Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Side 12

Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Side 12
12 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLl 1964 barnalegt þjóðernisstolt, og bætti við hikandi: „Við heima komumst ekki í hálfkvisti við ykkur, og þó hefir allt þetta fólk flutt frá íslandi sjálf- viljugt." „Já, það er einmitt eftirsjá- in eftir íslandi og örðugleik- arnir á að halda hlut sínum sem íslendingar, eftirsjáin, sem reynir að gera orð, hugs- anir og tilfinningar að veru- leika. Við reynum að bera ísland í hug og hjarta hér í fjarlægðinni. Og hvað því við- víkur, að allir flyttu hingað sjálfviljugir, þá er það nú vafamál." Una horfði á mig eins og hún væri að hugsa með sjálfri sér, að ég væri að tala um hluti, sem ég bæri ekki skynbragð á. Ég hefi oft rekið mig á það síðan ég kom að heiman, að mér er ekki ætlað meira vit en ég hefi, — svo að ég svaraði brosandi: „Kannske ekki allir, — en flestir, hugsa ég.“ Una svaraði þyngslalega: „Ég veit um sjálfa mig. Ég fór hingað sárnauðug. Það væri líklega réttast, að þú vissir, að við vorum send hingað af sveitinni. Ekkert af börnum mínum veit það, nema Grímsi minn. Hann var svo gamall, að hann hafði vit á því öllu.“ „Það er enginn blettur á fólki, þótt það sé fátækt,“ flýtti ég mér að svara, en mér var vel kunnugt brennimark- ið, sem fylgdi því, að vera sveitarlimur,----„og nú ert þú í betri kringumstæðum en flestir bændurnir, sem búa heima í sveitinni okkar,“ hélt ég áfram. „Hefir þú kunnað afskaplega illa við þig hér vestra, Una?“ spurði ég, til þess að breyta um umtals- efnið. „Kunnað illa við mig,“ tók Una upp eftir mér, „ekki held ég það, — en það varð svo mikið af mér eftir heima, að mig hefir altaf langað til að geta náð sjálfri mér í eina heild, í stað þess að vera tví- skipt. Öll fortíðin er heima, — og ræturnar standa djúpt í því landi, sem kynstofninn hefir þróast í yfir þúsund ár. Hér getum við ekki kennt börnum okkar sögu forfeðra þeirra í örnefnunum eða sýnt þeim hvar sporin liggja, nema þá í orði, og þess vegna reynum við að brýna raust- ina, eins og til dæmis í dag. Svo er aftur hin hliðin, sem lýtur að lífinu hér. Vitundin um, að hver geti verið sinn- ar gæfu smiður, hvatti til framkvæmda, og kom manni til að vinna þangað til blóðið spratt undan nöglunum. Sveinn var boginn í baki og með sigg í lófunum, þegar hann dó, en hann ruddi veg- inn fyrir framtíð barnanna okkar og græddi tiltrú á sjálfs síns mannskap. Ég skammast mín ekkert fyrir það, og það er ekki af gorti, en ég hefi oft fundið til sigur- gleði yfir því, að vera sjálf- bjarga, eiga heimilið mitt, og vita börnin mín og sjálfa mig friðhelga frá því, að vera ráðstafað sem þurfalingum. Ég sá oft í huga mér börnin mín, ef þau hefðu alist upp á sveitinni, og segjum Grímsi verið látinn til Eiríks í Hvammi fyrir smaladreng. Hvað hefði það uppeldi gert úr honum? Og stúlkurnar mínar, — um það bil að þær hefðu verið búnar að vera léttakindur hér og þar um sveitina við lélegan kost og lítilsvirðingu, hefði þeim ef til vill fundist þær hafa him- in höndum tekið, ef einhverj- um bóndanum hefði þóknast að taka þær fyrir vinnukon- ur. Ég hefi séð þetta allt. Þeir, sem eiga ilt og eru einmana, verða stundum litlu fegnir. Þegar þessum myndum bregð- ur fyrir, þá finnst mér, að margt þakkarandvarp muni líða frá vörum þeirra, sem komast hér vel af, en þekkja, og hafa lifað við, samskonar kjör og ég. Sú tilfinning verð- ur, hugsa ég, fyrsti frjóang- inn til að skjóta rótum hér.“ „Því farið þið ekki heim aftur, Una? Ég er viss um að þið kæmust ágætlega af nú.