Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Blaðsíða 9

Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Blaðsíða 9
Compliments of . . . Jo - Ann (Bcjduh^ ShoptpJL 705 Sargent Ave. Specializing in all types of Beauty Culture Phone SUnset 3-6475 Lögberg - Heimskringla LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLl 1964 Compliments of . . . Jo - Ann (B&jcudLif. SJwjppsL 705 Sargenl Ave. Specializing in all types of Beauty Culture Phone SUnset 3-6475 9 GÍSLI JÓNSSON: LANDIÐ MITT UTANGARÐS Eftir Guðrúnu Finnsdóttur Ég þekki land við ytstu Atlants strauma; þar ungur sleit ég mörgum smalaskóm. Þar lifði ég mína dýrstu æskudrauma við daga langa, ilm og fuglaróm. Þar orti ég fyrstu æskudaga kvæði; þar ástin fyrsta snerti hjartastreng. Þar dró ég líka margan fisk úr flæði og fór með hrífu og ljá um tún og eng. Ég vann á tíðum meira en eftir megni, og meira reyndi, en kunni ég á skil. Ég gekk á fjöll til fjár í þoku og regni og fé til húsa rak í hríðarbyl. Þá fegurð dylst, er hvassir stormar hvína um hrímga jökla, eyðilönd og hraun. En hver er sá, sem hatar móður sína, Þótt herpi varir eða blási í kaun. Og hvar er land, sem engir oflof sungu, já, ef til vill, þótt stærra og fegra sé? — Því lærðu að skilja lands þíns sögu og tungu, og lærðu að elska þjóðar heilög vé. Þar geymist, lifir, insta afl og kjarni hvers einstaklings, og þjóðarinnar skart. Því hvað er land með enga glóð á arni? Það er sem harpa, er fingur neinn ei snart. Þú fagra land, sem lífið gafst oss ungum, þú land, sem geymir barna þinna spor, vér elskum þig á allra þjóða tungum, vér elskum þig, því þú ert móðir vor. HUGHEILAR ÁRNAÐARÓSKIR til allra Islendinga á þjóðminningardaginn DR. L. A. SIGURDSON (OavixÍADfL StudwAu "The Best in Photography" Phone GL 3-8541 106 Osborne Street WINNIPEG With the Complimentc of . . . McKAGUE, SIGMAR & CO. LTD. REflL ESTATE - MORTGAGE LOANS ALL TYPES OF INSURANCE RENTAL MANAGEMENT • • • 200-537 Ellice Ave. Phone SPruce 4-1746 WINNIPEG, MANITOBA Enginn hefir skrifað skilningsríkari og hugnæmari lýsing- ar af íslenzku frumherjunum og börnum þeirra í þessari álfu, en skáldkonan Guðrún Finnsdóttir; hún helgaði þeim skáldgáfu sína. í smásögum sínum segir hún frá baráttu þeirra þegar þeir eru að samlaga sig sínu nýja umhverfi, söknuði þeirra og sorgum, framsókn þeirra og sigrum. — Okkur þykir verulega vænt um að mega birta söguna, UTANGARÐS. Mun hún með fyrstu sögum skáldkonunnar, en var þó ekki prenluð fyrr en í sögusafni hennar HILL- INGALÖND, 1938. I sögunni er að finna lýsingu af „íslend- ingadegi" í Elm Park í Winnipeg, skömmu eftir aldamótin og á því sérslaklega vel við að sagan sé birl í þessu 75 ára afmælisblaði íslendingadagsins. — I. J. Hvers vegna þrá menn æf- inlega mest það, sem fjærst er og eigi hægt að höndla? Hvers vegna sýnist þeim, er hafa fasta jörð undir fótum, lönd hillinga svo miklu feg- urri og girnilegri? Löngunin að komast þang- að út í fjarlægðina verður allri skynsemi yfirsterkari. Þráin til að leita þessara björtu landa, grípur flesta einhvern tíma, og þá er hald- ið af stað út í lokkandi óviss- una. Hingað er ég komin, alla þá löngu leið utan af íslandi, og er ein þeirra mörgu, sem í dag — annan ágúst — er stödd á íslendingadeginum, aðalárshátíð Vestur-íslend- inga, til þess að hylla og dýrka ættjörðina norður í höfum. í hinum hávaxna hlynskógi suður með Rauðánni er sam- an kominn fjöldi manns af öllum stéttum og stigum, á öllum aldri, frá örvasa gam- almennum til hvítvoðunga. Veðrið er yndislegt, — og gömul kona sagði mér í morg- un, að drottinn gæfi íslend- ingum æfinlega gott veður 2. ágúst. Gæti ég bezt trúað, að þetta væri satt, því að það væri harðbrjósta af skapar- anum, að láta veðrið spilla fyrir gleði fólksins þennan eina dag. Með