Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Page 4

Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Page 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLÍ 1964 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Ediíor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Monireal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Björnsson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscripiion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Department, Ottawa, and for payment of Postage in cash. íslendingadagurinn hálfáttræður Islendingadagurinn að Gimli hinn þriðja ágúst n.k. verð- ur hinn sjötugasti og fimmti í röðinni. Allt um það eru þess þó litlar líkur, að sá afmælisfagnaður hafi á sér nokkur þau merki, er beri vott um ellihrörleik. Meginhluti dagskrár verður sem áður fluttur á íslenzku, og eins og lesendum þessa blaðs er kunnugt, verða þau dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Islands og kona hans, frú Sigríður Björns- dóttir, í hópi heiðursgesta, og flytur forsætisráðherra aðal- hátíðarræðuna. Þarf ekki orðum að því að eyða, að hér er um höfuðviðburð að ræða í sögu íslendingadagsins frá upp- hafi vega. Nokkur nýbreytni er það, að vegna afmælis íslendinga- dagsins mun „The Icelandic Canadian Club“ gangast fyrir sérstakri sýningu í skemmtigarðinum á Gimli Sýningarmun- um er ætlað að vera eins konar táknmyndir úr lífi og sögu Islendinga í Vesturheimi. Skjóta má því inn hér, að allur sá harðfiskur, sem íslendingadagsnefnd hefir flutt inn vegna hátíðarinnar, ætti að verða til fagnaðarauka. Um skeið var það álitamál, hvaða fisktegund skyldi höfð til hátíðarbrigða. Eftir töluverðar erjur og útistöður varð ýsan fyrir valinu. Sá fiskur er og kunnur mjög úr íslenzkri menningarsögu. Samkvæmt Þjóðsögum Jóns Árnasonar varð ýsan því óbein- línis valdandi, að óþarfahjali tveggja kerlinga lauk með ósköpum. Líklega er hún og fiskurinn, sem hlaut lof öfug- mælaskáldsins fyrir afburðasöngrödd. Hvað um það, þá hefir ýsan verið íslendingum matarmegin um aldir, bæði hert og soðin, og hróður íslands hefir hún borið allt suður á Spán, inn á byggðir blámanna í Afríku og vestur til Manhattan og Kaliforníu. I Norður Ameríku er að finna allmörg þau héruð, sem hafa hlotið heiti gamalla evrópískra heimkynna. Þannig man ég eftir að hafa rekizt á Noreg suður í Wisconsin, og fleiri sambærileg heiti mætti víst tína til. Hér í Manitoba ræða hinir eldri meðal íslendinga ennþá um Nýja ísland og enn mætti bæta við „Litla íslandi“ sem réttlætanlegri nafngift fyrir skemmtigarðinn að Gimli, þegar hann hefir klæðzt hátíðarskarti íslendingadagsins. En á slíkum tilli- dögum er garðurinn ekki einungis prýddur íslenzkum fán- um, heldur heyrast þar gamalkunn íslenzk ættjarðarlög um allan völl. Islenzkar ræður renna upp úr mönnum viðstöðu- laust, og íslenzkar kveðjur og athugasemdir hljóma í hverj- um krók og kima. Þá situr fjallkonan þar jafnan í öndvegi með hirðmeyjar tvær á hvora hönd. Áður en langt um líður, verður fjallkonan íslenzka tvö hundruð ára gömul. Eggert Ólafsson bjó henni fyrstur klæði í kvæðaflokki sínum um Island, sem hann orti einhvern tíma um lok þriðja aldarfjórðungs átjándu aldar. Snemma á nítjándu öld jók Bjarni Thorarensen mjög á frægð hennar með íslands minni sínu, sem allir íslendingar kunna enn þann dag í dag. Árið 1866 birtist svo fjallkonan í fyrsta skipti á mynd. Myndina gerði þýzkur málari í London eftir tillögum Eiríks Magnússonar bókavarðar í Cambridge, og var hún prentuð framan við síðara bindi ensku þjóð- sagnaþýðingarinnar þeirra Eiríks og George Powell fyrr- greint ár. I myndinni birtust ýmis íslenzk einkenni, svo sem ís og eldur, rúnakefli og hrafnar Óðins. Er til skemmtileg greinargerð um þetta í bréfi, sem Eiríkur Magnússon skrif- aði Jón Sigurðssyni forseta. Tæpum áratug eftir að hugmyndir Eiríks Magúnssonar um Isafoldu komu fyrir