Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Side 26

Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Side 26
26 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLI 1964 og vakti það forvitni okkar að sjá hvað það væri. Eftir að Indíánarnir höfðu affermt, búið um sig og kveikt sína vanalegu mats- elda, réðum við fjölskyldan á Víðivöllum, foreldrar mínir og við Fúsi bróðir minn, þá á unga aldri, að róa yfir fljótið og heimsækja þá. Þetta var siður, þegar Indíánar komu, að heimsækja þá og hafa við þá einhver viðskifti. Okkur þótti fagurt um að lítast þarna. Allt bar vott um vellíðan og velmegun. Alls- konar skrautklæði frá Hudson Bay Co. voru viðruð þar á stögum. Hópur kvenna og ung- linga var að verki, að þvo og skafa plönturætur sem við ekki þektum. Stór hrúga af þeim var breidd út til þerris á einni Hudson Bay ábreið- unni. Móðir mín var sæmilega enskumælandi eftir þriggja missera veru í Gravinhurst, Ontario og einn Indíánana, stór og föngulegur karl, gat „bjargað sér“ á enskri tungu. Þetta kom sér mjög vel. Að- spurður sagði hann að rót þessi væri grafin upp úr blautu mýrlendi og að hreinsuðu og þurrkuðu þessu, sem við sæum hér, mundi leiðangurinn halda áfram með það til Crossing og selja það. Annars var Hudson Bay búð- in í Stonefort (Lower Fort Garry) aðal verzlunarstaður þeirra. Þangað fluttu þeir grá- vöru sína á vetrum. Eftir upplýsingum frá áður áminstum Indíána, öðrum síðar, var þessi rót aðal lækn- ingalyf Cree Indíána. (Rót undan Vatnalilju (water lily) höfðu þeir til sáralækninga, skáru hana í stykki og lögðu þau við sárin). Þeir kunnu engin nöfn á líffærum, en köll- uðu það sem við kölluðum inn- vortissjúkdóma: „Sick inside“, og við þá átti rótin sem þetta bréf fjallar um. Undir „Sick inside“ heyrðu náttúrlega blöðru-, nýrna- og magasjúk- dómar og líklega lifrarsjúk- dómar. Aðferðin að lækna þá var öll hin sama: að skafa rótina niður í duft og éta hana, sjóða hana og drekka af henni soðið, tyggja hana og renna munnvatninu niður. Sama aðferðin var höfð við lungnaveiki, kvef og háls- veiki, að því viðbættu, að brytja niður rótina, gera úr henni heitan bakstur og leggja á veika staðinn. Við tannpínu var ráðlagt að láta rótarduft liggja við tönnina. Rótin var talin örfa blóðrás, auka skegg og hárvöxt og gefa góðan hárgljáa. Með vinsemd og virðingu, Guttormur J. Guttormsson. Rót sú sem hér um ræðir er samkvæmt skilgreiningu grasafræðinga Manitobahá- skóla hið svonefnda „Blue Flag". Um lækningarmátt plönt- unnar hfeir Dr. Ross Mitchel ritað í bók sinni Medicine in Manitoba, Winnipeg 1954, bls. 4. — Ritst. Compliments of . . . RUDD'S TOM-BOY STORE GIMLi'S FOOD CENTRE WHERE QUALITY AND SATISFACTION ARE GUARANTEED BÓNORÐ MENDELSOHNS Moses Mendelsohn, frægur þýzkur heimspekingur, Gyð- ingur að kyni, var faðir tón- skáldsins Mendelsohns. Moses var mjög ófríður maður og krypplingur. Á ferðum sínum heimsótti hann eitt sinn Gugenheim í Hamborg, því þeir voru áður málkunnugir. Gugenheim bauð honum að tala við dótt- ur sína. „Hún hefur gaman af að sjá yður, því hún hefur heyrt yðar getið.“ Mendelsohn finnur nú dótt- ur hans. Daginn eftir kemur hann aftur að máli við hús- bóndann. Þeir voru báðir fá- látir, en Mendelsohn minnist loks á dóttur hans og hælir henni fyrir, að hún sé skyn- söm stúlka og bjóði góðan þokka. „Já, heiðraði rabbi; á ég að segja yður sannleikann?" „Já, sjálfsagt." „Þér eruð heimspekingur og látið yður ekki bregða við það. Hún sagðist hafa orðið hrædd, þegar hún sá yður.“ „Af því ég hef kryppu á bakinu?“ „Auðvitað." „Eg átti von á því,“ sagði Mendelsohn, „en ég ætla nú samt að kveðja hana.“ Hann fór nú til stúlkunnar og settist hjá henni. Þau töl- uðu um alla heima og geima, en stúlkan leit aldrei á Men- delsohn. Loks sagði hún: „Haldið þér að það sé fyrirfram á- kveðið, hverjum maður á að giftast?“ „Það held ég víst,“ sagði hann „og það er skrýtin saga, sem ég skal segja yður. Eftir því sem stendur í Talmud (trúarbók Gyðinga), er það á- kveðið, þegar barn fæðist, hvaða mann eða konu það á að fá í heiminum. Þegar ég fæddist, var ákveðið, hver konan mín ætti að vera, en hún átti að vera ófríð með stóran herðakistil eða kryppu á bakinu. „Guð minn góður, sagði ég þá, „stúlkurnar eiga að vera fallegar. Láttu mig hafa kryppuna, en láttu konuna mína vera vel vaxna.“ Þegar Mendelsohn sagði þetta, lagði stúlkan hendum- ar um hálsinn á honum. Hún varð síðan kona hans, og þau unnust vel og lengi og áttu I mannvænleg börn. CONGRATULATIONS! MAPLE LEAF CREAMERY LUNDAR, MAN. PHONE 762-5241 ICELANDIC... your best sky-buy to all SCAIMDIIMAVIA! OF ANY SCHEOULED AIRLINE Thrift Season Fares . . . effective August 4th . . . are even lower! Save wherever you go... pay far less than jet Economy fares to key cities of Scandinavia and other European coun- tries. Take New York/Oslo round-trip for example. Together a husband and wife can SAVE a total of $174.80 over round- trip jet Economy fares. Remember, lcelandic’s fares are always the lowest at any- time of the year. . . one way or all-year round trips. You fly in roomy comfort on dependable, long-range DC-6Bs. Com- plimentary meals, drinks, snacks. For full details call your travel agent now. FROM NEW YORK TO: ICELAND . ENGLAND . SCOTLAND • HOLLAND NORWAY • SWEDEN • DENMARK • FINLAND . LUXEMBOURG Usethese /celandic Gateways—andsave—to all of Europe andbeyond The PIONEER of Low Fares fo Europe ICELANDIC AIRLINES 610 Fifth Avenue (RockefellerCenter) New York 20 • PL 7-8585 NEW YORK • CHICAGO . SAN FRANCISCO WRITE FOR FOLDER XI

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.