Lögberg-Heimskringla - 01.08.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 01.08.1963, Blaðsíða 1
Högberg; - ^etmskrmgla Stofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept.. 1888 77. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 1. AGÚST 1963 NÚMeOÍ FJÖLMENNIÐ Á ÍSLENDINGADAGINN Á GIMLI 5. ÁGÚST Fyrsti íslendingadagurinn í Vesturheimi Þótt við nefnum íslendinga- daginn á Gimli 74. þjóðhátíð íslendinga í Vesturheimi þá er það ekki rétt að öðru leyti en því, að síðan 1890 hefir þjóðhátíðir verið haldnar samfellt ár hvert og stundum á fleiri en einum stað. Fyrsti þjóðhátíðar dagurinn í Vest- urheimi var haldinn í Mil- waukee 2. ágúst 1874 í minn- ingu þúsund ára byggðar Is- lands. Það mætti því segja með nokkrum rétti að íslend- ingadagurinn í Norður-Ame- ríku ætti níræðisafmæli á morgun — föstudaginn 2. ágúst. í tilefni þess birtum við tvær frásagnir um þetta hátíðahald, önnur eftir frú Láru Bjarnason, er Miss Theodora Herman lét blaðinu góðfúslega í té og hin eftir séra Pál Þorláksson, endur- prentuð úr blaðinu Norður- fari á Islandi (janúar 1875). Þjóðhátíðin í Milwaukee 1874 Efíir fylgjandi frásögn er lekin upp úr úidræiii af dag- bók móður minnar Mrs. Láru Bjarnason — efiir hennar eigin handriii. — Theodóra Hermann. Þann 7. júlí 1874 komum við til Milwaukee, Jón 'Ólafs- son, „ritstjóri“ og Páll Björn- son (Péturssonar alþingis- manns) sóttu okkur á járn- brautarstöðina og fóru með okkur heim til Ólafs Ólafsson- ar frá Espihóli í Eyjafirði, og konu hans Ólafar, sem mér bráðum varð hlýtt til. Það fólk sem mest varð á vegi okkar þennan tíma, auk hinnar umgetnu var Þorlákur Jónsson, frá Stóru Tjörnum, Kona han Lovísa Neilsen (frá Húsavík) og börn þeirra, Páll, Rrvunveig, Björn, Valgerður ög Haraldur, kona hans, María (frá Ljósavatni), og Stefán bróðir hennar, Friðjón Friðriksson og kona hans, Guðný Sigurðardóttir frá Harðbak, hjónin Jónas Jóns- son (forseta bróðir) og Krist- rún Jónsdóttir frá Elliðavatni í Gullbringusýslu, Einar Bjarnason, kaupmaður úr Reykjavík (familían upp á 13 eða 14 manns), Árnabjarni Darlene Erickson, hirðmey Sveinbjörnsson, bróðir Svein- björns, componista í Edin- burgh, Hans Thorgrímsen frá Eyrabakka, Sigurjóna Laxdal (sem alla æfi reyndist okkur góð), Jón Þórðarson og kona hans Rósa, sem síðar voru vel þekkt, víða meðal landa, Jón Halldórsson, sem síðar var Fjallkonan, Mrs. Guðrún Sievens, Gimli mörg ár í eða nærri Lincoln, Nebraska, Carólína Dalman, Jóhanna Skaftadóttir frá Reykjavík. Jónas Jónsson og Kristrún, kona han voru fyrsta fólkið sem við heimsóttum (8. júlí) og var sama kvöld fundur í húsi þeirra, sem Páll Thor- laksson, hafði kallað saman til að ræða um nýlendustofnun í Wisconsin, fyrir íslendinga. Uppástungan var feld eftir nokkurt þras. Næsta kvöld var enn hald- inn fundur um þúsund ára hátíðahald 2. ágúst og kosin nefnd í málinu. Friðjón Frið- riksson, Haraldur Þorláksson og ég, þóttist ég hafa nóg að hugsa um júlí mánuð út, og var með áhyggjur fyrir því að hátíðarhaldið yrði okkur til minkunnar. 12. júlí prédikaði Páll Þor- láksson í Norsku kirkju Geelmuydeu prests og léði hann okkur hana til söng- æfinga hvenær sem væri, og 'svo 2. ágúst. Nefndin hafði fundi við og við. Konur skyldu vera svo margar sem gætu í húu eða skautbúningi, karlmenn tveir, í stuttbuxum og skotthúfu búningi þeim sem Sigurður málari Guðmundsson hafði komið upp í móðinn á íslandi, skyldu ganga á undan með íslenzka flaggið (fálkinn) og Amerikanskt flagg. Lundur spölkorn frá var fenginn og skyldi þar setja upp ræðupall, skreyttur laufi og dúkum. Þessar og fleiri til- lögur okkar nefndarinnar voru samþykktar, á fundi sem á voru 29 manns, og var þar safnað ögn af peningum til að Lynda Slevens, hirðmey bera kostnaðinn. 2. ágúst upprann kaldur og skýjaður og gaf þannig ekki miklar vonir um skemmtun. Við fórum snemma morguns frá herbergjum okkar í Jeff- erson St. og tókum með okkur allt sem brúka þurfti til dags- ins, gengum 2—3 mílur að Framhald á bls. 2. Séra Krisiján Róbertsson John J. Arnason Flytur „Minni íslands" Forseti dagsins Mrs. D. E. M. Allen Sólóisti dagsins Erlingur Eggertson Flytur „Minni Kanada" Hjörtur Pálsson Flytur frumort kvæði

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.