Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Page 10
10
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLl 1964
Kafíidrykkja á fslendingadegi í Elm Park
konur, sem nokkur myndar-
bragur er á, hafa með sér
kaffiáhöld, alskonar brauð
og bakninga, og veita óspart.
Menn ganga á milli góðbú-
anna, frá einu borðinu til
annars, og eta og drekka kaffi,
eins og hver og einn hefir
hreysti til.
Eina konu þar varð mér
strax starsýnt á. Hún var
einkennileg og greind í tali,
en skrítin og grófgerð í fram-
komu. Feit var hún og fyrir-
ferðarmikil, klædd nærskorn-
um rauðum gljásilkikjól. Ó-
tamdri glysgimi var sjáan-
lega fullnægt að einhverju
leyti með alskonar gullstássi,
sem bókstaflega hringlaði í
utan á henni. Þó var sérstak-
lega beltið, sem hún spenti
um sig miðja, nýstárlegt í
mínum augum. Það var gert
úr silfurdölum, sem voru
hlekkjaðir saman. Gat þar að
líta á víxl höfuð Viktoríu
Bretadrotningar og frelsis-
gyðju Bandaríkjanna með á-
letruðum einkunnarorðunum
„Vér treystum Guði“. Beltið
var sjálfsagt verðmikið, því að
það þurfti fjölda af silfur-
dölum til að ná utan um mitt-
ið á konu þessari. Fegurðar-
gildið var þó ekki að sama
skapi, — en hvað hefir það að
segja samanborið við mátt
auðsins — þeim guði treysta
flestir.
Ég hefi einhvern veginn
tapað af samferðafólkinu, og
þarna í mannfjöldanum gríp-
um mig hálfgert óyndi og
heimþrá. Mér verður reikað
niður á árbakkann. Hér er
gott að sitja ein, hvíla sig,
hugsa og dreyma. Sólin stafar
í ána, og breytir skolgráu leir-
vatninu í fljótandi gullstraum.
Lygn er áin á yfirborðið, en
sterk, djúp og straumþung
liðast hún og vindur sig eftir
sléttunni, myndar nes og
tanga. Eitt þessara nesja er
„Elm Park“, staðurinn, sem
við nú stöndum á. Liggur það
eins og risavaxið hófspor, sem
L i f a n d i fólksstraumurinn
heldur áfram kynslóð eftir
ir áin áfram á leið til hafs —
ímynd þjóðarinnar hérna.
ilmandi gróðrarmoldina eða
gulann leirinn. Þarna streym-
áin sveigir í kring um. Hún
þvær bakkana, jafnar saman
og flytur í burtu, ýmist dökka,
kynslóð, meðan tíminn er að
jafna í glösunum. Þjóðin
heldur áfram, sterk og straum-
þung, en þeir, sem byggðu
landið fyrst, hverfa í haf
gleymskunnar, nema eins og
óljósar þjóðsagnir.
Þarna kemur Una frá Holti
í áttina til mín, en hún sér
mig ekki og fer framhjá.
Síðan ég kom að heiman, hefi
ég verið heimagangur hjá
henni. Una er búin að vera
hér vestra til margra ára, er
orðin öldruð kona og á upp-
komin börn, sem hún býr
með, því að maður hennar er
dáinn fyrir nokkru síðan.
Una er stöðugt að spyrja mig
frétta frá íslandi, sýnist
aldrei fá nóg að heyra heim-
an að. Hún spyr um allt —
menn og málefni, búskap,
skepnuhöld og allar breyting-
ar, sem orðið hafa í sveitinni
síðan hún fór En oftast
minnist hún á Holt, jörðina,
sem hún var fædd og uppalin
á. Þar bjó hún með Sveini
manni sínum í nokkur ár við
mikla fátækt og þungt hús,
þangað til Eiríkur hreppstjóri,
faðir Jóns í Hvammi, gekst
fyrir því að fá hreppinn til
að senda þau til Ameríku, svo
að þau yrðu sveitinni ekki
lengur til þyngsla. Ég læt Unu
aldrei merkja það á mér, að
ég muni eftir því, að þau voru
send af sveit vestur, og enn
síður Ásgrím son hennar.
Annars hefi ég oft hugsað um
þá Hvammsfeðga síðan ég
kom hingað, því að það er
líka þeim að þakka eða
kenna, að ég dreif mig hingað
vestur. Og það er ekki frítt
við að ég brosi með sjálfri
mér, þegar ég hugsa um, að
ég heimsæki oftast og mér til
mestrar ánægju þessa fjöl-
skyldu, sem hreppstjórinn
losaði sveitina við. Reyndar
fer altaf af mér gleðibragur-
inn, þegar myndin af Jóni
kemur upp í huga mínum, og
þótt skrítið sé, kemur það
oftast fyrir, þegar ég er með
Ásgrími, ekki eru þeir þó líkir
— og ekkert græðir Jón á
samanburðinum. Hann var
fæddur og alinn upp til að
vera prýði og forystumaður
sveitarinnar, til að ráða þar
og ríkja, búa á stærstu jörð-
inni, velja sér þá konu, sem
honum geðjaðist bezt að —
kaupa hana, ef hann fengi
hana ekki með öðrum hætti.