sjónir manna í kvenlíki, tók Bene- dikt Gröndal þær traustataki með því að fella fjallkonumynd þjóðsagnanna inn í hina frægu táknmynd, sem hann gerði fyrir þjóðhátíðina 1874. Sem kjarni þeirrar myndar barst nú fjallkonan inn á svo að segja hvert heimili á Islandi og „íslendingar voru lentir heilu og höldnu á eyðiströnd síns nýja lands. En fyrsti vetrardagur var að morgni." — 22. okt. 1875. Landnemarnir við Víðines á Gimli. Þessi mynd eftir list- málarann Árna Sigurðsson verður íil sýnis á íslendingadeginum. víða um útlönd. Auðvitað hafði Gröndal ekki hirt um að afla fjallkonunni fararleyfis frá höfundum hennar á Eng- landi, og var nú ekki þykkju- laust með honum og Eiríki Magnússyni um hríð. Þó að íslenzkir fánar og ættjarðaróður ráði óneitan- lega miklu um allt yfirbragð íslendingadagsins, mun samt mörgum sýnast svo, að ís- lenzkustu fangamörkin sé að finna, þar sem eru hátíðar- gestirnir sjálfir. Á andlitum hinna eldri getur að líta þær rúnir, sem eru í ætt við nátt- úruöflin á Halamiðum og norðan Hofsjökuls. Síðan tóku sléttuveðrin við og dýpkuðu þessar íslenzku rúnaristur án þess þó að raska svo hinu upphaflega mynstri, að ættar- mótið óskýrðist. Sjötugasta og fimmta þjóð- hátíð íslendinga í Vestur- heimi er hátíðleg haldin á þeim slóðum, sem urðu fyrsti varanlegi samastaður Islend- inga í Kanada fyrir um það bil níu áratugum. Fyrstu landnemarnir höfðu þegar fengið sig fullkeypta við mis- heppnaðar landnámstilraunir í Ontario og Nova Scotia. Landtakan við Víðirnes varð þeim þó þyngsta þrautin. I trjátoppum Nýja Islands var feigðarhljómur, og öldur Winnipegvatns seiddu brátt til sín margan góðan dreng, sem ekki átti afturkvæmt úr þeim viðskiptum. I suðri var Merkjalækur, sem greindi þessa lítt byggilegu spildu frá öðrum þeim héruðum Norður Ameríku, sem hvítir menn höfðu kastað eign sinni á. Til vesturs voru þéttir skógar og óræktanleg mýr- lendi og norður á bökkum ís- lendingafljóts beið Sandy Bar hinna sigruðu. Fyrstu kveðjurnar, sem kastað var á íslendinga í Manitoba voru því með afbrigðum kuldar- legar. Engu að síður varð Nýja ísland, þar sem við senn hefjum afmælisfagnað, fyrsta gróðarstöð íslenzkra erfða í Vesturheimi. Þar byrjuðu íslendingar að leggja grunn að framtíðarbústöðum með gæftaleysi Winnipeg- vatns og óræktarmýrar sem helztu björg. Norður við ís- lendingafljót hóf Framfari göngu sína og boðaði íslenzka ritöld inni á miðju því landi, sem fram til þess tíma, hafði verið gósenland vísunda og Indíána. Frá Nýja íslandi dreifðist svo fólkið suður og vestur, og eru nú synir og dætur þessarar fyrstu íslenzku byggðar í Kanada dreifð um allar jarðir meginlandsins. Það er engu líkara en að trjástofnarnir gömlu, sem um- lykja hátíðarsvæði íslendinga- dagsins, varðveiti þá sögu, sem nú var vikið að, en þeir voru fyrstu skjólgarðar land- ans á nýjum og ókunnum slóðum. Sú saga er og grunn- tónninn í gjálfri öldunnar, sem enn er að þvo tangann á Víðirnesi með sama verklag- inu og fyrir níutíu árum. Þess er að vænta, að sjö- tugasti og fimmti íslendinga- dagurinn verði öllum þeim, sem hlut eiga að máli, til sæmdar og ánægju og jafn- framt tákn þess, að ferill ís- lenzkrar manna í Vesturheimi hefir ekki orðið nein eyði- merkurganga. H. B. Greetings 1o our lcelandic Friends and Customers BROWN'S BARBER SHOP VVE SPECIALIZE IN PERSONAL HAIR STYLING 3 BARBERS TO SERVE YOU Air Conditioned for Your Comfort 503 ELLICE AVE. AT SPENCE WINNIPEG MAN. Greetings to our many lcelondic Friends . . . — NORWAY HOUSE CRUISES — Accommodation still ovailoble for cruises to Norwoy House during July ond August The SELKIRK NAVIGATION Co. Ltd. SELKIRK, MAN. P.O. BOX 119 PHONE 482-4121 WINNIPEG PHONE 452-0731 HUGHEILAR ÁRNAÐARÓSKIR til íslendinga á sjötugasta og fimmta þj óðminningardegi þeirra á Gimli 3. ágúst 1964. WILLIAM INDRIDSON SELKIRK MAN.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.