Lögberg-Heimskringla - 23.07.1970, Side 10

Lögberg-Heimskringla - 23.07.1970, Side 10
10 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLl 1970 íslenzkir landnemar og aldarafmæli Manitobafylkis Framhald af bls. 9. þess hinn íslenzki stofnar nofekurs konar lýðveldi hér á vatnsbakkanum. Lýðfundir eru haldnir og stjómarfyrir- komulag ákveðið. Lög eru samin fyrir nýlenduna. Ný- lendunni er skift í sýslur (byggðir), kosnir sýslumenn eða byggðarstjórar í hverri sýslu og sýslunefnd (byggðar- ráð). En yfirstjóm nýlendunn- ar er í höndum nýlenduráðs- ins, en það skipa byggðar- stjóramir 4 og yfirmaður sá, er nefrdst „þingstjóri (govern- or). Það æðsta embætti skip- aði Sigtryggur Jónasson. Ein- hvern tíma kemur sú tíð, að í sögu Kanada verður frá þessu skýrt sem einhverjum einkennilegasta og aðdáanleg- asta viðburði í sögu landsins á landnámstíð“. Og hvað nefndist svo þetta íslenzka ríki, landnám íslend- inga í Nýja íslandi? Það nefndist „Vatnsþing“, eins og fram er tekið í upphafi hinna gagnmerku „Stjórnarlaga Nýja íslands“, og bendir það heiti eitt sér til hinnar ís- lenzku fyrirmyndar laganna og stjómarskipulags þessarar söguríku nýlendu Islendinga. En vitanlega hlaut svo að fara, áður en langt um leið, að Keewatinhéraðið, að Nýja íslamdi meðtöldu, yrði hluti af Manitobafylki, en ekki gerðist það fyrri en „Stjóm- arlög Nýja lslands“ höfðu verið í gildi í rúman áratug. Þessi einstæða sjálfstæða ný- byggð, sem Islendingar stofn- uðu í Nýja íslandi á það meir en skilið, að minningunni um hana sé á lofti haldið á þessu merkisári í sögu Manitoba- fylkis og í sögu Islendinga þar í fylkinu. Nýja ísland skipar einnig merkissess í kirkjusögu ís- lendinga í Vesturheimi. Snemma á landnámsárunum urðu þeir séra Jón Bjamason og séra Páll Þorláksson and- legir leiðtogar íslendinga á þeim slóðum og hófu þar víð- tæka safnaðarstarfsemi. Um hinar sögulegu trúmáladeilur milli þeirra og fylgismanna þeirra er hér ekki ástæða til að fara mörgum orðum, en áreiðanlega á 11 u þær sér djúpar rætur í óvenjulega sterkum trúarlegum áhuga fólksins. Deilumál þessi heyra fortíðinni til. Segja má, að þau séu öldur, er risu hátt á sinni tíð, en eru löngu hnignar í tímans djúp. Kemur þá að afar merki- legum þætti í sögu íslenzku landnemanna í Nýja íslandi, sem ég fæ eigi betur lýst en í þessum orðum Einars H. Kvaran rithöfundar úr inn- gangi hans að saf-nritinu Vestan um haf: „Atferli íslendinga í Nýja íslandi var að fleira leyti ó- líkt a t f e r 1 i annara frum- byggja í óbýggðum Vestur- heims en því einu, að þeir settu sér stjómarskrá og lög. Fyrsti innflytjendahópurinn kom þangað 22. október 1875. Tæpum tveim árum síðar hafa þeir komið sér upp prentsmiðju og blaði í fá- m e n n i n u og fátæktinni. Fyrsta tölublaðið kom út í sept. 1877. „Prentsmiðjan og blaðið“, segir Dr. Bjöm B. Jónsson, „eru óræk sönnunar- merki þess, að án bókmennta fær íslenzk sál ekki lífi haldið. Án bókmennta gátu nýlendu- menn ekki unað ævi sinni ár- inu lengur“. Með útgáfu þessa fyrsta blaðs íslendinga í Vestur- heimi, Framfara, hófst