Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Page 1

Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Page 1
Högberg; - J)etmsferingla Stofnað 14. jan., 1888 Slofnuð 9. sept., 1886 78. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 23. JÚLÍ 1964 NÚMER 30 75 ára afmæli Islendingadagsins í Canada Forsætisráðherrahjón Islands heiðursgestir íslenzk guðsþjónusta fer fram í Fyrstu lútersku kirkju í tilefni af heimsókn forsætisráðherra íslands á sunnudagskvöldið 2. ágúst kl. 7. Sóknarprestur prédikar. Forseti Þjóðræknisfélagsins kynnir forsætisráðherrann, sem svo flytur ávarp. Að lokinni guðsþjónustunni fer fram kaffidrykkja í sam- komusal kirkjunnar. Gefst fólki þá tækifæri að kynnast hinum tignu geslum og spjalla saman. Allir eru velkomnir. Hon. Errick F. Willis flyiur „Minni Canada". Dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra íslands flytur aðalræðu dagsins, SAGA ÍSLENDINGADAGSINS í íslendingadagsblaði Lög- berg-Heimskringlu sem gefið var út í fyrra sumar var fyrsta íslendingadeginum lýst all ítarlega, en hann var hald- in í Milwaukee, Winsconsin 2. ágúst 1874 í tilefni þess að þá voru liðin eitt þúsund ár frá upphafi íslandsbyggðar. Á þeim árum mátti þessi borg kallast höfuðstaður íslend- inga vestan hafs, enda voru þar samankomnir ýmissir þeirra manna er síðar gerð- ust aðal-forystumenn meðal Vestur-Islendinga: séra Jón Dr. S. E. Björnsson, Flytur frumort kvæði. Bjarnason, Jón Ólafsson skáld og ritstjóri, Ólafur Ól- afsson frá Espihóli, Friðjón Friðriksson, séra Páll Thor- láksson, Þorlákur Jónsson frá Stórutjörnum og Jón Thorðarson. Fluttu þeir flest- ir ræðu á þessari þjóðhátíð og hefir löngum verið vitnað í þær, en þó sérstaklega í prédikun séra Jóns. Frú Lára kona séra Jóns, æfði og stýrði söngnum, vakti þessi þjóðminningahátíð mikla at- hygli. Næstu árin eftir 1874 voru Islendingar í sífelldum ný- lenduleitum, byggðamyndun- um og fluttningi og mynduð- ust íslenzkar nýlendur á þessum stöðum á næstu 16 árum: Nýja ísland, Minne- sota, Norður Dakota, Winni- peg, Argyle, Selkirk, Þing- vallanýlendan í Saskatchewan, Alplavatnsnýlendan og Shoal Lake og fl. Fyrsti íslendingadagurinn í Kanada Þegar fastabyggðir höfðu myndast fóru að heyrast raddir um að æskilegt væri að íslendingar tækju upp sér- stakan þjóðminningadag eins og aðrir þjóðflokkar hér í landi; mörgum var minni- stæð þjóðhátíðin í Milwaukee. Árið 1890 var Winnipeg- borg orðin höfuðstaður ís- lendinga í Vesturheimi. Borg- in var í örum vexti. Árið 1888 voru íbúar hennar um 21 þúsund (nú er tala Metro- politan Winnipeg 500 þúsund). Til borgarinnar hafði safnast fjöldi íslendinga, beint frá Is- landi og úr íslenzku byggð- unum og höfðu þeir fjörugt félagslíf sín á meðal. Þeir höfðu stofnað íslendingafélag (síðar nefnt Framfarfélag), söfnuði, Kvenfélag, Söngfélag, Bindindisfélag og fl. Þeir gáfu og út tvö vikublöð Heimskringlu og Lögberg auk þess Sameininguna. Meðritstjóri Heimskringlu, Eggert Jóhannsson hvatti Winnipeg Islendinga í blaði sínu 1888 til að efna til þjóð- hátíðar. Ekkert varð þó úr framkvæmdum. 4. júní 1890 skrifaði Jón Ólafsson skáld, þá nýorðinn meðritstjóri Lög- bergs, samskonar grein. Höfðu þá menn hugsað málið og fékk það nú byr undir báða vængji og var nefnd kosin til að undirbúa hátíða- höldin. 1 nefndinni voru ritstjórar vikublaðanna og Sameining- arinnar og menn frá öllum íslenzku félögunum í bænum: Einar Hjörleifsson (Kvaran) Jón Ólafsson Eggert Jóhannsson Gestur Pálsson Sigurður Einarsson Jón Blöndal Sigtryggur Jónasson séra Jón Bjarnason Wilhelm H. Paulson Jóhannes Gottskáldsson Signý Pálsdóttir Olson Eleónóra Júlíus Halldór G. Oddsson Hon. George Johnson, M.D. Fulllrúi Manitobastjórnar. Mr. S. Aleck Thorarinson, L.L.B. Forseti dagsins. Guðjón Jónsson. Forseti var kjörinn Wilhelm H. Paulson. Skrúðganga Klukkan hálf tíu um morg- unin 2. ágúst 1890 kom fólkið saman á balanum sunnan við Fyrstu lútersku kirkjuna (á strætahornunum) Ross og Nena (Sherbrook). Var þar skipað í fylkingar og skrúð- ganga hafin kl. 10.30 Fjörtíu leiguvagnar, allir þeir leigu- vagnar sem til voru í bænum, fluttu konur og börn, en reyndust þeir langt of fáir fyrir þann mikla fjölda, svo að margar konur urðu að ganga. Á undan undan fólk- inu gekk hornleikara flokkur hermannaskólans blásandi fyrir liði. Prócessian hélt austur Ross stræti suður Isabel og austur Notre Dame, niður á Portage og ofan á Main St. og austur Rupert St. til Victoria Gard- ens. Framhald á bls. 5. Hon. Wm. M. Benedickson, Fulltrúi Canadastjórnar.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.