ræðum, kvæðum, músik, íþróttum og veizlu- höldum er dagurinn hald- inn hátíðlegur. Úrvals fólk sýnir íþróttir og andans menn yrkja og tala. Og mér hefir fundist í dag, að hér væri engum vesalmennum skipað í öndvegið. Orðgnótt ræðu- manna og snildarkvæði skáld- anna hituðu mér um hjarta- ræturnar. Svona geta menn ekki mælt nema af heilum hug. Minningar og myndir frá ís- landi ganga hér um ljósum logum, og mér skilst, að þótt þetta fólk sé búsettir borgar- ar þessa lands, þá hafi það ekki náð rótfestu, heldur ferðist fjöldinn, enn sem komið er, hér um sem út- lendingar í fjarlægu landi. Guðrún Finnsdóttir Ég hugsa um strjálbyggð- ina heima, og það grípur mig eftirsjá, þegar ég athuga þessa hópa af mannvænlegu fólki, sem reikar hér um und- ir laufhvelfingu linditrjánna eftir sléttum, grasi grónum árbakkanum. Allt eru þetta íslendingar, sem í dag, og kannske alla daga, horfa löngum augum til íslands, landsins, þar sem þeir áttu æsku, ættir og óðul. Á meðan stóð á skemmti- skránni, sat fólkið hljótt og alvarlegt og hlustaði eftir hverju orði. En að henni lok- inni kom skrið á alla. Menn fóru að ganga í kring og litast um, heilsast og talast við, leita uppi vini og kunningja- fólk. Allir báru á sér hátíða- svip og gleðibrag, svo að ég fór næstum að trúa því bók- staflega, sem Ásgrímur sagði mér á leiðinni út hingað í morgun, að Islendingadegin- um fylgdi slíkur kraftur, að jafnvel flokkarígurinn, sá rammi fjötur á hugum landa hér, kæmist ekki þar að. Hann sagði, að á þeim degi mætt- ust safnaðarstólpar úr and- vígum kirkjum með kristilegu brosi, eins og þeir viðurkendu, að hvorir um sig ættu þó rétt á, að ganga um guðs græna jörðina í glöðu sól- skininu og anda að sér hreinu útiloftinu, — bindindishetjur og brennivínsberserkir heils- uðust með kossi og handa- bandi og drykkju kaffi hver hjá öðrum með góðri lyst, — pólitískir hershöfðingjar töl- uðust við í allri vinsemd um landsins gagn og nauðsynjar, — forsprakkar andstæðra kvenfélaga horfðust í augu með ást og eindrægni meðan spurt væri eftir heilsu og líð- an. „Eftir þessu er bræðra- lagið meðal okkar allra hinna, sem bara fylgjumst með í allri einfeldni, trúskap og ein- lægni,“ bætti Ásgrímur við hlæjandi. „Glögt er gests augað, og þú mátt vara þig á því, að reyna að villa mér sjónir, því að ég er farin að sjá og skilja fleira en þig grunar, að „emigranti" hafi vit á“y svar- aði ég í sama tón. Það er svo margt sem ég hefi verið að reyna að átta mig á og athuga, síðan ég kom hingað. Og í dag, í öllu þessu fjölmenni, hefi ég reynt að nota bæði augu og eyru. Þrátt fyrir glaðlegt viðmót þeirra, sem við mig tala, finn ég, að ég er ekki skoðuð enn sem heimamaður. Eldra fólkið er afar íslenzkt í útliti og framkomu, en ber þó dálítið annan blæ yfir sér, en við höfum heima. Unga fólkið þykir mér fallegt, og ég öfunda það af því, hvað það er frjálsmannlegt og lát- laust. Ófeimið og glaðmælt hópar það sig saman og talast við, ýmist á íslenzku eða ensku. Það ber á sér greini- legan íslenzkan ættarsvip, og þó finst mér, einkum þegar það talar á ensku, að það beri á sér svolítinn útlendingsbrag. Mér hafa verið sýndir í dag alskonar merkismenn meðal Vestur-íslendinga — gáfu- menn, skáld og rithöfundar, þingmenn, lögmenn og lækn- ar, kvenfrelsishetjur, forsetar og leiðtogar svo og svo margra félaga. Til dæmis var mér bent á einn merkan reglu- boða, sem ég var svo heimsk að halda, að ekki væri alsgáð- ur. En hann kvað bara vera svona glaður í guði sínum. Svona misskilningur stafar auðvitað af einfeldni „emi- grantans" og því, að vera öllu ókunnug. Eldra fólkið er í óða önn að setjast við drekkhlaðin kaffi- borð, hér og þar undir trján- um, og vinum og frændum er boðið upp á kaffi. Allar

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.