blaða- útgáfa þeirra og bókmennta- saga. Fyrstu íslenzk kvæði, sem prentuð voru vestan hafs, komu í Framfara. Heiti blaðs- ins er ekki valið út í bláinn. Það lýsir bæði framsóknar- hug og framtíðartrú land- námsmannanna. Ekki er það þá heldur nein tilviljun, að Guttormur J. Guttormsson nefnir seinasta kvæðið í ljóða- flokki sínum Jóni Ausífirð- ingi einmitt „Framfara", og segir í kvæðislok: COMPLIMENTS OF LUNDAR GARAGE FORD FALCON & MERCURY GENUINE PARTS & ACCESSORIES REPAIRS TO ALL CARS GAS - OIL - TIRES BATTERIES FARM EQUIPMENT P. O. CHUMY SIGURDSON But. Phone 762-5321 Re*. 762-5483 LUNDAR MANITOBA Og fólkið með íslenzkan framfarabrag við framtíðarhorfumar sættist, og byggðin fór stækkandi dag eftir dag, og draumurinn smám saman rættist. Þegar skáldið orti þetta, var landnámsbaráttan harð- vítuga vitanlega löngu að baki, og sigurvinningamar margar og rniklar ljósu letri skráðar hvarvetna, þótt eigi hefðu allir framtíðardraumar landnemanna orðið að veru- leika. En þeir draumar hafa haldið áfram að rætast með mörgum hætti. Hér er þó eigi tími til að rekja þá sigurs- og framfaraisögu. Fæ ég svo eigi skilist við frumherjana í Nýja Islandi með maklegri eða réttmætari virðingar- og þakkarorðum, en með eftir- farandi erindi úr hinu stór- brotna kvæði Þorsteins Þ. Þorsteinssonar, sem er inni- gangurinn að framannefndri Minning leiftrar logarúnum lýðsins fyrsta úr ættartúnum, þrek og hreysti, þraut sem leysti þunga — eða helveg tróð. Oss er skylda æ að geyma afrek hans og vonarheima lofsöng hærri, launum stærri litlum varða, er minning hlóð. Mörg var landsins sorgarsaga, samt í skuggsjá vorra daga, íslands ljómi okkar sómi, er vor horfna landnáms þjóð. Næst er þess að minnast, að nýlenda Islendinga hér í Winnipeg er einnig stofnuð 1875, og er því hvað árið snertir, jafn gömul íslenzka landnáminu í Nýja Islandi. Úm þetta merka sögulega atr- iði fer Þorsteinn Þ. Þorsteins- son, meðal annars, þessum orðum í fyrmefndri ritgerð grein hans „Sporin frá 1875“: sinni: Garlic-laukur er heilnæmur Garlic-laukur er sóttvamarmeðal, sem hreinsar blóðið og hamlar gegn rotnunarsýklum. í Adams Garlic Pearles er sérstök Garlic-olía er notuð hefir verið til lækninga árum sam- an. Mi'Hjónir manna hafa um aldir neytt Garlic-lauks sér til heilsubótar og trúað á hollustu hans og lækningamátt. Eflið og styrkið heilsu ykkar. Fáið ykkur í dag í lyf jabúð einn pakka af Adams Garlic Pearles. Ykkur mun líða betur og finnast þið styrkari, auk þess sem þið kvefist sjaldnar. Laukurinn er í hylkjum, lyktarlaus og bragðlaus. ALÚÐAR ÁRNAÐARÓSKIR til allra íslendinga í tilefni af Islendingadeginum á Gimli (£. $& 3E. Qlaah £>ture GENERAL MERCHANTS JOHN GUTTORMSON, SR. JOHN V. P. GUTTORMSON, JR. Lundar Phone 762-5331 Man. Compliments of . . . ABEfS SUPERETTE Prop.: ABE THIESSEN Phone 762-5714 LUNDAR, Manitoba CONGRATULATIONS! MAPLE LEAF CREAMERY LUNDAR, MAN. PHONE 762-5241 COMPLIMENTS OF . a Wallingford Press Ltd. PHONE 942-6488 303 KENNEDY STREET WINNIPEG 2, MAN.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.