En Ásgrímur var sendur af
sveitinni, til að forðast frek-
ari vandræði, út í fjarlægð og
óvissu í aðra heimsálfu, til að
bjargast þar eins og bezt
mátti, eða hverfa í djúpið
eins og litla systir hans, sem
dó í hafi og var grafin af
skipsfjöl. Hvað ætli foreldrar
mínir segðu, ef þau vissu um
hugsanir mínar — þau, sem
fyrir löngu hafa skipað mér
í húsfreyjusætið í Hvammi?
En það getur orðið bið á því,
og kannske líka bið á því, að
ég fari heim til íslands aftur.
Og þó gnæfir nú Island und-
CHARLES
RIESS & CO.
FUMIGATORS
SUnset 3-3529
877 Woll St. WINNIPEG
arlega hreint og hátt í huga
mínum þessa stundina. Það
flýtur í tárhreinu heiðríkju-
loftinu úti í björtu norðrinu
— hillingalandið í fjarlægð,
sem enginn hér nær að stíga
fæti inn á.
Sterk löngun grípur mig, að
vera aftur horfin heim, und-
arlega seiðandi þrá eftir
horfnum fegurðar- og yndis-
stundum úti þar. Þó er það
einn vormorgunn bjartur og
fagur, sem stendur mér ein-
kennilega ljós fyrir hugskots-
sjónum. Ég heyri enn glaðæ
raddir vorsins óma í loftinr
og finn ilm gróandans. Grar
ið, fagurgrænt og ungt, er
mjúkt undir fæti, döggir
glitrar og glóir eins og stór.i’
demantsdropar í lynginu of
fjalldrapanum, og lambagrar
ið klæðir gráa melana ljés
rauðu skrúði. Morgunsólir
umvefur allan gróður jarðar
hlýju og birtu. Fjöllin teygja
sólroðna tindana upp í tær-
an himininn, og ár og lækir
eru á hraðri ferð til hafs. Og
hafið ber við blátt loftið eins
og dökk rönd langt úti í
fjarskanum. Yndislegur ís-
lenzkur vormorgunn — lífs-
gleði og lífsþrá, hvert sem
litið er! Náttúran leggur
saman nætur og daga til að
bæta upp fyrir kaldan og
langan vetur. Miðnætursólin
skín svo bjart, að dökkir
vængir næturinnar verða
ljósir og gagnsæir. Þegar nótt
og dagur halda bæði í senn
vörð um jörðina þarna úti í
norðrinu, fylgja því undar-
legir töfrar. Mennina langar
líka að leggja saman nætur
og daga, vaka vorið út, og
njóta lífsins og ljóssins, eins
og allur annar gróður jarðar-
innar, láta draumana rætast
og vonirnar vaxa.
Þessa þrá mína, að leggja af
stað upp á eigin spýtur út í
heim, fastákvað ég þarna úti
í morgunsólskininu að upp-
fylla. Alein fann ég þá styrk
til að ráða mér sjálf, en láta
ekki binda mig á dreif í
Hvammi alla æfi. Ég er ekki
enn búin að ná mér eftir bón-
orð Jóns í Hvammi, sjálf-
byrgingsháttinn, eigingirnina
og hégómaskapinn, sem lýsti
HUGHEILAR HAMINGJUÓSKIR
H. A. BRODAHL & CO.
PUBLIC ACCOUNTANTS & AUDITORS
PHONE WHitehall 2-6791 418 MclNTYRE BLOCK
HAMINGJUÓSKIR
Parrish & Heimbecker
Limited
661 GRAIN EXCHANGE BLDG. WINNIPEG
WHiteholl 2-2247
Operating Fully Equipped Grain Handling Facilities at
Moosehorn and Gimli and Modern Feed Mill at Gimli
Specializing in Prepared Scientific Feeds with
SHUR-GAIN Concentrates
Gimli Agenf _____J. S. GENDUR
Moosehorn Agent _R. A. ALTMAN
ALÚÐAR ÁRNAÐARÓSKIR
til allra íslendinga í tilefni af
þjóðminningardeginum á Gimli
DR. J. S. LANOWAY
Office Ph. SPruce 4-6485 Res. Ph. HUdson 9-9393
CHIROPRACTOR
831 SARGENT AVE.
WINNIPEG
HAMINGJUÓSKIR
Halldor Sigurdson & Son
LIMITED
CONTRACTORS AND BUILDERS
1410 Erin St.
WINNIPEG
SPruce 2-6860
MAY WE CONGRATULATE OUR MANY
ICELANDIC FRIENDS ON THIS
YOUR NATIONAL HOLIDAY
QiiustcnJ
.CLEANERS
.FURRIERS
.SH1RT LAUNDERERS
.FUR STORAGE
.CARPET CLEANERS
CL2 36II