“ Þarna fannst mér ég hafa loksins fundið úrlausnina. Una brosti við og svaraði: „Það er nú ekki alveg eins auðvelt og það sýnist í fljótu bragði. Við erum orðin hér kunnug og landvön, höfum eignir og atvinnu, og börnin mín yrðu ef til vill útlending- ar heima. í þeim álögum vil ég ekki vita þau, og eins og ég sagði áðan, þá er ég tví- skipt, partur af mér á heima hér og unir ekki annars stað- ar. Þér þykir þetta víst ljóta ruglið, góða mín, eftir allt vitið, sem þú hefir hlustað á hér í dag,“ sagði Una á leið- inni þangað sem hljómsveitin var byrjuð að leika danslögin. Ég var ekki ánægð með það, sem Una sagði. Enginn Is- lendingur hafði rétt til að unna öðru landi en íslandi, og engum gat þótt verulega vænt um tvö lönd í einu. Vonbrigði og sársauki gripu mig. Svona voru allir hér. „Svo að það eru þá kjöt- katlarnir,“ sagði ég dálítið ó- þolinmóðlega. — „Mér verður líklega betra að komast heim aftur, áður en ég kemst á bragðið." Una stanzaði við og horfði á mig hálf-forviða á svipinn; hún vissi ekki hve margt sótti að mér þessa stundina. „Við skulum ekki misskilja hvor aðra,“ sagði Una lágt. „Ef þú ferð bráðlega heim aftur, verður ekkert eftir í huga þér héðan, nema laus- leg ferðaminning. En ef þú dvelur hér lengi, kemst þú að raun um, að ég hefi verið að segja þér sannleikann. Vest- urheimur skilar ekki svo greiðlega þeim aftur, sem setjast hér að. Ef þú ílendist hér, verður þú eins og ég og líklega flestir aðrir, sem komu hingað fullorðnir. í hug- anum felst altaf eftirsjáin eftir því, sem ekki er hægt að flytja með sér og svo saman- burður — samanburður, sem lengi verður engu hér í vil, en smábreytist þó. Á kvöldin, þegar ég stóð úti og horfði yfir sléttuna, þá sá ég fjöllin heima í dýrðarljóma. Nú þykir mér sléttan oft falleg. Þegar hitar og þurkar gengu, svo að allt skrælnaði og brann, þá mundi ég svo vel og þráði kælandi regnúðann heima og sá sólskinsskúradrögin í fjalla- hlíðunum. Og þegar heitir vindar blésu hér miskunnar- laust, þá mintist ég laufvind- anna og svala hafgolunnar. Nú man ég líka eftir hryssings- kulda og hellirigningum. í kvölddimmunni hér stóðu mér ljósar nætur og langir gullnir dagar fyrir sjónum. En nú man ég líka eftir ömurlegu skammdeginu og sólhvörfun- um. Svona gæti ég haldið á- fram, en þess þarf ekki, — þú skilur hvað ég meina. En það, sem þyngst er á meta- skálunum er, að vita sig og sína frjálsa og sjálfstæða, og fyrir það er ég guði þakklát. En ég er líka þakklát fyrir kjötkatlana, því barnið mitt, sem lézt í hafi, dó úr hungri. Hefir þú nokkra hugmynd um hvaða áhrif sú vitund og reynsla hefir í för með sér fyrir móður. Hún getur gert hana að grimmu villidýri, að vitfirring eða kjarklausum, voluðum vesaling. Barnið mitt dó úr hungri — af of lítilli og óhollri fæðu, sagði Compliments of . . . (Stlbarí ÍFmtrral Ifomra ICtó. First St.f Gimli and 309 Eveline St.r Selkirk BEST WISHES ON YOUR ANNIVERSARY COMPLIMENTS OF . . . Northern Lakes Fisheries Co. Ltd. 53 Martha St., Winnipeg, Man. Monagar: JACK MAIBACH TEL. WH 2-7366 With the Compliments of . . . Selkirk Metal Products Limited Monufacturers of the SELKIRK INSULATED CHIMNEY (Sveinson Patent) SEE YOUR LOCAL BUILDING SUPPLY CENTRE 625 WALL ST. WINNIPEG (jhsL&JtsUifturid <Hs)jum Custom Upholstered Furniture and Drapes • Recovering ond Reupholstering • Refinishing • Mode-to-Order Furniture • Cleaning • Dropes Mode to Order • Nooks • Slip Covers • Rugs • Repairs SUnset 3-3362 639 PORTAGE AVE. WINNIPEG, MAN. GREY GOOSE BUS LINES LTD. Serving Manitoba for 36 Years • Special Chartered Bus Rates • Extra Summer Service Between Riverton — Gimli and Winnipeg Phone 786-1427 301 Burnell St. Winnipeg 1 With Compliments of Cowin Steel Co. Ltd. REINFORCED CONCRETE ENGINEERS Reinforcing Steel PHONE: SPruce 5-8161 1137 Pacific Ave. Winnipeg 3, Man. COMPLIMENTS OF . . . Wallingford Press Ltd. Publications, Catalogs, Advertising Pamphlets Accounting Forms, Snap-Out & One-Time Carbon Forms PHONE WHiteholl 2-6488 303 KENNEDY STREET WINNIPEG 2, MAN.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.