OIL - CONCRETE AND LUMBER Phone 943-0341 The Winnipeg Supply & Fuel Co. Ltd. 8th FLOOR, BOYD BLDG. WINNIPEG, MAN. "The Bay" extends Best Wishes to the lcelandic People of Canada on the occasion of their 74th Anniver- sary Celebration. We sincerely believe the future holds the kind of resourceful and energetic prosperity so character- istic of your colorful past. ííim'>smrs l5iuj (Eompunn. INCORPORATED 2 7? MAY 1670.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.